Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 12
Fimm konur segja
hispurslaust
frá kynlífsdraumum
sínum. Sálfræöingur
gerir athuga-
semdir og Ijóstrar
upp leyndarmáli
draumanna.
„ÞAÐ ERU MARGIR MENN,
SEM ÆXLA AÐ TAKA MIG
MEÐ VALDI“.
Þrjátíu og tveggja ára skrif-
stofustúlka.
„Mig dreymir sama draum-
inn œ ofan í œ. Umhverfið er
breytilegt: Ýmist er það engi
eða svefnherbergi, en atburð-
irnir eru alltaf þeir sömu. Það
eru margir karlmenn, sem elta
mig og ætla állir að taka mig
með valdi. Mér þykir þetta gam-
an og nýt þess, en veit líka að
það er rangt. Þuð getur verið
að ég liggi á mjúkri grasflöt og
maður kemur til mín og leggst
hjá mér. Ég veit hvað hann vill,
en ég vakna alltaf áður en
nokkuð skeður, en lít alltaf i
kringum mig, til að vita hvort
nokkuð sjái til okkar."
Athugasemdir:
Konan er þrjátíu og tveggja
ára, fráskilin og á eitt barn.
Hún segist hafa mikla kynlífis-
þörf. Hún segir að það sé eigin-
lega það eina sem hún eigi sam-
eiginlegt með elskhugum sín-
um. Kynlífsdraumar hennar eru
nokkuð ruglingslegir. í vöku er
kynlíf hennar nokkuð þvingað
og nautn hennar takmörkuð.
Hún segist líka hafa takmark-
að sjálfsöryggi og hún heldur
að karlmenn séu hrifnir af
henni eingöngu vegna þess að
hún „fari vel i rúmi“. Heldur
að hún geti aldrei búið í traustu
sambýli, þar sem allt veltur á
því að gefa og þiggja. Hún veit
að hún hefir aðeins vald yfir
karlmönnum á kynlifisgrund-
velli. Þetta kemur greinilega
fram í draumunum. Hún verður
að taka afstöðu til þess hvort
hún vill halda áfram að vinna
sigra á þeirri braut, eða vinna
áð því að eignast eitthvað ann-
að og haldbetra í staðinn.
,,’é'g svíf og það er
DÁSAMLEGT“.
Tuttugu og þriggja ára hús-
móðir.
Mig dreymir oft að ég sé á
ferð í mikilli hœð, sé að vega
salt á húsþökum, brúarriðum
eða einhverskonar handriðum.
Það er einhvernveginn þannig
að mér er ekkert um þetta, en
vil það samt. Svo stekk ég. Ég
hugsa oft í draumnum að það
sé gott að þetta sé aðeins
draumur. Svo svíf ég og það er
dásamlegt. Þessi draumur end-
vrtekur sig svo oft að ég er
farin að venjast honum. Áður
fannst mér einhver angist vœri
samfara þessu svifi. Nú finnst
mér þetta ágœtt. Ég stekk með
fullkomnu öryggi. Umhverf ið
er venjulega mjög óljóst, en ég
veit alltaf að það er fólk fyrir
neðan mi'g.“
Athugasemdir:
Þessi kona er húsmóðir,
hjúkrunarkona að mennt. Hún
hefir mikinn áhuga á mönnum
og málefnum og það hefir auk-
izt með árunum. Kringum brúð-
kaup sitt fann hún meira til
angisthr í draumnum. Hún hafði
fengið strangt uppeldi, og þar
af leiðandi einhvern kynlífs-
ótta. Að falla í draumi, táknar
einfaldlega að gefa eftir tilfinn-
ingum sínum eða kynlifisþörf.
Það segir Freud. Þessi kona var
nokkuð hikandi og efablandin
viðvíkjandi hjúskap.
Hún hefir haft mikinn áhuga
á starfsemi utan heimilis, hafði
12 VIKAN 13. TBL.