Vikan - 29.03.1972, Síða 24
<
ÍSLENZK TÍZKA
Árleg tízkusýning Félags
kjólameistara, hin þriöja í rööinni
var haldin í Reykjavík
29. febrúar sl. 13 kjólameistarar
tóku þátt í sýningunni í ár,
og voru þaö fleiri en í
undangengin skipti; í allt voru
sýndar 35 flíkur, hver annarri
glæsilegri. Stúlkur úr
Módelsamtökunum sýndu
undir stjórn frú Unnar
Arngrímsdóttur; skartgripir
voru frá verzluninni Gull & silfur
og um hárgreiðsluna sá Elsa
Haraldsdóttir, Salon VEH.
Myndirnar, sem valdar
voru meira af handahófi en
kostgæfni, tók Ijósmyndari
blaösins, Egill Sigurðsson.
Ekki er hægt að neita því, að
þetta er tilkomumikill klæðn- ,
aður; stór, svört slá yfir svört-
um kjól með stórum doppum.
GYÐA ÁRNADÓTTIR saumaði,
Elísabet Guðmundsdóttir sýndi.
Þórdfs Ingvarsdóttir sýndi þennan
skrautlega klæðnað, sem er mitt á
milli þess að vera siður kjóll og
buxnadress. Hann er gerður af
VILBORGU STEPHENSEN.
■ .
Þessi kjóll, með óvenju óvenjulegar
ermar, var gerður af GRÓU
GUÐNADÓTTUR og sýndur af
Sigrúnu Árnadóttur.
Þessi glæsilegi kjóll, gerður af PETRU
CHRISTIANSEN, var sýndur af Sigrúnu
Árnadóttur.