Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 16
AUSTFJARÐA- ÞOKAN Gamansöm frásögn eftir KRISTJÁN IMSLAND Þegar ég kom af vaktinni inn í hásetaklefann, henti ég rennblautri húfunni, þoku- suddakaldri, á ofninn til að þurrka hana, sletti mér niður við borðið og greip kaffikönn- una. „Er sama þokan enn?“ spurði Jói. „Ætli ekki,“ svaraði ég, „eða heyrir þú ekki helvítis gaulið í flautunni?“ .,Ojú, en ég átti nú við hvort hún væri jafn svört enn?“ „Kolsvört." „Já, svört maður,“ gall við í Tóta, „hún er alltaf jafn hel- víti svört Austfjarðaþokan." „Er það?“ „Ojá, ætli það sé ekki svo,“ svaraði Tóti. „Ég held að hún hafi stundum verið svört, hérna árin sem ég sigldi með honum Kristjáni gamla á „Bárunni". En það gerði nú ekki mikið til, því karlinn þekkti bæði koll- una og ströndina betur en svellþæfðu ullarbrókina sína,“ hélt Tóti áfram. Ég leit á Tóta og sá fljótt að frásagnarandinn var yfir hon- um, en mér þótti samt rétt að ýta lítið eitt við honum. „Ha, hvernig þá?“ Það lyftist brúnin á Tóta og hann hóf þegar frásögnina. „Ég skal bara segja ykkur eitt dæmi. Við vorum í fisk- flutningum frá Skálum á Langanesi til Seyðisfjarðar það sumar. Einn laugardagseftir- miðdag sigldum við frá Skál- u'm í svo svartri þoku, að ekki var nokkur leið að sjá hvað væri aftur eða fram á kollunni. Ég stóð við stýrið og sagði karlinn mér að stýra SSE. Á vaktaskiptum tók karlinn sjálf- TEIKNING SIGURÞÓR JAKOBSSON ur við stýri, en ég fór í koju og kom ekki á dekk aftur fyrr en á sunnudagsmorgun, að ég tók við vaktinni af Geira. Enn var svarta þoka, svo ég spurði hann um leið og ég tók við stýrinu, hvort ekki hefði sézt land um nóttina. „Ekki held ég nú það, karl- inn hefur alltaf verið að blása í þokuhornið og einu sinni blés hann svo í það að það kom gat í þokuna, eins og eftir riffil- kúlu og sást þar glitta í eitt- hvað svart, hefur sennilega verið land, því karlinn sneri sér þá þannig, en það var ekki svo að hægt væri að gera stað- arákvörðun, gatið skrapp strax saman og karlinn hætti að blása,“ og Geiri spýtti brúnni tóbaksklessu út í þokuna. En helvíti var gaman að sjá hvernig klessan sat föst i þok- unni, meðan við sigldum fram hjá henni. Ég hafði ekki staðið lengur en góðan klukkutíma við stýr- ið, þegar karlinn kom sjálfur upp og tók við stjórn. „Farðu framá, Tóti, og gerðu klára kastlínuna," segir hann. Ég glápti bara á karlinn. Mér hefði nú fundizt nær að gera klárt akkerið, láta það fara og bíða svo þess að eitthvað létti upp. En sem sagt, karlinn skip- aði fyrir og mitt var að hlýða. Ég stóð því klár með kastlín- una þegar karlinn fór að hægja ferðina á kollunni. Rétt á eft- ir lét hann vélina taka afturá og kallaði til min: „Hífa kast- línu í land.“ Hífa í land, sagði ég svona við sjálfan mig. Hífa einhvern f jandann út í þokuna? Nú hlaut karlinn að vera búinn að missa álla vitglóru. Ég bjó mig samt til að kasta linunni stjórnborðs- megin út. „Bakborðshlið að bryggju," öskraði karlinn. „Bakborðshlið að bryggju," öskraði ég, snerist á hæl, þeytti línunni út í þokuna og batt end- ann í fangalínuna okkar. En viti menn, lagsmaður, það er sko, fanden gale mig, hífað í linuna og eftir augnablik glymur bolaraust Jónasar bryggjuvarðar: „Það er fast.“ Og þegar Geiri kom upp úr lúkarnum lágum við bundnir við bæjarbryggjuna á Seyðis- firði. „Fjandi hefur karlinn verið kræfur,“ sagði ég. „Ójá, hann var það, en hann sigldi nú heldur ekki eingöngu eftir kompás og loggi, hann hlustaði eftir bergmálinu af mótorskellum frá fjöllum og öllum fjandanum, þegar þoka var. „Ég trúi því nú ekki vel.“ „Trúir þú ekki,“ segir Tóti og það hálf þykknar í honum. „Ég skal þá segja ykkur aðra sögu af karlinum, svo þið get- ið sannfærzt um að þetta er satt. Einu sinni fórum við frá Seyðisfirði á leið norður, í engu minni þoku en ég sagði ykkur frá áðan. En svo hagar til á þessari leið, að fyrir norð- an Njarðvík, út af Ósfjöllum, liggur sker eitt er Ósfles nefn- ist. Þar heldur sig alltaf mik- ið af sel og karlinn þurfti oft að fá sér sel í soðið. Jæja, við sigldum og sigldum og alltaf var sama sótsvarta þokan. Ég var niðri að fá mér kaffisopa, þegar ég heyrði eitthvert ísk- ur í karlinum og að hann hæg- ir á vélinni. Ég svolgraði í mig kaffið, hljóp upp og aftur á til karlsins. „Farður niður í vélarhús, náðu í byssuna og selaskotin,“ segir hann. Ég hljóp niður, en var þó að brjóta heilann um, hvern fjandann hann hefði getað séð í þessari þoku. „Stoppaðu vélina,“ hvíslaði karlinn niður í gatið. Ég stoppaði vélina og lædd- ist upp með byssuna. „Hleðslu í bæði hlaupin,“ segir karlinn og rennir koll- unni ósköp hægt í hálfhring. „Komdu hingað með byss- una, svona, stattu nú þarna, líttu á kompásinn og miðaðu í NV.“ Ég hlýddi alveg undrandi og hræddur, því ég var handviss 16 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.