Vikan


Vikan - 13.01.1972, Side 43

Vikan - 13.01.1972, Side 43
verur, glottandi skrímsli, sem hún kannaðist við að hafa séð áður. Þau stóðu í kringum eitt- hvað, steinhellu, sem lögð var á stóra steina og herra þeirra Satan var á meðal þeirra. Þetta var gamall fórnarstallur. Og Satan, með sitt villidýrs- lega glott og horn, rétti hend- urnar í áttina til hennar, greip hana og lagði hana upp á alt- arið. Síðan klæddi hann hana úr, svo hún lá þar nakin. Þau öskruðu öll og æptu í æðislegri hrifningu, og allan tímann starði maðurinn með djöflaandlitið á hana. Augu hennar voru galopin og kyrr. Hún gat ekki einu sinni depl- að augunum, það var jafn úti- lokað og að hreyfa líkamann. Það var eins og sálin hefði yf- irgefið líkamann og skilið hann eftir eins og tóma skel, hljóða og lífvana. Djöfullinn rak upp æðislegt öskur og allur skarinn tók und- ir. Síðan fóru þau að traðka í kringum stallinn. Hún heyrði trampið í fótum þeirra, hraðar . . . hraðar, þangað til öll fylk- ingin var orðin að iðandi þvögu. Ipað var aðeins Satan sjálfur, sem stóð grafkyrr og hafði ekki augun af henni. Og svo var stundin komin. Dansinn hætti, öskrin þögn- uðu, hljóðfærin gáfu ekki frá sér nokkurt hljóð. Svo gaf Satan snögga skip- un og maður gekk fram . . . stærri, fyrirferðarmeiri og ruddalegri en öll hin. Það rof- aði eitthvað til í dofnum heila hennar. Hún varð gripin æðis- gengnum ótta, þegar djöfull- inn gaf skipun um að fyrir- fara henni og þá vissi hún að böðullinn var Rocky. Digrir handleggir hans lyftu henni upp og sönglið hófst að nýju, í fyrstu lágt, en stöðugt hækkandi, þangað til það berg- málaði í höfði hennar. Og Roc- ky gekk með ákveðnum skref- um, í hæla djöfulmennisins. Hin fylgdu öll eftir. Hvert þau voru að fara, vissi hún ekki, en hræðslan veitti henni aftur möguleika á að hreyfa sig, svo hún fór að berjast á móti. Hún fann æðisgengið hræðsluöskur myndast í hálsi sínum. Rocky hló og hélt henni fast- ar. Hún gat hreyft höfuðið, þannig að hún sá bakið á djöfl- inum, þar sem hann gekk í fararbroddi. En svo sá hún and- lit hans, hann var með tvö- falda grímu, bæði fyrir andlit- inu og hnakkanum. Loksins nam hann staðar, vék til hliðar og benti niður á við. Þau voru nú komin á hæð- arbrún og þegar Rocky fór að ganga niður í móti, framhjá djöflinum, sá hún andlit hans aftur; að framan í þetta skipti. Vöðvarnir í hálsi hennar voru nú algerlega lamaðir, hún gat ekki öskrað, en það dró ekki úr angistinni, sem nú hafði heltekið hana og lamaði alger- lega hugsun hennar. John, hugsaði hún. Það var John. Þess vegna hafði hann farið, áður en Penelope sótti hana. Hálflokuð augu hennar leituðu og fundu Penelope. Hún var þarna meðal þessara villidýra og beið, eins og öll hin, eftir athöfninni. Helen var nú ljóst að Rocky var á leiðinni með hana að Djöflaklettinum. Áfallið skýrði hugsun hennar og veitti henni aukinn kraft. Hún barðist um á hæl og hnakka, beit hann í handlegginn og reif í grímuna, þangað til hún féll af honum og hún gat læst nöglunum í andlit hans. Hann rak upp ösk- ur, herti takið á henni og hrað- aði skrefum sínum. Kalt vatn skvettist upp á bera fætur hennar. Öldurnar drundu við Djöfla- klettinn og henni varð ljóst að nú var að falla að. Hún fann hvernig vindurinn beit hörund hennar, þegar hann dröslaði henni upp á Hafmeyjarklett- inn og hún hljóðaði af sárs- auka, þegar skarpar brúnir klettsins skárust inn í holdið. Rocky tók reipi úr belti sínu og batt hana kyrfilega á hönd- um og dró svo reipið í gegnum gatið í klettinum, til að hengja hana upp. Þegar hann hafði lokið þessu hékk hún á hand- leggjunum, eins og djöfladýrk- endur höfðu til forna gengið frá fórnardýrum sínum, sem áttu að drukkna í brimsoginu, þegar háflóð var komið. Áður en Helen missti með- vitund sá hún tvénnt; blikandi hníf í myrkrinu og skuggann af djöflinum sjálfum, sem stóð fyrir ofan hana á klettabrún- inni og virti hana fyrir sér. Einhver rólaði Helen fram og aftur og hún vildi ekki láta róla sér, því að henni varð þá illt. Hana verkjaði um allan líkamann. Þessvegna vildi hún vera hreyfingalaus. Hún heyrði líka eitthvert hljóð, skvamp í vatni og ískrandi væl, sem reis og féll og reis aftur. Framhald í næsta blaði. PÓSTHÖLF 533 Framháld af bls. 15. mikið af erlendum plötum, að þœr sem ég væri að skrifa um vœru gleymdar þegar blaðið loks kœmi út! Öðru máli gegnir um íslenzkar plötur; ég tel það hreina skyldu mina að minnast á þœr þá sjaldan þær koma á markaðinn og ef til vill er ekki til neitt Ijósara dœmi um niðurlœgingu íslenzkt popps en einmitt afkasta- leysi íslenzkra poppara. Þá leiðir það af sjálfu sér að maður er hrifnastur af þeim sem eitthvað nenna að gera og settu nú saman 2 og 2 og þá fœrðu kannski svar við péessinu. Og vissulega á ég erlenda uppáhaldshljóm- sveit: Því hefur þegar verið komið fyrir í erfðaskrá minni, að leikið skuli af „Sgt. Pepper“ um leið og ég verð látinn niður í kistuna. Kæri Ómar. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt það efni sem þú hefur verið með í þætt- inum og, að mínu áliti, gert mjög góð skil. Ég ætla að biðja þig að birta nöfn og æviágrip hljóðfæraleikar- anna sem leika með Paul McCartney í hljómsveitinni WINGS og eins langar mig að vita hvað platan þeirra heitir. Eins mættir þú birta grein um söngkonuna, píanistann og skáldið Carole King. Beztu kveðjur og lifðu heill. B.S. í nœsta blaði verður greint frá Paul og nýja band- inu hans. Carole King hef ég miklar mætur á og því hlýtur að koma að því að ég treð henni einhversstaðar inn í þáttinn. B í Þorlákshöfn: Þetta er í mikilli athugun. Takk fyrir bréfið! ISKUGGA EIKARINNAR Framhald af bls. 22. mína? Frúin var greinilega undrandi. —■ Nei, hvern ætlið þér að tala við. — Þetta er frú Hannah ... ég er frú Hannah, Heidi! — Mér þykir fyrir því, en frú Hannah er ekki heima, hún er í Feneyjum, en hún kemur mjög bráðlega heim. — En þetta er frú Hannah, Heidi. — Já, ég skal skila því, þeg- ar hún kemur, frú Sanka. Þér skuluð reyna að hringja eftir nokkra daga, frú Sanka. Góða nótt! Heidi hafði allt í einu dottið í hug Sanka silfurmávur, sem flaug til tunglsins á hverju kvöldi, til að vaka yfir þeim sem voru hættu. Hún lagði á og vonaði innilega að frú Hannah myndi líka eftir Sanka silfur- mávi. Það var hún sjálf, sem hafði fundið hann upp, ævin- týramávinn. Hún sneri sér róleg að Kollok. — Þetta var frú Sanka, ein af samstarfsmönnum læknisins. Hún er sálfræðingur. Hún er reyndar mesta skrafskjóða, sagði Heidi kæruleysislega. Kollok hló. — Það heyrir víst starfinu til, sagði Kollok. — Hannah læknir er líka skrafhreyfinn, en það ekki rétt? Heidi hló líka. . — Jú, þú hefur á réttu að standa. — Læknirinn hefur mjög gaman af að tala. Þegar hann er heima á kvöldin, talar hann i sífellu og frúin verður að láta sig hafa það að hlusta á hann. — Eru þau hamingjusöm? Heidi varð skyndilega alveg róleg. Hún hafði gefið lítið út á spurningar hans um símtalið. Það hafði líklega heppnazt að vekja grun frú Hannah um að ekki væri allt með felldu heima hjá henni... Frú Hannah myndi örugglega geta sér til að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Að öllum líkindum myndi hún hringja aftur eftir stundarkorn ... Hvað átti hún þá að segja... — Frú Hannah hringir ábyggilega í kvöld, heyrði hún sjálfa sig segja. — Hún hefir ekki getað náð sambandi við okkur, vegna þess að síminn var bilaður. Hún sá svo að Kollok horfði rannsakandi á hana. Hún hafði

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.