Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 18
V BILAR72 EYJOLFUR BRYNJOLFSSON TOK SAMAN Hér á eftir er ætlunin aö kynna nokkr- ar helztu bifreiðarnar, sem í frambpði verða á Islandi fyrir árið 1972 og auð- velda þannig væntanlegum kaupendum samanburð á verði og tæknikostum þeirra fjölmörgu tegunda sem um er að velja. Aðaláherzla er lögð á þær tegund- ir, sem taldar eru líklegastar til sölu, en minna sýnt af þeim gerðum, sem verðs- ins vegna munu varla birtast Islending- um annars staðar en í myndablöðum. Þess ber að gæta að verðið, sem upp er gefið var í gildi 1. desember sl. og gætu einhverjar breytingar hafa orðið þar á síðan, en hlutföll innbyrðis lík- lega nokkuð svipuð. Þá skal þess éinnig getið að þegar hestafla tala vélar er gef- in upp, er miðað við SAE mælikvarða, sem almennt er hér notaður í daglegu tali. Stafirnir cc standa fyrir cubic- centimeters, eða cm3 og eru notaðir sem mælieining á sprengirými. VAUXHALL VIVA VAUXHALL Frá Vauxhall Motors Ldt. í Englandi kemur nú nýtt afbrigði, sem nefnist FIRENZA, en það mun vera 2ja dyra coupé útgáfa af Viva, sem áður var kunn hér á landi. Vélar eru sömu og ( Viva, 1256cc (62 hö) og 1599cc (80 hö) og einnig 1975cc (112 hö), og mun eyðsl- an vera ca. 8—11 I @ 100 km. Af öðrum bilum frá Vauxhall má nefna Victor og Ventora, en þeir hafa sömu yfirbyggingu en eru fáanlegir í mörgum mismunandi dýrum útgáfum og ræðst verðið af því hve aflmikla vél er um að ræða (frá 1599cc — 80 hö upp í 6 cyl. 3294cc — 142 hö) svo og mismunandi miklum (burði og fylgist það gjarnan að. Umboðsm.: S. [. S. véladeild, Ármúla 3. ______________/ 18 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.