Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 32

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 32
Líf þeirra varð óbærilegt - ýmist var Daniele í fangelsi eða Gérard á geðveikrahæli... Gufa, lykt af þvottaefnum og klór. Daniéle lokaði augunum. Rétt hjá henni voru hinar kon- urnar í gufunni frá steypiböð- unum. Þær voru naktar. Svipur þeirra var hörkulegur og vaxt- arlagið fremur óhrjálegt. augun. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem hún situr inni. Hvað skyldi hún hafa gert af sér. Jæja, þær myndu fljótlega fá að vita það ... Á morgun í garð- inum... Garðurinn var eins og djúpur brunnur. Það var kalt. Fang- arnir gengu í hringi og það small í þungum skónum. Þær gengu álútar með krosslagða arma, til að geta stungið hönd- unum í hlýja handarkrikana. Daniéle gekk nokk-ur skref, en eruð fráskilin og hafið börnin á yðar ábyrgð og að hægt er að svipta yður rétti til barn- anna, ef þér verðið dæmd og ekki verðug þess að kallast móðir... Gérard vissi ekkert um það sem hafði komið fyrir Daniéle. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að Marc sagði hon- um að Daniéle sæti í fangelsi. Kaldur angistarsviti spratt út úr honum, þegar hann hugsaði um hana og sá hve vonlaust viljið gera? spurði þessi nýji dómari og það leit ekki út fyrir að hann hefði neina meðaumk- un með bóksalanum. — Að ég láti setja hann fastan? Herra Leguen saup hveljur og baðaði út handleggjunum. — Ég veit ekki hvernig á að snúa sér í því. Ég vil að hann nái sér aftur, það er það eina sem ég vil. Það hljóta að finnast hæli, hvað sem þau nú heita ... u pptökuheimili ? Nokkrum tímu síðar sat Gér- ard fyrir framan dómarann. Ast hennar var afbrot Framhaldssaga eftir Pierre Duchsne - 5. hluti Þegar varðkonan opnaði dyrnar á klefanum til að hleypa Ðaniéle inn, vakti hún konurn- ar tvær, sem voru fyrir í klef- anum. Þær lágu í faðmlögum á sömu dýnunni, en svo slepptu þær hvor annarri og virtu fyrir sér nýkomnu konuna. Önnur konan var með rauðrennd augu. Daniéle hikaði, vildi ekki fara inn, en varðkonan ýtti henni innfyrir. Svo benti hún á skáp. — Hérna getið þér geymt dótið yðar... Og rúmið er þarna uppi. Hún benti á efri koju. Dani- éle stóð sem steinrunninn og konurnar tvær horfðu á hana. Varðkona gekk út og iæsti á eftir sér. — Jæja? sagði stúlkan með rauðrenndu augun. — Þú ætlar vonandi ekki að standa þarna 5 alla nótt? Daniéle stóð hreyfingalaus, en hún riðaði svolítið og hún reyndi að losna við þennan hræðilega viðbjóð, sem gagn- tók hana. — Já, komdu þér í rúmið, sagði stúlkan. Hin konan virti Daniéle fyrir sér og það mátti sjá viðurkenn- ingu í svip hennar og Daniéle fannst það helmingi verra en fyrirlitningin sem skein úr aug^ um hinnar. Konan tók í handlegg Dani- éie og sýndi henni hvernig hún skyldi fara að. Það þurfti að vega sig á höndunum upp í efri kojuna. Daniéle lét konuna hjálpa sér, svo féll hún niður í rúmið og starði út í loftið. Hún er furðuleg, hugsaði Renée. stúlkan með rauðrenndu svo nam hún skyndilega stað- ar og leit niðin-. Hún skalf, án þess hún tæki eftir því sjálf. Enginn kom til hennar. Hinar konurnar töluðu saman, en héldu sig í fjarlægð. Hún heyrði við og við hásan hlátur. Þær voru að segja frá því sem þær vissu um nýja fangann. — Hann var beztur í bekkn- um, hún vildi verðlauna hann. Hlátur... — Hann hefir eflaust fengið góðar einkunnir í rúminu! Daniéle starði niður fyrir sig. Ekki hlusta. Ekki hugsa. En rödd dómarans hljómaði sí og æ í huga hennar. —• f maí, hafði dómarinn sagt, — héldu öll börn að þau væru fullorðin. En lög eru þó alltaf lög. — Það getur verið, hafði Daniéle sagt. — En ég hefi sér- stakan hátt gagnvart þeim sem ég elska. — Hafði Gérard, spurði dóm- arinn, án þess að hlusta á hana, haft kynferðilega reynslu, áður en hann hitti yður? Daniéle fann ennþá reiðina og auðmýktina, sem fyllti huga bennar. Hún gat aðeins stunið upp: Nei. — Ég hélt að yður væri mik- ið í mun að segja sannleikann. — Ég virði sannleikann allt- of mikið til að segja hann hverjum sem er! — Nú missið þér alveg þráð- inn! Ég skipa yður að tala ró- lega! Gleymið ekki, sagði hann með hunangssætri raust og orð hans stóðu ennþá eins og eldskrift fyrir augum Dani- é!e, — gleymið ekki að þér ástand hennar var. Það var að- eins eitt sem hann gat gert og það var að gefa sig sjálfan fram svo hún yrði látin laus ... Það var sunnudagur. en hann gat samt haft samband við dóm- arann. Þeir hittust á skrifstofu dómarans í galtómu ráðhúsinu. Erindinu var fljótt aflokið. Gérard gaf dómaranum ekkert tækifæri til að koma með sið- ferðispredikanir, en tilkynnti strax að hann væri reiðubúinn til að fara strax heim, ef hún yrði látin laus. — Hvenær verð- ur hún þá látin laus? — Á þriðjudag, sagði dóm- arinn. — Þegar unglingadóm- stóllinn hefir ákveðið hvaða dómari eigi að fjalla um sam- skipti yðar við fjölskylduna. — Unglingadómstóllinn? hafði Gérard undrandi upp eft- ir honum. — Já, sagði dómarinn með talandi svip. — Þér eruð ó- myndugur, herra minn ... — Sonur minn er brjálaður, sagði herra Leguen, þegar hann kom fyrir unglingadómstólinn. Dómarinn sat andspænis hon- um og svaraði ekki. Bóksalinn varð ergilegur. Hinn dómarinn hafði verið miklu þægilegri og skilnings- betri. Þessi dómari virtist ekki hafa neina samúð með með- borgurum sínum og sér í lagi ekki herra Leguen, sem átti við þessa óhamingju að stríða. — Hann er brjálaður! endur- tók bóksalinn reiður. — Hann er eins og hann hafi orðið fyrir einhverjum gerningum. — En hvað er það sem þér — Þar sem þér eruð ekki brjálaður, þá væri kannski bezt að þér reynduð að sanna það ... — Tekur það langan tíma? — Viku eða svo. Gérard laut höfði. Ef hann neitaði, þá yrði Daniéle ekki látin laus. Vikan leið fljótt... — Jæja, þá það, sagði hann. Hann vissi ekki hvað beið hans... Gegnum gluggann mátti sjá iþróttavöll, þar sem nokkrir drengir léku knattspymu. Þeir voru allir yngri en Gérard og litu út fyrir að vera bæði hraustir og glaðir. Gérard varð rólegur, þar sem hann sat'við borðið. Hann var leiður en ekki taugaóstyrkur. Sálfræðingurinn virti hann fyrir sér, alvarlegur í bragði. Svo rétti hann honum panp- írsörk og penna. — Teiknið tré, sagði hann. Gérard greip pennann. — Er sama hverskonar tré það er? spurði hann. — Ekki grenitré, sagði sál- fræðingurinn, grafalvarlegur. Þetta var aðeins upphafið. Hver prófraunin rak aðra. Stundum fékk hann hvíld, hann fékk að leika knattspyrnu með drengjunum. Gérard fannst betta geðugustu drengir. Það skapaði honum nokkrar áhyggj- ur. Ef honum fannst þeir vera jafn , eðlilegir" og hann sjálfur, gat það líka táknað að hann væri jafn „afbrigðilegur“ og þeir. — Heyrðu? spurði Ijóshærð- ur piltur hann einn daginn. — Hversvegna ert þú hér? Þessi 32 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.