Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 8
„... þótt þau segi ekki öll hlutina berum orS-
um og noti ekki flokksbundna frasa eins og
þá sem við skilgreinum pólitík með dags dag-
lega.“
RÆTT VIÐ STEFÁN BALDURSSON
Við sáum náttúrlega að sá
styrkur kæmi okkur ekki nema
að mjög takmörkuðu gagni, en
þá vildi okkur til happs að
leikfélagið Gríma, eða formaður
þess, Þórhallur Sigurðsson,
sneri sér til okkar og gerði okk-
ur það tilboð að sýna leikritið
í Lindarbæ og þá á vegum
Grímu. Þetta tilboð bjargaði
okkur auðvitað alveg og féll
vel að nýjum lögum Grímu, sem
hefur verið breytt á þá leið, að
hver sem er geti gengið inn í
félagið, svo framarlega sem
hann hafi áhuga, en áður hefur
list — eða allavega leiklistar-
nám, en þar sem Þjóðleikhús-
skólinn hefur ekki tekið inn
nemendur um skeið og búið er
að leggja skóla Leikfélags
Reykjavíkur niður til að ýta
undir kröfur um ríkisleiklistar-
skóla, hefur þetta fólk ekki
komizt í nám. Eitthvað af þeim
var í ,,Hárinu“ sem Leikfélag
Kópavogs setti upp hér og þeg-
ar fór að líða undir lok á þeim
sýningum, vildu sumir krakk-
anna halda áfram að starfa og
gera eitthvað. Því var það að
Stefán Baldursson ætti að
vera óþarfi að kynna; hann
hefur um nokkurra ára skeið
verið dagskrármaður bæði hjá
útvarpi og sjónvarpi; hann hef-
ur verið fréttamaður útvarps-
ins í Stokkhólmi, þar sem hann
hefur verið við háskólanám
undanfarin sex ár, og í fríum
hefur hann tekið virkan þátt í
leikhúslífi hér heima. Nú síð-
ast stjórnaði hann uppfærslunni
á „Sandkassanum", sem leik-
klúbburinn ,,Leikfruman“ frum-
sýndi fyrr í þessum mánuði.
Stefán þýddi „Sandkassann" og
því lá beinast við að spyrja
hann fyrst út í verkið sjálft og
tilurð þess.
„Það er að færast mikið í
vöxt, er eiginlega í tízku,“ svar-
aði Stefán, „að ungir leikarar
vinni og semji verk sín sjálfir.
Til dæmis hefur mikið borið á
þessu í Sviþjóð, þar sem menn
eru ákaflega opnir fyrir nýj-
ungum. „Sandkassinn“ er þann-
ig verk, unnið í sameiningu af
hópi ungra leikara í Gautaborg
og var síðan einn úr hópnum,
Kent Anderson, fenginn til að
skrifa verkið niður. (Svona var
til dæmis íslenzki poppleikur-
inn „Óli“ saminn líka). „Sand-
kassinn" er það verk sænskt
sem sýnt hefur verið hvað víð-
ast og mest undanfarin ár. Þeg-
ar hefur það verið sýnt um
öll Norðurlönd — að Færeyjum
undanskildum — og eins hefur
það verið sýnt í Berlín og
Lundúnum.
Ég þýddi verkið, eftir að hafa
séð það í Stokkhólmi, fyrir
Leikfélag Akureyrar, sem sýndi
það undir stjórn Sigmundar
Arnar Arngrímssonar fyrir ári.“
„Áttir þú kannski hugmynd-
ina að því að leikritið yrði sett
upp hér?“
„Alls ekki. Það er kannski
rétt að gera örlitla grein fyrir
því hvað „Leikfruman“ er, áð-
ur en haldið er lengra. Þetta er
hópur ungs fólks, sem hefur
áhuga á að leggja fyrir sig leik-
Hæ, kátu krakkar, / Hæ, óþekktarormar! / Hér er hvergi skjól /og hér hvína stormar!
Stefán Baldursson: Gekk inn af götunni og fór að vinna hjá sænska
sjónvarpinu.
þau krunkuðu sig saman, ásamt
nokkrum öðrum sem höfðu ver-
ið á námskeiði á Akureyri hjá
Sigmundi Erni — og m.a. tekið
þátt í uppfærslunni á „Sand-
kassanum“ þar — og ákváðu að
setja verkið upp í Reykjavík.
Þegar sú ákvörðun hafði ver-
ið tekin, fóru þau til mennta-
málaráðherra og báðu hann um
styrkveitingu til uppfærslunn-
ar, höfðu samband við mig til
að setja leikritið á svið og Sig-
urð Rúnar Jónsson til að stjórna
söngvum og tónlist. En þegar
til kom var ekki hægt að fá
aora styrki en venjulegan
áhugamannastyrk, eftir að bú-
ið væri að setja sýninguna upp.
Þesskonar styrki fá öll áhuga-
mannafélög á landinu og eru
styrkirnir misháir, allt eftir því
hvers konar verk er verið að
sýna, hvort þau eru íslenzk —
sem veita hæstu styrkina —
hvort þetta er frumsýning og
svo framvegis og svo framvegis.
„ÖLL LEIKRIT ERU PÓLITÍSK".
8 VIKAN 4. TBL.