Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 24
V
\
VOLVO 140
VOLVO
VOLVO 1800 E/1800 ES
Volvo verksmiðjurnar sænsku, sem stofnaðar voru 1927, hafa ætíð
lagt mikið upp úr öryggingu. Sem dæmi má nefna að þriggja
punkta öryggisbelti voru í öllum Volvo bílum frá 1959, eða u. þ. b.
áratug á undan öðrum bílum almennt. Það var einnig Volvo sem
fyrstur varð til þess að taka upp tvöfalt Girling bremsukerfi, sem
bæði eru þríhyrnd, eins og sjónvarpsáhorfendur kannast við. Volvo
bílarnir eru allir svo til eins, hvað yfirbyggingu snertir, en afbrigðin
ákvarðast af vélastærðum og íburði. Volvo 142 og 144 hafa 4 cyl.
vél, 1985cc (90 hö), en 164 hefur 6 cyl. vél, 2978cc (145 hö). —
Eyðsla mun vera nálægt 10—13 I 5) 100 km hjá 142 og 144, en
12—15 I hjá 164. Volvo 1800E, eða „Dýrlingurinn'', er nú fáan-
legur I station útgáfu, sem nefnist 1800ES.
Verð: 142 Evrópa kr. 398.300,-
142 Grand Lux kr. 485.900,-
144 Evrópa kr. 415.900,-
144 DeLuxe kr. 441.800,-
164 kr. 560.900,-
1800E kr. 717.000,-
1800ES kr. 735.000,-
Umboðsm.: Veltir hf., Suðurlandsbraut 16.
VOLVO 164
24 VIKAN 4. TBL.