Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 5
Módel
Kæri Póstur!
Ég er 17 ára gömul, há og
grönn, og á þá ósk heitasta að
geta orðið módel. Hvert á ég að
snúa mér? Twiggy.
„______
(-—
Hér á höfuðborgarsvæðinu eru
starfandi að minnsta kosti tvenn
samtök sýningarfóiks og til
dæmis getum við bent þér á að
tala við Unni Arngrímsdóttur,
stjórnanda Módelsamtakanna, en
hún er t síma 33222.
Myndasögur
Kæra Vika!
Mamma mín kaupir alltaf VIK
UNA og mér finnst gaman að
lesa hana. Sérstaklega finnst
mér gaman að myndasögunum.
Hver býr þær til?
Skuggi.
Myndasögurnar sem við höfum
birt í fjöldamörg ár, eru ame-
risk framleiðsla, en við fáum
þær í gegnum sænskt dreifing-
arfyrirtæki. Okkur berast þær í
hendur á ensku, en síðan er það
hlutverk eins starfsmanns blaðs-
ins að skera erlenda textann út
úr myndunum og þý8a íslenzk-
an í rammana. Nöfn teiknaranna
fylgja hverri sögu.
Einmana 15 ára
Elsku Póstur minn!
Ég hef oft skrifað þér áður og
yfirleitt fengið góð svör, svo ég
vona að svo verði líka nú. Það
er nefnilega svoleiðis, að vin-
konur mínar eru alltaf að tala
um strákana sem þær eru með
og voru með síðast og svo fram
vegis. Ég hef aldrei verið með
strák og er farin að halda að ég
sé eitthvað afbrigðileg. Ég er
ágætlega þroskuð, bæði andiega
og líkamlega, svolítið feimin til
að byrja með en mér hefur al-
drei fundizt ég öðruvísi en stelp-
ur sem eru eins og gerist og
gengur, nema að ég er kannski
svolítið alvarlegar hugsandi og
segi allt sem mér dettur í hug.
Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt
við einhvern, þá segi ég honum
það; það er að segja, ég gerði
það, en núna er ég farin að sjá
að það dugar ekki ef mér á að
haldast í vinina. Ég er ekkert
forljót en er ekki alveg viss um
hvað skemmtileg ég er. — Jæja,
segðu mér nú hvað þér finnst
um mig og hvort þú haldir að
ég sé eitthvað hinsegin. Ég er
að verða 15 ára og get alls ekki
hugsað mér að vera með hverj-
um sem er. Ef þú sérð eitthvað
merkilegt út úr krassinu, segðu
mér þá hvað það er. Frikka.
Ef eitthvað merkilegt er að sjá
út úr „krassinu", þá er það helzt
að þú ert óvenju stílfær af 14
ára stúlku og því datt okkur so-
sum í hug að þú værir einhver
önnur en þú segist vera. Jæja,
hvað með það, þú þarft áreiðan-
lega engar áhyggjur að hafa af
því þótt þú hafir aldrei verið
með strák cg ekki sjáum við
ástæðu til að ætla að þú sért
„eitthvað hinsegin".
Þú segist segja allt við alla og á
vissan hátt er það gott, en það
er einnig gott að muna að oft
má satt kyrrt liggja og að ekki
er sama hvernig maður segir
hlutina. Ekki er ólíklegt að það
sé einmitt þetta sem er að; Þú
fælir frá þér „sénsinn" áður en
hann er almennilega búinn að
taka ákvörðun um að „reyna við
þig".
íþróttakennara-
skólinn
Kæri Póstur!
Ég ætla að byrja á því að þakka
þér fyrir allt gamalt og gott. Ég
þarf að biðja þig að leysa dá-
lítið vandamál fyrir mig. Hvaða
menntun þarf til að komast á
[þróttakennaraskólann? Sumir
segja að maður þurfi kennara-
skólapróf og aðrir halda fram
að gagnfræðapróf nægi. Hvað
segir þú um það?
Með fyrirfram þakklæti. X.
Kennaraskólapróf er lágmark og
er samkeppnin hörð. Árlega
þarf að útiloka 80—90% um-
sækjenda.
M1Ð5PRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látiö prenta
alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til-
kynningar, kvittanir o.fl. á rúlIupappír. Höf-
um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILHIR hf
Skipholti 33 - Sími 35320
-------------------------;
4. TBL. VIKAN 5