Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 29

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 29
V HUNTER GL HUNTER Sunbeam Sunbeam 1250 Standard er eini bíllinn, sem auglýstur hefur verið með lægra verði en á síðasta ári, en það mun koma til vegna magn- afsláttar, sem verksmiðjurnar gefa. Hann er framleiddur af enska fyrirtækinu Sunbeam Talbot Ltd., en aðaleigendur í því er Chrysler USA. Á síðustu árum hefur ef til vill verið mest áberandi mikill nafna- grautur á bílum frá Sunbeam Talbot Ltd, svo sem Vogue, Minx, Hunter, Singer, Sunbeam og Hillman, sem öll hafa birzt á bílum, sem í fljótu bragði sýnast allir eins. — Vélin í 1250 Standard er 1248cc (53 hö), sem eyðir 6—10 I @ 100 km. Gírkassi er fjögurra gíra alsamhæfður, skiptir í gólfi. Diskahemlar eru við framhjól. Hunter er með „gamla" laginu, sem fyrst varð til á árgerð 1967, en í honum eru fáanlegar þrjár vélar, ein 1496cc (64 hö) og tvær 1725cc (73 hö og 80 hö), en hann hefur einnig diskahemla við framhjól. Verð: Sunbeam 1250 Std. kr. 265.400,- Sunbeam 1500 Std. kr. 289.000,- Sunbeam 1 500 Super kr. 319.000,- Hunter Super kr. 330.000,- Hunter GL kr. 345.500,- Sunbeam Rapier kr. 445.000,— Umboðsm.: Egill Vilhjálmsson hf., Laugavegi 118. SUNBEAM 4. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.