Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 36
BENJAMÍN FRANKLIN Framhald af hls. 7. veldisins Stóra-Bretlands. En nú höfðu atvikin knúið hann til að horfast í augu við nýja stað- reynd. Eftir tæpa hálfa aðra öld hafði ný þjóð myndazt smátt og smátt handan úthafsins. Einn af stuðningsmönnum Rockinghams reis á fætur og bar fram nokkrar spurningar. „Greiða Ameríkumenn tals- verða skatta,“ spurði hann. „Já, vissulega, marga og mjög þunga skatta,“ svaraði Franklin. „Er fólkið ekki fært um að greiða þá?“ „Nei. Fólkið í hreppunum við landamærin á mjög erfitt með að greiða nokkra skatta vegna eyðileggingar, sem það hefur orðið fyrir af völdum óvinanna, og þeirrar miklu fátæktar, sem þar ríkir nú.“ Einn af fáum þingmönnum, sem fæðzt hafði í Ameríku, spurði hvernig stimpilgjalds- skatturinn dreifðist. Franklin svaraði því á hógværan máta, að lögin væru ekki aðeins órétt- lát heldur óhagkvæm. Hann sagði, að engin póstþjónusta væri í hinum afskekktu vestur- byggðum, sem væru mjög fá- mennar. Þar gætu íbúarnir því ekki orðið sér úti um stimpla á plögg sín. Þetta táknaði, að þeir gátu ekki gifzt, ekki gert erfða- skrár eða keypt. eða selt fast- eignir, nema með því að leggja upp í langferð og „eyða kannski þrem eða fjórum pundum, svo að krúnan gæti fengið sex pence í stimpilgjald," eins og Frank- lin orðaði það. Menn Rockinghams spurðu um íbúatölu brezku nýlendanna i Ameríku og hversu mikill inn- flutningur frá Bretlandi væri þangað. Franklin upplýsti, að þar byggu um 300.000 hvítir menn á aldrinum 18—60 ára eða yfríð nógur mannafli til að mynda öflugan her. Hann sagði, að Pennsylvaníunýlendan ein flytti inn brezkar vörur fyrir 500.000 sterlingspund árlega. Augljóst var, hver tilgangurinn yar með þessum upplýsingum Franklins. Hann gaf í skyn, að stríð við þetta fólk væri ekki aðeins hættulegt, heldur mundi það reynast óhagkvæmt fyrir Bretland. Einn af mönnum Rocking- hams spurði nú: „Hver var afstaða Ameríku- manna til Stóra-Bretlands fyrir 1763?“ „Hún var eins jákvæð og hægt er að hugsa sér í víðri veröld," svaraði Franklin. „Þeir sættu sig mótþróalaust við stjórn brezku krúnunnar og sýndu lögum þingsins fulla hlýðni. Þótt fólk þetta sé margt, þá kostar það ykkur ekki neitt, hvað snertir virki, setuliðs- stöðvar eða heri til að tryggja völdin yfir því.“ „Og hvert er viðhorf þess nú?“ „Það er gerbreytt.“ „Hverjar haldið þér, að af- leiðingarnar verði, ef lögin verða ekki afnumin?" „Sú virðing og ást, sem íbúar Ameriku bera til þessa lands, mun glatast að fullu og öllu.“ Loks spurðu vinir Franklins tveggja spurninga, sem ber- sýnilega var ætlað að slá botn- inn í þessa sýningu. „Af hverju voru Ameriku- menn stoltastir áður?“ „Að tileinka sér tízku og veita sér framleiðsluvörur Stóra- Bretlands." „En hvert er takmark þeirra nú?“ „Að ganga á ný í gömlum fötum, þar til þeir verða færir um að búa sér sjálfir til ný.“ Viku síðar var samþykkt að afnema stimpilgjaldslögin. Benjamín Franklin hafði með frammistöðu sinni stuðlað að þvi að tefja fyrir byltingunni, sem brauzt út áratug síðar. Fregnin um afnám stimpil- gjaldslaganna barst yfir hafið og vakti geysimikla ánægju í Ameríku. Benjamín Franklin var hylltur sem hetja. Vitnis- burður hans fyrir brezka þing- inu var birtur í blöðum og tímaritum alls staðar í nýlend- unum. Þrátt fyrir þetta var Franklin ^ ekki bjartsýnn á ástandið, enda kom fljótlega á daginn, að hann hafði haft ástæðu til þess. Þess var sann- arlega enn brýn þörf að vera vel á verði. Brezka þingið samþykkti yf- irlýsingu, þar sem tekið var fram, að það hefði rétt til að setja lög, sem væru bindandi fyrir nýlendurnar „í öllum málum af hverju tagi sem þau kynnu að vera.“ Árið 1767 voru Townshend-lögin samþykkt, en samkvæmt þeim voru lagðir aukatollar á mjög margar vör- ur séni fluttar voru inn af ný- lendunum. Ein grein þessara laga veitti brezkum fulltrúum krúnunnar rétt til að fara inn á heimili manna — í vöru- geymslur þeirra og um borð í skip, án þess að nokkur leit- arheimild væri fyrir hendi. Það sótti þannig fljótt í sama horf og fyrrum. Úlfúð jókst hröðum skrefum milli nýlendu- búa annarsvegar og hinna brezku stjórnenda nýlendanna og fulltrúa þeirra hins vegar. Franklin gerði sér grein fyrir, að hann varð jafnt og þétt ákaf- ari talsmaður málsstaðar allra amerísku nýlendanna sem einn- ar heildar. Þingin í fylkjunum Pennsylvaníu, New Jersey og Georgíu höfðu útnefnt hann sem fulltrúa sinn. Hann varð steinhissa, er hann hlaut þessa útnefningu þingsins í Georgíu. Hann skrifaði William syni sín- um, að hann myndi ekki til þess að hann þekkti nokkurn einasta mann í þeirri nýlendu. Árið 1770 útnefndi þing Massachusettes Franklin einnig sem fulltrúa sinn, en þingmenn þess fylkis voru uppreisnar- gjarnastir í öllum brezku ný- lendunum í Ameríku. Þannig hélt baráttan áfram og varð sífellt víðtækari. Hver atburðurinn rak annan, sem ekki verður greint frá á þessum vettvangi. Saman mynda þeir sögu sjálfstæðisbaráttu Banda- ríkjanna. Benjamín Franklin varð að greiða hátt gjald fyrir að stuðla að því, að Ameríka fengi sjálf- stæði. Það gjald varð hann að greiða með sínu hjartablóði, því að það snerti þann ættingja, sem honum var hjartfólgnastur. Þess var krafizt af honum að hann fórnaði sínum eigin syni. Hann trúði syni sínum snemma fyrir afstöðu sinni, — að hann væri hlynntur sjálf- stæði amerísku nýlendanna. Á þeim tíma voru mjög fáir menn, sem tóku enn svo afdráttarlausa afstöðu. William varð furðu lostinn, er hann heyrði þetta. Franklin reyndi hvað eftir ann- að að fá hann til að ganga í lið með amerísku nýlendunum, en árangurslaust. William taldi sig skuldbundinn konungi og hélt fast í það embætti, Sem faðir hans hafði sjálfur eitt sinn út- vegað honum. Þrátt fyrir þá djúpu gjá, sem myndazt hafði milli þeirra feðga, reyndi Franklin að halda hugarró sinni. En misklíðin magnaðist, svo að við lá, að ÖU tengsl milli þeirra slitouðu, þegar átökin hörðnuðu og aðrir konungshollir nýlendustjórar ýmist flýðu eða voru reknir frá völdum. í nóvember árið 1775 ávarpaði William Franklin þing New Jersey. Hann skýrði þingheimi afdráttarlaust frá þvi, Twers vegna hann hefði ekki fylgt fordæmi annarra embættis- manna konungs og flúið út i brezk herskip. Hann kvaðst ekki kæra sig um, að konungur héldi, að raunveruleg uppreisn ríkti í New Jersey eins og öðr- um nýlendum. William skýrði þingmönnum frá því, að hann skyldi víkja, ef þeir vildu, að hann hyrfi á brott. Þessi drengilega hrein- skilni hans hafði þau áhrif á þingmenn, að þeir samþykktu, að senda Georgi 3 bænarskjal. William stakk upp á, að í því létu þeir í ljósi ósk um endur- heimt friðar og samræmis milli nýlendunnar og heimalandsins. Bænarskjal þetta var ógnun við samræmda andspyrnu am- erísku nýlendanna. Þingmenn meginlandsþingsins brugðust reiðir við. Þeir samþykktu all- ir sem einn, að lífsnauðsyn væri, að samstaðan í andspyrnu- hreyfingunni rofnaði ekki. Skipuð var nefnd til að reyna að koma í veg fyrir, að slíkt bænarskjal yrði sent konungi. William dvaldi í nýlendu- stjórabústaðnum nokkra mán- uði til viðbótar, þótt mjög væri óróasamt og mikil ólga ríkti. Hann 10. maí árið 1776 sam- þykkti meginlandsþingið, að ríkisstiórnarvaldið skyldi fram- kvæmt í samráði við vilja fólks- ins. William hlýtur að hafa gert sér grein fyrir að hverju stefndi. Samt gaf hann út skipun þess efnis, að þing New Jersey skyldi koma saman, og var þar um ögrun að ræða. Uppreisnarmenn höfðu nú stofnað héraðsþing New Jersey og samþykkti það, að tími væri til kominn að láta til skarar skríða gegn syni Benjamíns Franklins. Hinn 24. júní var hann handtekinn. Engin gögn benda til þess, að Franklin hafi átt nokkur bréfa- viðskipti við son sinn, eftir að hann var settur í varðhald. Hann hefur að öllum líkindum verið þeirrar skoðunar, að ekki væri lengur með nokkru móti unnt að brúa það bil, sem mynd- azt hafði milli þeirra feðga í stjórnmálalegu tilliti. Benjamín Franklin andaðist á heimili dóttur sinhar hinn 17. apríl árið 1791, 84 ára gamall. Hann var jarðsettur fjórum dögum síðar. Likfylgdin var fjölmennari en þá vofu dæmí um í Bandaríkjunum. Skotið var úr fallbyssum, þegor kistan seig í gröfina. Allsherjarþing Bandaríkjanna fyrirskipaði að ÖU þjóðin skyldi klæðast sorg- k h í é + * ■ 36 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.