Vikan


Vikan - 13.01.1972, Page 39

Vikan - 13.01.1972, Page 39
sig til New York. Vinur hans lét sér fátt fyrir brjósti brenna og laug upp kostulegri sögu, sem er all kaldranaleg i ljósi þess, sem síðar gerðist. Hann sagði skipstjóranum, að Benja- mín Franklin væri ungur kunn- ingi sinn og hefði lent í þeirri ógæfu að eignast barn með lauslátri stúlku. en vinir hans vildu neyða hann til að kvæn- ast henni. Þess vegna yrði hann að komast burtu með leynd. í New York leitaði Benjamín til Williams nokkurs Brad- fords, sem hafði lengstaf ver- ið búsettur í Boston. Hann hafði verið fyrsti prentarinn í Pennsylvaníufylki, en orðið að flytjast þaðan vegna deilu við yfirvöldin. Bradford hafði lít- ið að gera um þessar mundir. en nægilegt starfslið. Hins veg- ar sagði hann: „Sonur minn í Fíladelfíu hefur nýlega misst bezta prent- arann sinn. Ef þér farið þang- að, hugsa ég, að þér getið feng- ið vinnu hjá honum.“ Vegalengdin til Fíladelfíu var um 150 kílómetrar og mest- an hluta hennar fór Benjamín Franklin fótgangandi. Hann var orðinn hungraður og ör- magna, er hann náði loks til Burlington, en honum hafði verið sagt, að þaðan gæti hann fengið far með góðu móti til Fíladelfíu. Gangan var allt annað en glæsileg. Síðasta áfanga henn ar lýsir Franklin á þessa leið: „Allan daginn var hellirign- ing, svo að ég varð gegndrepa og þreyttur, þegar leið á dag- inn. Ég settist því að í litlu veitingahúsi, og var þar um nóttina. Ég var nú farinn að sjá eftir þvi, að ég hafði flúið að heiman. Svo vesældarlega leit ég út, að ég varð þess var af spurningum manna, að þeir héldu, að ég væri þjónn, sem hefði hlaupið úr vistinni og ætti nú á hættu að verða hand- tekinn. Ég hélt eigi að siður áfrarri næsta daginn og komst um kvöldið til gististaðar skammt frá Burlington." Þegar Benjamín Franklin komst til Burlington næsta dag, féll honum næstum allur ketill í eld, er hann heyrði, að áætlunarbátarnir væru farnir fyrir nokkru, og næsta ferð félli ekki fyrr en á þriðjudag, en nú var laugardagur. En lánið lék við hann að þessu sinni. Er hann var á árbakkanum um kvöldið, bar þar að bát með mörgum far- þegum. Hann var á leiðinni til Fíladelfíu. Benjamin fékk far með honum. Logn var á, svo að allir urðu að róa sleitulaust. Um miðnættið hafði enn ekki sézt neitt til borgarinnar. Voru sumir orðnir sannfærðir um, að báturinn hefði siglt fram hjá henni. Þess vegna var hon- um rennt upp í vík, eldur kveiktur, þar sem kalt var um nóttina, og dvalizt þarna þar til dagur rann. í morgunsárið kannaðist einn af farþegunum við staðhætti. Báturinn hafði tekið land ör- skammt frá Fíladelfíu. Það var sunnudagsmorgunn. Benjamín Franklin átti einn hollenzkan dollara í vasa sín- um. Hann brá sér inn í bakarí, bað um brauð fyrir ákveðna upphæð, en vissi ekki, að verð- lag var snöggtum lægra í Fíla- delfíu en Boston. Hann fékk þrjú gríðarstór brauð, stakk sínu undjr hvora hönd, en hélt á því þriðja og stífði það úr hnefa. Þannig gekk hann um ókunn stræti og virti fyrir sér það, sem fyrir augu bar. Þegar hann gekk fram hjá húsi einu, stóð ung stúlka í útidyrum. Hún horfði lengi á hann og þótti hanri einkennilegur í meira lagi. Hún hét Debora Read og varð síðar eiginkona hans. ☆ ER SVlÞJOÐ... Framhald af bls. 7. orðið fyrstir manna til að inn- leiða, höfðu önnur ríki nú einnig tekið upp og í sumum atriðum jafnvel farið fram úr Svíum. Þannig hafa Svíar enn þann dag í dag enga lögbundna atvinnuleysistryggingu og ekki ókeypis tannlækningar fyrir fullorðna. Flokkurinn tók nýja afstöðu með tilliti til nefndarálitsins. Hann lét lönd og leið helgi- sögnina um þjóðarheimilið frá tið Erlanders og kunngerði nýja og róttæka stefnuskrá. Kjarni þeirrar skrár hljóðaði npp á meiri jöfnuð og kjörorð- ið var gamalt sósíalískt vígorð: Markmið sósíaldemókrata- flokksins er stéttlaust samfé- lag. Fimmtán fjölskyldur stjórna atvinnulifinu. Þótt svo að sósíaldemókratar hafi stjórnað Svíþjóð síðan 1932 (að vísu sumpart með minnihluta- eða samsteypu- stjórnum), þá er Svíþjóð í grundvallaratriðum borgara- legt riki, þar sem einkafjár- magn ræður mestu í atvinnu- lífinu. Aðeins 5,5 af hundraði sænskra launamanna eru á kaupi hjá ríkinu, og burtséð frá opinberum þjónustustarfs- greinum eru aðeins málmnám- urnar þjóðnýttar. Sagt er með sanni að fimmtán fjölskyldur ráði mestu í atvinnuvegum landsins, og veldi þeirra og ríkidæmi hefur vaxið fremur en hitt undanfarið. Stærsti aðilinn af þessum fimmtán stóru er Wallenberg- fjölskyldan. Hún hefur yfir að rá(ða þriðjungi veltufjárins í þjóðarbúskap Svía og ræður beint eða óbeint lögum og lof- um i níu þýðingarmestu sænsku iðnfyrirtækjunum, þar á með- al í SAAB (bílar, flugvélar), SKF (kúlulegur) og Electro- lux. Þannig er um þriðjungur alls útflutningsverðmætis Sví- þjóðar á valdi þessarar einu fjölskyldu. Heiðnaberg Wallenberg-auðs- ins er Stockholms Enskilda Bank, sem fyrir skömmu var sameinaður Skandinaviska Banken og varð þannig öflug- asti máttarvaldurinn í fjár- málum Norður-Evrópu. Höfuð- stöðvar bankaveldis þessa eru í grásvartri, þumbaralegri byggingu við Kungstrádgárden í' höfuðborginni miðri. Ekkert skilti með nafni bankans stend- ur utan á byggingunni, og ekk- ert til auðkenningar nema hús- númerið, sem höggvið er í stein yfir aðaldyrunum. En all- ir Svíar vita hvað átt er við þegar talað er um „Nr. 8“. Herra þessa húss er Marcus Wallenberg, hvers sonur nú nýverið fannst dauður úti í skógi. Hann er sjötíu og tveggja ára að aldri og við hesta- heilsu, hvað einkum er þakk- að því að hann hefur_ verið sportsiglari allt sitt lif. 'Ymsum getum hefur verið leitt að or- sökinni að dauða sonar hans, t. d. að um sjálfsmorð hafi verið að ræða og eins að hér hafi verið að verki ítalskir Mafíu- dólgar, sem reynt hafi að kúga fé út úr auðjöfrinum. Þótt enginn viti hve einka- auðæfi Marcusar Wallenbergs eru mikil, gengur hann alltaf klæddur eins og fátæklingur. Hann hefur á hendi ótlejandi heiðursembætti, er meðal ann- ars formaður Nóbelsstofnunar- innar. Hann er varkár í orð- um um hina nýju stefnu stjórn- arinnar. „Við höfum alltaf stuðlað að kerfi þjóðfélagslegs öryggis,“ sagði hann eitt sinn. „Við höfum aldrei barizt gegn velferðinni. En ég veit ekki hve lengi ennþá Sviar þola hana.“ Gagnger breyting tekjuskipt- ingar í formi róttækrar breyt- ingar á skattkerfi. Þó leynir sér ekki að Mar- cus Wallenberg er lítið hrif- inn af hinum nýju slagorðutn um „jöfnuð“ og „stéttlaust samfélag", og svipaðrar skoð- unar eru efalaust fleiri sænsk- ir auðjöfrar. „Það hafa orðið allmargir árekstrar, tilbúnir og algerlega ónauðsynlegir,“ er haft eftir Wallenberg. „Ég hef verið vanur að segja við vini mína í stjórninni: Þið hafið enga einokun á að tryggja vel- ferð almennings.“ En nú er það spurning, hvort sænskir peningafurstar eiga sér enn vini í ríkisstjórninni. Þeg- ar Erlander fór frá. tók við af honum Olof Palme, þrjátíu ár- um yngri. Hann hefur þegar sýnt nokkurn lit á að hrinda jafnaðarprógramminu í fram- kvæmd, langtum of lítinn að áliti þeirra róttæku en óhugn- anlega mikinn að dómi íhalds- ins. Hann kom til leiðar breyt- ingu á stjórnarskránni, þess efnis að efri deild þjóðþings- ins var lögð niður, en kosið skal til þings á þriggja ára fresti. Þá verða réttindi kon- ungs, sem voru þó ekki orðin ýkja mikil fyrir, enn skert. Kjarni þessarar jafnaðarstefnu sænskra sósíaldemókrata er þó fólginn í fyrirhuguðum rót- tækum breytingum á skatta- lögunum, sem eiga að leiða tii þess að tekjur manna jafnist stórum. Þá hyggst stjórn Pal- mes í sama tilgangi veita þeim lægstlaunuðu meiri launa- hækkanir en öðrum. Afleiðing þessa hefur orðið sú fyrir Palme að á tveimur árum hefur hann orðið að mæta meiri erfiðleikum en Erlander varð fyrir á tveimur áratug- um. Sænskir verkfræðingar vilja sem sé alveg ákveðið fá meira kaup en rennismiðir, og rennismiðir telja sig eiga að fá betur borgað en skógarhöggs- menn. Og allir vilja þeir borga sem lægsta skatta. Verkalýðssamtökin eru hóf- söm í launakröfum. Allmörg svokölluð ólögleg verkföll voru gerð. Þau beind- ust bæði gegn stefnu hins op- inbera i launamálum og vinnu- skilyrðum. Þau eru greinilegt hættumerki. LO (Landsorga- nisationen, sænsku verkalýðs- samtökin) er löngu hætt að vera einhliða baráttutæki 2. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.