Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 11
FRAM H ALDSSAGA
EFTIR K.R. BUTLER
ANNAR HLUTI
Querol var horfinn úr reip-
stiganum og Mooney var skelf-
ingin uppmáluð, þegar hann sá
það sem ég hafði skrifað á
spjaldið.
— Röng stefna, hamingjan
hjálpi okkur ... Hann lagði frá
sér spjaldið og stóð gleiður á
gólfinu. — Já, skipstjórinn hef-
ir á réttu að standa. Við stefn-
um beint í suður, en ekki í
vestsuðvestur. Hvað er að stúlk-
unni? Hún hefir vonandi ekki
sofnað við stýrið ...
Jacky ! Mér datt í hug hvern-
ig hún hefði verið kvöldið áður
og ýmislegt annað en að hún
hefði sofnað við stýrið. Ég var
næstum því búinn að fella
Mooney, þegar ég ruddist fram
hjá honum og þaut upp stigann
á eftir Querol.
Kulið sló á móti mér, þegar
ég kom upp á þilfarið, eins og
ísveggur. Það var dimmt og
drungalegt í morgunskímunni,
leit út fyrir regn og á hafflet-
inum voru hvítir rokhvirfiar.
Dyrnar á stýrishúsinu voru opn-
ar og mér til ótrúlega mikils
léttis, sá ég Jacky við stýrið og
Querol við hlið hennar. Án þess
að hirða ym viðvörun hans um
að láta lítið fara fyrir mér, gekk
ég til þeirra og lokaði dyrunum
á eftir mér. Querol virtist ekki
einu sinni taka eftir því. Hann
stóð við rúðuna og starði út,
þurrkaði ósjálfrátt af glerinu
að inn&n, þótt móðan væri auð-
vitað utanvert. Ég horfði líka
út.
Framundan var lítil eyja;
tveir fjallstindar risu mót
dökkum himni og öldurnar
brotnuðu við klettótta strönd.
— Kananga, sagði Querol
undrandi. Svo sneri hann sér að
Jacky og öskraði: — Því í and-
skotanum fórstu hingað?
Rödd hennar var hás af æs-
ingi en skýr, þegar hún svar-
aði:
— Ég sá reyk.
— Reyk? Hvar?
— Við vesturtindinn. Það
hlýtur einhver að vera þarna í
vandræðum og þessvegna
kVeikt eld, til að gera viðvart
og kalla á hjálp.
Querol sneri sér aftur að
glugganum.
— Ég sé ekki neinn reyk. Og
hversvegna sagðirðu mér það
ekki?
— Þú svafst.
— Það er engin afsökun og
það veiztu! En það þurfa ekki
endilega að vera skipbrotsmenh;
það geta einfaldlega verið sel-
fangara r.
— Það er enginn bátur við
bryggjuna, sagði Jacky. —
Sjáðu sjálfur. Hún rétti honum
sjónaukann. Querol tók hann,
horfði í hann um stund, en lagði
hanrj svo frá sér. Hann stóð
þögull og hrukkaði ennið.
— Þetta er skritið. Ertu viss
um að þú hafir séð reyk?
— Já, hárviss.
Hann leit þögull á hana. Svo
tautaði hann eitthvað og greip
stýrið. Allt í lagi, við förum
þangað og athugum þetta. Fáðu
þér eitthvað að borða, Jacky.
þú getur svo komið með kaffi til
okkar á eftir. Og þú, Ross, þar
sem þú ert kominn hingað, þá
er bezt að þú reynir að gera
gagn. Farðu út og þurrkaðu af
þessari fjandans rúðu. Ég sé
ekki neitt.
Ég gerði eins og hann sagði.
Móti vilja mínum gat ég ejiki
annað en dáðst að honum. Ég
held að fólk, sem er jafn ólagið
til allra hluta eins og ég, dáist
að mönnum eins og Querol.
Þegar ég hafði þurrkað rúðuna,
gekk ég aftur inn í stjórnklef-
ann og tók mér stöðu við hlið
hans. Við þögðum báðir og og
sáum nú greinilega eyjuna rísa
upp úr grámóðunni. Eftir svo-
litla stund gat ég greint bryggj-
una, sem lá út í sjóinn fyrir
neðan vestari tindinni.
— Þekkir þú þessa eyju?
spurði ég varfærnislega.
Hann leit á mig út undan sér.
— Að sjálfsögðu geri ég það. En
ég get ekki séð neinn reyk.
Hann rétti mér sjónaukann.
— Reyndu hvort þú sérð
nokkuð.
Ég tók við sjónaukanum,
stillti hann við augun og sá þá
skarpar brúnir klettanna rétt
við nefið á mér. Ég beindi sjón-
aukanum upp á við og sá dökk
skýin velta fram milli tindanna
Ég rétti Querol aftur sjónauk-
ann og hristi höfuðið.
— Þetta er skrítið, sagði
hann, — Jacky hlýtur að hafa
missézt. Hún hefir líklega ver-
ið þreytt, það er langt siðan
hún hefir verið hér um borð,
enda ætlaði ég alls ekki að taka
hana með í þetta sinn. Báturinn
er eiginlega-of lítill fyrir fjóra.
Hann þagnaði og ég beið eft-
ir að hann segði háðslega að
hann væri þá ekki síður of litill
fyrir fimm. En mér til undrun-
ar sagði hann það ekki. Þess í
stað tautaði hann:
— Það er of mikið af mér
sjálfum í þessari stúlku. Þess-
vegna er oft stormasamt á milli
okkar .En það er ekki til betri
sjómaður í San Sebastian en
Jacký...
Ég tók eftir stolti í rödd hans
og sjálfum varð mér hlýrra inn-
anbrjósts. Það var svo margt
sem mig langaði til að vita um
Jacky og hér var óvenjulega
gott tækifæri til að spyrja föð-
ur hennar.
En svo var eins og honum
fyndist að hann hefði sagt of
mikið og hann sneri sér aftur
að glugganum.
— Kananga er andstyggileg-
ur staður, sagði hann, og það er
eyjan sem liggur að baki henn-
ar líka. Kumul heitir hún. Þar
er ekkert annað en mannlaus
viti, en við getum ekki séð hana
héðan Þessar eyjar eru báðar
ábyggilegar búnar til af Satan
sjálfum . ..
— Er erfitt að komast í land,
spurði ég hikandi.
— Ekki núna, síðan bryggjan
kom. En áður, þá voru það eng-
ar sólskinssögur sem urðu til á
þessum slóðum. Það hafa allt
of margir borið beinin við
klettana á þessum bölvaða stað.
Þetta gat ég skilið. Svo var
það annað, sem ég reyndar gat
skilið og það var að Querol var
að draga sig inn í skel aftur.
— Var það eitthvert sérstakt
skip? spurði ég.
Hanrs tók ofan húfuna og
strauk yfir hárið. — Já, það
versta var þegar Sybil fórst ár-
ið 1874. Ég hefi lesið mikið um
það slys. Skipið var fullt af
auðugu fólki, sem var að flytja
frá Englandi til Ástralíu, það
brotnaði í spón við klettana á
Kananga. Þetta var flest ungt
fólk, sem ætlaði að festa bú og
byrja nýtt lif í nýju landi. Að-
eins einn maður komst af, faðir
tveggja stúlkna og tveggja
drengja. Börnin fórust auðvitað
og faðir þeirra var frávita af
harmi, eiginlega kolbrjálaður,
þegar honum var bjargað. Hann
varð hvítur fyrir hærum, þótt
hann væri aðeins um fertugt.
En svo náði hann sér nokkurn
veginn og þá sneri hann aftur
til Kananga, til að byggja ka-
pellu, til minningar um börnin
sín. Þessi kapella stendur víst
ennþá, en í hvaða ástandi hún
er nú, veit ég ekki. En hann
byggði hana með sínum eigin
höndum, án aðstoðar. Glugg-
arnir voru eins og aðrir steind-
ir kirkjugluggar og myndirnar
voru af dýrlingum með svip-
móti harnanna hans. Þetta kost-
aði víst óhemju fé.
— Á hverju ári, sama dag
sem Sybil fórst, sigldi hann til
Kananga og hélt minningaguð-
þjónustu í kapellunni. Alltaf
einn, hann vildi aldrei hafa
neinn með sér. Og þetta gerði
hann til dauðadags og hann
varð aldraður maður, ég held
hann hafi orðið áttatíu og
þriggja ára. í þrjátíu og átta ár
syrgði hann börnin sín og í
þrjátíu og átta ár sigldi hann
hér á milli, en hann kom aldrei
heim úr síðustu ferðinni og lík
hans hefir aldrei fundizt.
Querol þagnaði um stund. —
Síðan hefir farið slæmt qrð af
Kananga, það vill enginn vera
þar. Um hríð var þar selveiði-
stöð, en þegar vitinn var fluttur
frá Kananga til Kumul, þá
fylgdu selirnir með og nú er
mikill selur við Kumul. Og
Framhald. á hls. 46.
4. TBL. VIKAN 11