Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 13
Dylan reiður á ný Ný tveggja laga plata með Bob Dylan er að koma á markaðinn. Reyndar er illa hægt að tala um tveggja laga plötu, því að sama lagið er báðum megin, aðeins í mismunandi útsetningum. Ekki hefur nafn lagsins verið gefið upp, en það fjallar um dauða eins 'Soledad bræðranna" banda- rísku, Georges Jackson, en hann var myrt- ur af fangavörðum i Kaliforníu fyrir nokkrum mánuðum eins og menn rekur eflaust minni til. Öðru megin syngur Dylan með sinni „gömlu“ rödd sem við þekkjum frá „The Times They Are A-Changin’“, og þar eru með honum aukahljóðfæraleikarar og tveir söngvarar, en músíkantarnir eru engir slakari en Leon Russell (píanó og bassi), Ben Keith (stálgítar og dobro), Kenney Buttrey (trommur) og Joshíe Armstead og Rosie Hicks með raddir. Hinum megin syngur Dylan einn . með kassagítar og munnhörpu. Er lagið sagt eitt það bezta sem komið hefur frá Dylan í mörg ár og er þá mikið sagt. Framháld á bls. 4.) HRÆRINGAR ÁRSINS Popphæringar ársins 1972 áttu sér stað i byrjun þessa mánaðar. Sögusagnir gengu um bæinn strax eftir að ákvarðanir höfðu verið teknar, en þegar blaðið fór í prentun var ekki hægt að fá allt staðfest. Það sem skeði var, að eftir tiðindasaman fund hjá /F.vin- týri ákváðu þeir félagar að hætta og þeir Björgvin og Arnar gengu út úr samstarfinu. Eftir urðu Birgir, Sigurjón og Sigurður og fengu þeir Pétur Kristjánsson þegar í lið með sér. En fljótt skipast veður í lofti. Skyndilega hætti Sigurjón Sighvatsson við að halda áfram samstarfinu við þá Birgi og Sigurð. .Ftlar hann að hvíla sig i bili, en tíunnar Hannesson úr Tilveru kemur að líkindum í hans stað. Ekki er vitað hvað þeir Björgvin og Arn- ar gera í framtíðinni, en þó er ekki að vita nema þeir reyni eitthvað að starfa saman, þar sem þeir hafa verið mjög samrýmdir að undanförnu og hafa mjög svipaðan tón- listarsmekk. Þá hefur Tónaútgáfan gert þeim tilboð um LP-plötu, sem myndi takast upp í næsta mánuði. Náttúra hafði um nokkurt skeið haft i huga að fá Jóhann G. Jóhannsson í hljóm- sveitina, og á fundi sem þeir héldu til að ræða framtíðarhorfur, sagði Pétur upp, haf- andi fengið tilboðið frá afgangnum af -Fvin- týri. Þá mun Jóhann hafa farið að hugsa málið eitthvað betur, þar sem hann vill ekki ráða sig í hljómsveit sem söngvara, en síðar sló hann til og er nú í hljómsveitinni sem gitarleikari og söngvari. Fróðlegt verður að fylgjast með frram- vindu þessara mála, og vafalaust verðum við búin að heyra tónlistarlega útkomu þessara hræringa nú, þegar blaðið kemur út. Þá eru TATARAR komnir af stað á ný, og koma sennilega fram i næsta mánuði. Það eru þeir Jón Ólafsson og Gestur Guðnason sem eru áfram, með Ólafi Sigurðssyni, fyrr- um trommara Tilveru, og Eiði nokkrum Eiðs- syni, sem í eina tið söng með POPS. Þá var greint frá því í blaðinu sem út kom 6. janúar sl„ að Tilvera væri hætt, en það leiðréttist hér með. Að vísu hætti hljóm- sveitin eins og sagði í greininni í áðurnefndu blaði, en nákvæmlega þremur vikum síðar byrjuðu þeir aftur. En samkvæmt nýjustu fréttum er allt á huldu með framtíð Tilvei u. Framhald á bls, 44. Árni Johnsen „Milli lands og Eyja“ Fálkinn, LP—stereo Þessi plata er fyrst og fremst sigur fyrir Gunnar Þórðarson, stjórnanda upptöku, útsetjara og hljóðfæraleikar par excell- ence virtuoso. Þetta er frum- raun hans í að skrifa út músík fyrir aukahljóðfæri (ss. strengi, blásverk og þh.) og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til, þótt dálítið þjálf- unarskortur komi í ljós hér og þar. Flautuleikur Gunnars er méð afbrigðum; satt að segja er leikni hans á hljóðfærið orðin ótrúleg og nægir í því sambandi að benda á lag hans, „Bergþeyr við ströndina“. Árni Johnsen er fyrst og síð- ast litríkur og áberandi per- sónu leiki, mikill músíkant er hann ékki. Lögin sem hann hefur samið á plötuna, alls 8, eru ekki afgerandi á neinn sér- stakan hátt, en þó er gaman að einu og einu. í flest vantar þó þann melódíska neista sem ger- ii' út um hvort lag er gott eða slæmt og það vantar einnig — og þetta skiptir sjálfsagt meira máli — melódiu í rödd Árna. Fyrir bragðið verður hann dá- lítið sundurslitinn frá hljóð- færaleiknum og er ekki laust við að maður fái á tilfinning- una að á milli hans og hljóð- færaleikaranna sé töluverð gjá sem ekki hefur tekizt að brúa við upptöku. Hljóðfæraleikur Gunnars Þórðarsonar (gítar. flauta, mandólín), Björgvins Halldórs- sonar (munnharpa), Vignir Bergmann (gítar), Ara Jóns- sonar (trommur) og Sigurjóns Sighvatssonar (bassi) er góður út af fyrir sig, en þó er ekki laust við að munnharpan sé dálítið ofnotuð og henni á stöku stað beitt þar sem hún á ekki við nema að takmörkuðu leyti. En það er líka möguleiki að söngur Árna geri þann gæfu- mun. Þó er Árni ekki allur svo dauður sem áður er haldið fram. í þeim tveim lögum sem hann syngur með Svölu Niel- sen (Krummavísur og Þrjár stökur) er hann miklu betri og bendir það til þess, að hann vanti einhverskonar dýpkun, einmitt þá dýpkun sem þjálfuð rödd Svölu Nielsen veitir hon- um. Framhald á bls. 45. 4. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.