Vikan


Vikan - 13.01.1972, Side 34

Vikan - 13.01.1972, Side 34
yfirlýsing hlaut að hafa í för með sér að umrætt þjóðarheim- ili yrði stofnað undir brezkri vernd, og þar af leiðandi yrðu Bretum fengin yfirráð í Pale- stínu. Balfour-yfirlýsingin var gerð heyrinkunn í október 1917, og skömmu síðar tóku brezkar hersveitir undir stjórn Allen- bys hershöfðingja Jerúsalem. Hinni löngu yfirráðatíð Ós- mana í Palestínu var lokið. Þegar stríðinu lauk 1918 tóku Gyðingar að streyma inn í Palestínu í æ stærri stíl. Fáir efuðust um réttmæti Balfour- yfirlýsingarinnar; fáir drógu í efa að Gyðingar ættu fullan rétt á því þjóðarheimili, sem þeir höfðu svo lengi þráð. Og margir dáðust að hugrekki og þrautseigju landnemanna. Hundruð þeirra urðu mala- ríunni að bráð. Þeir sem hjörðu strituðu við að gróðursetja tré og þurrka mýrar, leggja vegi og byggja hús. Margir sultu frekar en að láta búpeninginn vanta nokkuð. „Við erum Sionistar," sögðu þeir í glensi, „en kýrnar okk- ar ekki.“ Palestína var nú komin und- ir brezka stjórn, en þrátt fyr- ir Balfour-yfirlýsinguna var spurningunni um þjóðarheim- ili Gyðingum til handa enn ósvarað. Hvað var nákvæmlega átt við með „þjóðarheimili“? ARABfSK ÞJÓÐERNIS- STEFNA Enginn virtist vita það með vissu, og Balfour sjálfur út- skýrði fyrir samráðherrum sín- um að það þyrfti ekki endi- lega að merkja stofnun sjálf- stæðs Gyðingaríkis. Þjóðernisstefna Araba, sem nú sótti óðum í sig veðrið, gerði málið enn erfiðara úrlausnar, og hin fræga yfirlýsing Bal- fours þýddi allt fyrir Gyðinga, en ekkert fyrir Araba. Balfour var hafinn til jarl- dóms 1922, hætti stjórnmála- þátttöku 1929 og dó árið eftir, áttatíu og tveggja ára að aldri. Sem hann lá á banabeði og mátti naumast mæla lengur, kom vinur hans Chaim Weitz- mann til hans í síðustu heim- sóknina. Weitzmann féll tárfellandi á kné við rúmið, og öldungurinn teygði fram veika hönd og snart blíðlega höfuð vinar síns. Skömmu síðar var Balfour jarl látinn. í samkunduhúsum Gyðinga um allan heim var kveikt á kertum og minning- arbænir tónaðar. Var það í fyrsta sinn í sögu Gyðinga að þeir sýndu kristnum manni slíkan heiður. Því miður dugði hvorki góð- vild Balfours né spámannleg- ur eldmóður Weitzmanns til að tryggja Gyðingum í Pale- stínu varanlegan frið. Arabar gerðu uppreisnir í Egyptalandi, Sýrlandi og Pale- stínu sjálfri. Brezka stjórnin fór smám saman að líta á Bal- four-yfirlýsinguna • sem mesta vandræðaplagg. Til að geðjast Aröbum tóku Bretar að tak- marka flutning Gyðinga til Palestínu og bökuðu sér þann- ig óvild Síonista. Palestínu- málið varð miklu meira vanda- mál en Balfour heitinn hafði getað látið sér detta í hug. Kröfur Gyðinga um sjálfstæði og þjóðarheimili og kröfur Ar- aba um sjálfstæði virtust ósam- rýmanlegar, og hefur raunar setið við það allt fram á þenn- an dag. 1937 var fyrst stungið upp á að Palestínu skyldi skipt, en sú hugmynd fékk þá lítinn hljóm- grunn bæði meðal Gyðinga og Araba. Þá kom síðari heimsstyrjöld- in, þegar Hitler drap sex millj- ónir Gyðinga. Og eftir stríðið var heimurinn mjög áfram um að bæta Gyðingum þetta af- hroð eitthvað, og var það álíka tilfinning og valdið hafði mestu um gerðir Balfours þrjátíu ár- um áður. 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu. Bretar létu af umboðsstjórn sinni ári síðar, þar eð þeir sáu sér ekki fært að halda Gyðing- um og Aröbum, sem nú voru komnir í hár saman, til friðs. Fjórtánda maí 1948 lýsti Davíð ben-Gúríon yfir stofnun ríkisins ísraels og varð fyrsti forsætisráðherra þess. Því miður bólar enn lítið á friði þeim, er Balfour hafði óskað Gyðingum og þeirra arabísku nágrönnum. Og í stað fagnaðarópanna, sem mættu Balfour á sínum tíma skarlatsklæddum, ríkir í dag í Jerúsalem þvingandi þögn ótryggs vopnahlés. ☆ PROCOL HARUM Framhald af hls. 14. Procol Harum hafa áður unnið með sinfóníuhljómsveit, en það var fyrir þremur árum í Stratford, Ontario í Kanada. Þá var enginn viðstaddur með segulbandstæki — hvað þá full- komin upptökutæki -— svo að Brooker var ekki seinn á sér að fá Wally Heider, upptöku- mann þeirra félaga, til Kanada til að vinna verkið þegar Hunka gerði tilboð sitt. „Mig hefur alltaf langað að gera eitthvað svona aftur,“ sagði Gary eftir að velheppn- uðum hljómleikum var lokið. „Það sem við gerðum í Strat- ford tókst ekki nægilega vel — held ég, því að við höfum al- drei heyrt raunverulegu út- komuna. Ef þessir hljómleikar ganga vel (þetta sagði hann fyrir upptöku), langar mig að reyna næst í London með Kon- unglegu Fílharmoníuhljóm- sveitinni. Það er dálítið erfitt að spila með sinfóníuhljómsveit þar sem allt er gert eftir nótum, eftir að hafa vanizt því að spila með fimm manna bandi þar sem hver getur gert nokkurn veginn það sem honum dettur í hug í það og það skiptið. í þessu tilfelli getur enginn leyft sér að spila sitt sóló svo mikið sem hálfum takti lengra en nótur gera ráð fyrir. Maður verður að sníða sér miklu meira stakk eftir vexti.“ Gary gengur með þá hug- mynd í maganum að ferðast um Bandaríkin og leika með sinfóníuhljómsveit hverrar borgar, en hann sér þó ýmsa vankanta á þessari hugmynd sinni, aðallega framkvæmda- legs eðlis. En þótt að Proeol Harum séu brezkir reikna þeir ekki með að ferðast um Bret- land á sama hátt, því að þótt undarlegt megi virðast eru þeir ekki tiltakanlega vinsælir í Bretlandi, þrátt fyrir að þeir séu einhverjir beztu tónlistar- menn sem Bretar geta státað af á þessu sviði. Þetta er óhagg- anleg staðreynd. Þeir hafa ver- ið í hópi þeirra beztu allt síðan þeir sendu frá sér „A Whiter Shade of Pale“ fyrir fjórum ár- um og allt þar til hin stórkost- lega LP-plata þeirra, „Broken Barricades" kom út á fyrra ári. En ef til vill er til skýring á þeirri staðreynd (fullt af þeim!) að þeir séu ekki mjög vinsælir í Bretlandi og er hún sú, að þeir eru ekki sérlega fiörlegir á sviði. Þeir halda hljómleika til þess eins að flytja sína tónlist og Brooker situr grafkyrr við píanó sitt vinstra megin á sviðinu og horfir framan í organistann, Chris Copping, sem situr hægra megin. Bassaleikarinn, Alan Cartwright, er þungur og ákveðinn bassaleikari sem al- drei hreyfist og það sama má segja um gítarleikarann, Dave Ball. Eini maðurinn sem hreyf- ist eitthvað er trommuleikar- inn, B. J. Wilson, en það mun vera eingöngu vegna þess að trommurum er nauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað! „Til hvers ættum við að vera með einhver læti á sviðinu?" spyr Brooker, sém er hálfgerð- ur einræðisherra í hljómsveit- inni. „Við erum músíkantar, ekki trúðar.“ ☆ HOLLIES VANTAR SÖNGVARA Framhald af bls. 14. mig langar að koma niður á minn eigin hátt, en þegar Hollies eru að hljóðrita er ákveðið sánd sem þarf að vera á plötunni, sem mér finnst á vissan hátt þvingandi. Ég vildi halda áfram —■ einn og með þeim — en þegar þeir sögðu nei varð ég að taka ákvörðun.“ ☆ COLOSSEUM HÆTTA Framhuld af bls. 15. varð til þess að Colosseum hætti núna. Ég minntist á það við þá, að ég væri að hugsa um að hætta og gæti sennilega gengið inn í Humble Pie óg þá sagði Jon að hann gæti hvort eð er ekki ímyndað sér að Col- osseum gætu haldið saman öllu lengur. Ég veit eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis hjá okkur. Eins og ég er búinn að segja, þá hafði ég ekki trú á því sem við vorum að gera og hvernig við gerðum það. Við vorum rígbundnir í intellektúalið en ég hef aldrei viljað gera ann- að en að spila rokk og roll og þess vegna- var þetta mjög erf- itt fyrir mig. Þá var einnig far- ið að fara í taugarnar á mér að fá ekki að spila nema eitt sóló á hverju kvöldi, þegar til dæmis Rory Gallagher spilar allt kvöldið. Þegar mitt sóló loksins kom var það að vísu langt, en ég hefði heldur vilj- að spila fleiri og styttri. Mér þykir leitt að Colosseum hafi hætt, sérstaklega þó vegna Dick's og Dave's. Ég veit að Jon er þetta mikill léttir. Nú hlakka ég til þess að komast i samband við áheyrendur, en í Colosseum var það ekki svo gott vegna þess að í kringum okkur var einhvers konar 34 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.