Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 23
CHEVROLET CHEVELLE
CHEVROLET VEGA
CH EVROLET
f
Chevrolet frá USA, sem nær oftast hefur verið söluhæsta fyrirtæk-
ið í Bandaríkjunum og þar með öllum heiminum, setti á markaðinn
síðla sumars 1970 Vega, sem er minnsti bíllinn, sem í framboði er
frá General Motors USA. Að útliti til ber hann keim af Camaro, sem
er næstur honum að stærð, en Vega hefur 4ra cyl. vél úr léttmálmi
2287cc (80 hö og 90 hö). Hann er fáanlegur sem 2ja dyra, 2ja
dyra coupé og station. Hann er útbúinn með tvöföldu bremsukerfi
og diskum við framhjól og eru bremsur sjálfherðandi. Hámarks-
hraði á Vega er nálægt 150—160 km/klst, og eyðslan ca. 8—12 I
® 1 00 km.
Camaro er sport-fólksbíll 2ja dyra coupé eingöngu, með 6 cyl. vél
1 1 0 hö og fáanlegar 8 cyl. vélar frá 130 hö til 240 hö.
Nova og Malibu eru fáanlegir sem 2ja dyra og 4ra dyra og munu
líklega helzt birtast hér sem leigubilar.
Nú mun vera lenzka í USA að gera ekki gjörbreytingu á útliti bíl-
anna á hverju ári eins og áður var algengt og eru því breytingar á
Chevrolet fáar og smáar líkt og hjá öðrum bandarískum bílafram-
leiðendum.
Verð: Vega ca. kr. 450.000,—
Nova ca. kr. 553.000,—
Camaro ca. kr. 575.000,-
Malibu ca. kr. 570.000,-
Umboðsm.: S. í. S. véladeild, Ármúla 3.
4. TBL. VIKAN 23