Vikan


Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 27.01.1972, Blaðsíða 26
y Amerískur Ford hefur löngum verið í hugum margra hávaðasamt tryllitæki á rúntinum, með stælspegla, stengur o. s. frv. En nú er hinn uDprunalegi Ford orðinn meiri „mubla" heldur en Lincoln og Cadillac voru fyrir fáum árum. En tryllitækin eru sannarlega enn til hjá Ford, helzt undir nöfnunum Mustang og Torino. En mengunar- löggjöf og há tryggingariðgjöld hafa valdið því, að hestaflakapp- hlaupið er nú hætt að mestu, og hafa stærstu vélarnar frá síðasta ári jafnvel verið lagðar niður í sumum tilfellum. Á síðasta ári var t. d. stærsta vél í Mustang 429 ci (7033cc — 375 hö), en í ár er stærsta fáanlega vélin 351 ci (5769cc — 285 hö). Minnsti ameríski Ford billinn er nú Pinto, en mun annar vera í deiglunni, þar eð salan á Pinto sýnir að markaðurinn vill litlu bílana frekar en þá stóru. Pinto er útbúinn með sömu vélum og Cortina, þ. e. 4 cyl. 1599cc (76 hö) og 1998cc (96 hö) og tvöföldu bremsukerfi. En þvi miður mun víst reynast erfitt að fá Pinto hingað, enda verðið óhag- stætt (yfir 450 þús.). Það var Mustang sem markaði upphaf smá-sport-fólksbilanna (Pony- cars) USA, en hann stækkaði síðan svo gott sem á hverju ári og jafnframt minnkaði salan (1966: seld 540 þús. eintök, 1971: seld 165 þús. eintök). Eflaust mun það hafa haft sitt að segja, að hinir framleiðendurnir komust fljótt á bragðið og settu á markaðinn mót- leik gegn honum. Eitthvað mun slæðast hingað af Mustang, en hann er nú mjög litið breyttur frá síðasta ári, nema hvað stærstu vélarnar hafa verið afnumdar eins og áður sagði. I stað A/vaverick, sem dálítið hefur verið fluttur hingað, mcin Comet frá Mercury verða tekinn af 1972 árgangi, einkum til leigubifreiða- stjóra. Einnig mun Torino einkum verða fluttur inn til leiguaksturs. Verð: Pinto frá ca. kr. 450.000,- Comet frá ca. kr. 485.000,- Mustang frá ca. kr. 550.000,- Torino frá ca. kr. 600.000,- Umboðsm.: Kr. Kristjánsson, Suðurlandsbraut 2 Sveinn Egilsson, Skeifunni 17. Þýzku og ensku Ford verksmiðjurnar eru nú að taka upp í æ ríkari mæli samstarf sin á milli, eflaust i og með vegna sparnaðarsjónar- miða, og nú er t. d. á markaðinum þýzkur Escort og Capri og einn- ig Taunus, sem qreinilega er náfrændi Cortina. Má ef til vill vænta þess að í framtiðinni verði enginn munur á enskum og þýzkum Ford bílum. Enn eru bó þýzkir Ford 17M, 20M og 26M, sem munu líklega lítið verða á islenzkum markaði. Taunus er til í sömu útgáf- um og Cortina, þ. e. L, XL, GXL og GT með svipuðum vélum að stærð. Taunus er einnig með tvöfalt bremsukerfi, diska við fram- hjól. Taunus hefur verið nokkuð dýrari en Cortina vegna afsláttar, sem ensku verksmiðjurnar gefa á Cortina. Verð: 17M ca. kr. 415.000,- 2CM ca. kr. 480.000,- Taunus L ca. kr. 353.000,- Taunus XL ca. kr. 398.000,- Taunus GXL ca. kr. 465.000,- Taunus GT ca. kr. 410.000,- Umboðsm.: Kr. Kristjánsson, Suðurlandsbraut 2 Sveinn Egilsson, Skeifunni 13. FORD MERCURY COMET GT (2 DYRA) 26 VIKAN 4. TBL. 4. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.