Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 4
AÐEINS 112 KHÓNUfí
Á 100 KÍLÓMETfíA
Hver hefur ekki þörf fyrir flest heimilistæki þó að hann eigi bifreið?
SKODA bifreiðar gera yður kleift fremur öðrum að eignast
hvorttveggja.
Miðað við aðra algenga 5 manna bifreið, sparið þér 16.000.00
krónur árlega í benzíni ( miðað við 20.000 km árlegan akstur),
sem þér getið varið til kaupa á heimilistækjum eða öðru þvf,
sem hugurinn girnist, t. d. sumarleyfisdvöl á Kanaríeyjum
SKODA 100
Glæsitegt dæini um hagkvæmni og smekk. Innréttingar og frágangur 1 sérftokki. Diskahemlar
— Tvöfalt bremsukerfi — 4ra hraöa þurrkur — Bamalæsingar — Radial hjtSlbaröar
OG EYÐIR AÐEINS 7 LlTRUM A 100 KM.
VIÐGERÐAÞJÓNUSTA VARAHLUTAÞJÓNUSTA 5 ÁRA RYÐKASKO.
.rarijV.
/2T3TEL.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
A ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SlMI 42600
Það er stolt hvers ökumanns að aka
hreinum og gljáandi bíl.
*
Hversvegna aka óhreinum bíl, þegar hægt
er að fá hann þveginn, ryksugaðan
og bónaðan á 15 mínútum í
Sigtúni 3
P0STDRINN
Ruslakarfa Póstsins
Elsku Póstur!
Hvernig er það, lenda mörg
bréf í körfunni hjá þér, Póstur
góður? BITR.
Já, mjög mörg. Til dæmis öll
þau bréf sem ekki eru með
fullu nafni og heimilisfangi og
hér eftir gerum við þá kröfu að
símanúmer fylgi líka. Annars er
það um það bil helmingurinn
sem fer beint í körfuna.
Tilgangur lífsins
Ráðagóði Póstur!
Þannig er mál með vexti, að við
félagarnir eigum við dálítið
vandamál að stríða. Við sitjum
hér að kvöldi dags og íhugum
tilgang lífsins.
Okkur finnst lífið vera orðið eilíf
hringrás miðvikudagsmennsk-
unnar. Við erum allir í skóla.
Líf okkar gengur þannig fyrir
sig: Við förum í skólann kl. 8
að morgni, komum heim og
lærum, stöku kvöld hittum við
kunningjana eða horfum á sjón-
varp. Um helgar drekkum við
okkur blindfulla og eigum í sí-
felldri baráttu við dyraverði
veitingahúsanna. Oft og einatt
hittum við stelpur og erum með
þeim ýmist lengri eða skemmri
tíma.
Það virðist vera tilgangur flestra
stelpna nú á dögum (og hefur
ef til vill verið áður) að hafa af
manni sem mesta peninga, svo
að sumarhýran er fljót að fara.
Ýmsir kunningja okkar hafa
reynt hassið og telja sig hafa
fundið sjálfa sig með þeim hætti,
en við erum ragir við það.
Okkur þykir tilgangur lífsins því
harla óljós og væntum ráða frá
þér eða einhverjum þeirra sem
til þín skrifa.
Með fyrirfram þökk.
Þrír svartsýnir nemar.
Vilja lesendur ekki hjálpa okk-
ur að hughreysta þessa svart-
sýnismenn?
Slitiö hár
Elsku Póstur!
Við erum hérna tvær stelpur
sem kaupum alltaf VIKUNA og
finnst hún ofsalega skemmtileg.
Sérstaklega þó Pósturinn og
stjörnuspáin.
Nú langar okkur, elsku Póstur,
að spyrja þig um eitt. Hvers
vegna slitnar og klifnar hárið á
manni? Hvað getum við gert til
að koma í veg fyrir það? Við
vorum báðar með sítt hár en lét-
um klippa okkur fyrir tæpu ári,
vegna þess að það var svo slit-
ið. Núna er það allt orðið slitið
aftur, þótt við reynum að særa
það til að forðast slit.
Hvað getum við gert? Er alveg
vonlaust að ná þessu úr hárinu?
Tvær hálf vonlausar.
Hár er ákaflega vandmeðfarið
og til að forða því frá sliti verð-
ur að gæta þess að túbera það
ekki og forðast alla kemíska
vökva og liti. Farið annars til
rakara cða hárgreiðslustúlku og
fáið góð ráð.
Svar til Stínu
Óþarfi er nú fyrir þig að kalla
þetta vansköpun, en ekki kunn-
um við ráð við þessu. Farðu til
heimilislæknisins þíns og ef þú
þorir ekki að fara, skaltu hringja.
Bangla Desh
Kæri Póstur!
Veizt þú hvort íslenzka ríkis-
sjórnin er búin að viðurkenna
Bangla Desh eða hvenær á að
gera það?
Jæja þá.
Þegar þetta er ritað hafa aðeins
tvö ríki heims viðurkennt Bangla
Desh og eftir því sem við kom-
umst næst, hefur íslenzka rikis-
stjórnin ekki tekið afstöðu til
málsins ennþá, en þess verður
vafalaust ekki langt að bíða að
við tökum upp stjórnmálasam-
band við hið nýja ríki.
4 VIKAN 4. TBL.