Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 17

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 17
hristi bara hófuðið. — O, það er bara ein hjátrúin af átján hér um slóðir, sagði hann og yppti öxlum. — Bændafólkið hér í Bretagne er einhver sjúklega hjátrúarfyllsti lýður í allri Norð- urálfu, og þjóðsagan um mannætuhópinn er ein vinsælasta kvöldsagan þeirra. Ég hef heyrt nokkra gömlu bændurna vera að ræða hana í drykkjustofunni í kránni. Ég heyrði nú ekki nema orð á stangli, af því að þeir töluðu bretónsku mállýzkuna. En það lítið ég gat skilið, var fullóhugn- anlegt, enda þótt það væri auðvitað ekki annað en bölvuð vitleysa. Ef fólkið hérna trúir þó ekki væri nema tíundapartinum af þjóðsögunum sínum — nú jæja, þá get ég ekki annað sagt en það, að það hlýtur að lifa í stöðugum ótta eftir að dimmt er orðið. — Þetta er heiðarlegt og almennilegt fólk, skipaði einlægni mín mér að segja, — enda þótt sálarlífið hjá því sé frekar frumstætt. — Það er ekki nema hárrétt hjá þér, sagði Alan af innilegri sannfæringu. Þrátt fyrir þetta kristilega yfirboð, eru íbúarnir í Bretagne hundheiðnir niður í tær. Þeir hafa bænaölturin sín við vegina, að vísu, en svo hafa þeir líka fornaldarlegsteina frá Drúídatímunum og hörga — óhöggna steina þar sem frumstæðar athafnir eru stundum framdar á tunglskinsnóttum, þeg- ar sóknarpresturinn hrýtur í rólegheitum í bælinu. Öll hjátrú þeirra og dulrænar athafnir eru hreinn heiðindómur og sum- ar þeirra eiga rót sína að rekja til fyrsta upphafs siðmenningarinnar. Bjargföst trú þeirra á varúlfa, er ekkert annað en önn- ur útgáfa af úlfabrjálæðinu hjá Grikkjum til forna. Annars er það skrítið, hve út- breidd þessi trú er. Hún kemur fyrir í Noregi, Rússlandi, Frakklandi, Bayern — um alla Evrópu, ef út í það er farið — og auk þess má finna tilbrigði af þessari þjóðsögu í Asíu, Indlandi, Afríku og Suð- ur-Ameríku. Þegar maður athugar, hve útbreidd þessi trú er, að mannvera geti tekið á sig mynd villidýrs, gæti maður freistast til að trúa, að eitthvert sann- leikskorn... —• Hvað er þetta? Ég snarstanzaði og benti. , Þarna hlykkjaðist vegurinn í ótal krók- um gegn um þéttan skóg af hávöxnum furtrjám. Hátt uppi yfir höfðum okkar luktust greinarnar saman og skyggðu al- veg á það, sem eftir var af dvínandi dags- birtunni, svo að stígurinn okkar sást ekki nema sem óljós grár borði, umlukinn heilu hafi af svörtum skuggum. f sortaveggnum, sem var vistra meginn við stíginn, á að- eins nokkurra skrefa færi, hafði ég séð Framhald á bls. 35.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.