Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 48
NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar eiements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 var rytjulegt gras og mosi. Ekk- ert merki um nokkurt líf. Ég hélt því áfram, þangað til ég kom að hinni hlið tindsins og þá virtist mér annar tindurinn hærri en hinn, en það var reyndav ekki gott að greina þetta í þokunni. — Jacky! öskraði ég. Ég var orðinn reiður, ekki í hennar garð heldur við Querol, sem hafði látið hana fara þetta eina. Þá heyrðist mér skyndilega Grissom mjálma. Ég hlustaði ákaft. Var þetta fuglagarg? Nei, þetta var kötturinn, sem mjálm- aði í þokunni. En hljóðið kom frá hægri, að austan. Jacky sagði að hún hefði séð reykinn vestanvert á eynni. Ef köttur- inn var með henni, hlaut það að benda til að hún hefði ekki farið þá leið sem ég hélt, held- ur væri einhversstaðar til hægri við mig. Kannski hafði eitthvað komið fyrir hana? Ég flýtti mér í þá átt, sem ég hafði heyrt hljóðið. Og skyndilega kom Grissom fram úr þokunni. Hann var fljótur að skipta skapi, eins og allir kettir og hann nuddaði sér upp við fætur mína og mal- aði. — Guð minn góður, tautaði ég, hvar er hún. Hvar er mat- móðir þin, öskraði ég til katt- arins, reiður og hjálparvana. Og það var eins og greyið skildi mig, því að hann lagði strax af stað, með skottið upp í loftið, þefandi eins og sporhundur. Var eitthvert vit í að fylgja honum eftir? Ef hann hefði verið hund- ur — en gat köttur vísað veg- inn, eins og hundur? Ég fylgdi honum eftir. Það var eitthvað svo ákveðið yfir atferli kattarins. Við komum að austurströndinni, það vissi ég aðeins vegna brimhljóðsins við klettaströndina. Austurtindur- inn var nú beint fyrir framan mig. Og Grissom settist niður og fór í rólegheitum að sleikja sig. Mikill bjáni gat ég verið að treysta á köttinn! — Jacky! öskraði ég í reiði minni. Mér fannst það kraftaverk, þegar ég heyrði til hennar. — Ross, ert þú þarna? Hún hlaut að vera mjög ná- lægt, þótt ég sæi hana ekki 21. marz ■ 20. APRÉL Vertu gætinn, segðu ekki allt sem þig langar til. Þú leggur niður tómstundavinnu þína í bili og tekur upp nýtt sport. Hagaðu því svo til að þú getir hvílt þig sem mest á kvöldin. Haltu fast við fyrri skoðanir þínar, en var- astu allan ofsa. Verur af gagnstæða kyninu munu leggja fyrir þig gildrur. Einhver vanda- mál munu gera vart við sig heimafyrir, en þau leysast bráðlega. Úrslit leiks sem þú tald- ir tapaðan, snúast þér í vil. Viðhafðu gát hvað fjármuni þína snertir. Óhapp virðist vofa yfir, en ef þú ert vel á verði ættirðu að sleppa. KRABBA- MERKIÐ 22. JUNI — 23. JÚLÍ Yfirmenn þínir eru mjög kröfuharðir og þú verður að leggja þig allan fram. Beittu frem- ur lagni og tillitssemi í viðskiptum þínum við aðra, það gefur bezta raun. Þú skemmtir þér vel um helgina. LJONS- MERKIÐ 24. JULI — 24. ÁGÚST Vertu ekki of gagnrýn- inn. Vinir þínir eru sér- staklega viðkvæmir fyr- ir slíku núna og taka það illa upp. Þú færð verðugt hrós frá sam- starfsmönnum þínum. Þú verður fyrir dálitl- um töfum. MEYJAR- MERKIÐ 24. ÁGÚST — 23. SEPT. i Leggðu áherzlu á vinnu þína, reyndu að koma sem mestu frá þér af óleystum verkefnum. Vikan er betur fallin til líkamlegra átaka en andlegra. Þú færð lang- þráða heimsókn gam- alla kunningja. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. - 23. OKT. Vikan er bezt til að vinna að verkefnum sem búa þér og þínum heill. Að líkindum ger- irðu mjög hagstæða samninga. Eldri maður í fjölskyldunni reynist þér ráðhollur. Þú ferð í stutta ferð. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. 22. NÓV. Þér líður mjög vel, sér- staklega finnst þér þú einhvers virði er leitað verður ráða hjá þér. Ef þú vilt beita þér, þá uppskerðu ríkulega. Segðu ekkert sem þú vilt ekki að breiðist út. BOGMANNS MERKIÐ 23. NOV. 21. DES. Vikan er heppileg til að fara fram á breytingar við yfirmenn þína. Reyndu að komast hjá samningsgerðum og hvers konar verzlun um sinn. Það fer margt öðruvísi en ætlað er, en flest þó á betri veg. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Þú færð fréttir sem vekja með þér nýjar vonir og gera þig bjart- sýnni á framvindu hugðarefna þinna. Allar aðstæður virðast hag- stæðar og þú ættir að nota þér það eftir megni. VATNSBERA MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. Vikan verður mjög þægileg, þú hefur ekki eins mikið að gera og undanfarið og getur því slakað á. Segðu kunn- ingjum þínum frá fyrir- ætlunum þínum, þeir munu hafa ýmislegt til málanna að leggja. FISKA- MEIIKII) 20. FEB. — 20. MARZ Skipuleggðu starf þitt þarmig að þú þurfir ekki að endurtaka hvað eftir annað sömu atrið- in. Þú ert venju fremur vinsæll af fjölskyldu þinni, sérstaklega yngri meðlimum hennar. 48 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.