Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 5
það sem eigi á að kenna, fyrir
svívirðilegs gróða sakir. Og sjö-
unda vers fjórða kapítula í
fyrra bréfi sama postula til
Tímóteusar hljóðar svo: En
hafna þú vanheilögum kerlinga-
ævintýrum, og æf sjálfan þig
til guðhræðslu . . .
Við viljum benda bréfritara á,
að því fer fjarri að „biblíuleg
kristni" hafi verið afskipt í blað-
inu; má f þvi sambandi geta
þess að i síðasta jólablaði birt-
ist langt og ýtarlegt viðtal við
biskup þjóðkirkjunnar. Og vænt-
anlega stendur hin „biblíulega
kenning" ekki svo höllum fæti í
nútímanum að hún þoli ekki að
áhangendur annarra kenninga
um eilífðarmálin komi skoðun-
um sínum á framfæri.
Er Presley giftur?
Á Björgvin krakka?
Blessaður, Póstur minn!
Kærar þakkir fyrir sögurnar í
VIKUNNI. Mig langar til að
spyrja þig um hann Elvis Pres-
ley. Er hann giftur? Ef það er,
hvað heitir konan hans þá? Á
hann mörg börn? Hvað heitir
nýjasta LP-platan hans?
Ég heyrði fyrir stuttu að Ævin-
týri væru að hætta. Er það virki-
lega satt? Á Björgvin Halldórs
son krakka? Hvar á hann Pétur
í Tilveru heima? Er hann trú-
lofaður? í
Ég vona að þetta bréf verði birt.
Ein sem elskar Presley.
P.S. Er hægt að lesa eitthvað úr
skriftinni? Hvernig eiga hrúts-
merkið og meyjarmerkið saman?
Sama.
Jú, Elvis Presley er hamingju-
samlega kvæntur, hefur verið
það i nokkur ár og heitir sú
hamingjusama Pricilla. Eiga þau
eitt barn, og sömu sögu er að
segja af Björgvin Halldórssyni;
það er dagsatt að Ævintýri séu
hættir. Pétur Pétursson, sem er
löngu hættur í Tilveru er giftur
og býr í Ljósheimum 6 í Rvik.
Heimilisfangið hjá Elvis þekkj-
um við ekki, en nýjasta platan
hans heitir „ELVIS: That's The
Way It Is", og er úr samnefndri
kvikmynd sem hefur fengið sér-
deilis góSa dóma.
Úr skriftinni má helzt lesa æsku
þína og þrátt fyrir að stíll og
stafsetning séu i heldur slakara
lagi, bendir ýmislegt til þess að
þú sért fróðleiksfús lítil stúlka.
Hrúturinn og jómfrúin eiga
heldur erfitt með að botna hvort
í öðru, en geta þó stundum orð-
ið hvort öðru að liði, helzt þeg-
ar mikið liggur við.
Húsmæður!
FegriS heimilió og gleSjið vini yðar með
biómum og blómaskreytingum.
KOMIÐ OG VELJIÐ - VIÐ SENDUM.
NÆG BÍLASTÆÐI.
v/Miklatorg, sími 22822.
v/Hafnarfjarðarveg, sími 42260.
EINSTAKLEGA SKEMMTILEG
STEREO SAMSTÆÐA
Magnari 2x18w sinus (2x33 músíkwött)
FM útvarp, plötuspilari og 2 hátalarar TK18S
Verðið á þessu skemmtilega setti
er frá
Magnarinn
er hvorki
meira né
minna en
2x18 sinus
wött
DIN 45.500
M 2 styrk- 1 2b :Ddi 13 04) ll
: i-L leika- | J L ‘1 I
5 FM-stöðvar
mælar.
25 20di> 13 ÐU
Sérstilli til aukningar
á bassa um 12dB:s
Vandaður
plötu-
spilari
með
vökva-
tyftum
arm
Pickering Pick-up
Stillingar bæði fyrir
sporöskjulaga og
hringslípaða nál
Plastlok, sem'
hægt er að
hafa opið
í öllum
stillingum
Einar Farestveit & Co. h.f. Bergstaðastræti 10. Sími 16995
13. TBL. VIKAN 5