Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 35
Mercedes Benz hefur löngum verið eins konar stöðutákn, bæði hér á landi sem erlendis, en þó hafa margir leigubílstjórar keypt sér Benz, eflaust bæði vegna þess að hér er um mjög vandaðan vogn að ræða og að hann er fáanlegur með tveim misstórum Diesel vél- um (60 og 65 hö). Auk Diesel vélanna framleiða Benz verksmiðj- urnar fjögurra, sex og jafnvel átta cyl. (strokka) benslnvélar I hin fjölmörgu afbrigði af sport og fólksbifreiðum. Mercedes Benz hefur fjögurra gíra alsamhæfðan .gírkassa og fyrir 59.000 kr. aukalega fæst sjálfskipting. Einnig hefur hann tvöfalt bremsukerfi og diska- hemla á öllum hjólum, sem standard útbúnað á öllum afbrigðunum. Eyðslan mun vera 10—12 I @ 100 km, miðað við 6 cyl vél. Verð: MB 200 kr. 685.000,- MB 220 kr. 705.000,- 'MB 230 kr. 750.000,- MB 250 kr. 800.000,- Umboðsm.: Ræsir hf., Skúlagötu 59. Mercedes-benz MERCEDES-BENZ 350 SL AUSTIN Austin, sem framleiddur er af British Leyland Motor Corp. Ltd., er boðinn hér fram í afbrigðunum eða stærðunum Mini, Midi og Maxi, sem kvenþjóðin skilur víst bezt, en önnur heiti á þeim munu vera Mini 850 og Mini 1000, 1100 Mk II og 1300 Mk II (Midi), og loks Maxi 1500 og Maxi 1750. Mini, sem hér nýtur mikilla vinsælda, er fáanlegur með 848cc (48 hö) og 998cc (56 hö) vélum. 1100 Mk II hefur 1098cc vél (50 hö), 1300 Mk II hefur 1275cc vél (61 hö), Maxi 1500 hefur 1485cc vél (75 hö) og loks mun Maxi 1750 hafa 1748cc vél (85 hö). Vélarnar ( þeim öllum eru þversum yfir framhjólum, sem um leið eru drifhjój, en það kemur sér vel hér á landi, ekki sízt í snjótíðinni. Að Mini undanskildum hafa þeir allir diskahemla við framhjól. Hafa bílar þessir jafnan vakið athyglt fyrir góða aksturshæfni, sem mest á rætur sínar að rekja til framhjóladrifsins. Verð: Mini 850 kr. 225.000,- Mini 1000 kr. 235.000,- 1300 Mk II kr. 295.000,- Maxi 1500 kr. 365.000,- Umboðsm.: Garðar Glslason hf., Hverfisgötu 4—6. 4.TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.