Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 28

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 28
(■■■■■SPBBHllri CAROLE KING Framhald aj bls. 18. o-o Haft er eftir Carole King að henni leiðist hljómleikaferðir meira en nokkuð annað, en þó er reiknað með að hún hfji eina slíka í næsta mánuði. Hún er nú þrítug, þriggja barna móðir, eins og áður segir, og hefur hvað mestan áhuga á því að sitja heima og gæta bús og barna. í frístundum kennir hún yoga og sögð er sú saga úr yoga-tíma, að stúlka nokk- ur hafi sagt við kennarann: „Þú hefur svo fallega rödd að þú ættir að syngja.“ Kennarinn brosti: „Þakka þér.fyrir. Þú kaupir þá kann- ski plötuna mína, Tapestry, sem kemur út í næstu viku.“ Ekki er vitað hvort þessi stúlka keypti plötuna, en vist er að milljónir annarra stúlkna og pilta gerðu það og jafnvel áður en „Carole King Music“ kom út, var búið að afhenda Carole gullplötu fyrir pantan- ir, sem þegar höfðu náð einni milljón dollara. „Music“ hefur ekki fengið jafn góða dóma og „Tapestry“, enda seldist síðarnefnda plat- an enn i 150.000 eintökum á viku þegar sú fyrrnefnda kom út, þannig að fólk er sennilega ekki enn búið að jafna sig al- mennilega á því að út eru komnar tvær plötur með þess- ari stórsnjöllu konu. Það sem menn hafa helzt fundið að „Music“ er að lögin séu ekki jafn grípandi og að tóngæði séu hrárri en búast hefði mátt við; einnig að eitthvað, senni- iega þetta margfræga „raf- magnaða eitthvað“, vanti. Sjáif- ur hef ég ekki hlustað nægi- lega rnikið á „Music“ til að geta gert út um málið í eitt skipti fyrir öll (!), en ekkert þarf að ræða um, að hver sá sem getur slegið „Tapestry" við, ja . . . við krjúpum i lotn- ingu fyrir viðkomandi. ☆ Reyndu aS safna í sjóðinn þinn samt þótt lítið miSi, seinna, væni vinur minn verSur hann þér aS liSi. 'BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Láttu þér ekki bregða, þetta er ósköp auðvelt!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.