Vikan


Vikan - 29.03.1972, Side 35

Vikan - 29.03.1972, Side 35
KYNLIFSDRAUMAR Framhald. af bls. 13. kvalsjúkur. Hræítelan við hann kemur allstaðar í gegnum drauminn. Góði vinurinn er al- ger mótsetning við elskhugann; rólegur, vingjarnlegur og traustvekjandi. Hann er eins- konar hjálparhella hennar í þessu . vonlausa ástandi. Hann ér líka sá, sem leiðir hana út úr hinu ógnvekjandi herbergi, niður stiga. Stigar og þrep í draumum tákna náið samband! Við nánari greiningu á draumnum er hún reiðpbúin til að endurskoða afstöðu sína til hans. Hinar leyndaidómsfullu skáphurðir tákna hennar eigin dökku hliðar, sem henni finn- ast óþægilegar og vill helzt ekki viðurkenna. Hún er sjálf Hka nokkuð ofsafengin. „Karlmenn hópast að mér og ég verð gripin æði“. Þrjátíu og níu ára bókavörður. „Ég er í hófi með góðum vin- um. Staðurinn er stórt einbýlis- hús. Það er mikil gleði og glaumur og fullt af fólki í kringum mig. En svo breytist allt skyndilega. Fólkið, sem hefir verið í garðinum, fer allt inn í húsið og ég verð ein eftir úti. Þá hópast að mér margir karlmenn. Það hefði átt að gleðja mig, en ég verð gripin œði. Ég legg á flótta og mér finnst þeir œtli að elta mig. Ég vakna i einu svitakófi af angist. Þessi draumur endurtekur sig oft, en svolítið með mismun- andi rnóti." Athugasemdir: Konan, sem er greind og vel menntuð, hefir haft við erfið- leika að stríða. Hún segist allt- af hafa reýnt að fá það mesta út úr lífinu. Fegurð, nautnir, hlýju. Hún hefir átt marga elskhuga. En þau sambönd hafa yfirleitt verið kynferðileg sam- bönd, henni hefir ekki tekizt að láta þau fá dýpri merkingu, eða ekki þorað og það hefir háð henni. Hún sér jafnvel eftir því. Hún býr nú í hjónabandi með manni, sem hún elskar og ósk- ar þess innilega að samband þeirra verði að innilegri sam- búð. En hún er greinilega í ein- hverjum vandræðum, þar sem hún á erfitt með að tjá sig og hefir ekki tamið sér það. Sálfræðingurinn segir: — Okkur dreymir svo • oft kynferðilega drauma vegna þess að kynlífið er svo mikill þáttur í lífi okkar, segir Bo Larsson, læknir og sálfræðingur. En maður skyldi ætla að slík- ir draumar breytist nokkuð, þar sem allt sem lýtur að kynlífinu er orðið svo miklu frjálsara og skoðun manna á því hefir tekið svo miklum breytingum. En oft er það aðeins ytra borðið sem hefir breytzt. Það er mikið farið eftir draumum við sálgreiningar og tekið mark á draumtáknum. Kynlífisdraumtákn karla eru yfirleitt oddmjóir hlutir og út- standandi, . en þegar konur eiga í hlut eru það aðallega lautir, runnar og eitthvað þessháttar. Fólk getur sjálft reynt að ráða drauma sína með hjálp bóka, sem skrifaðar hafa verið um þau efni. Sá sem mest hefir skrifað um og rannsakað drauma, er Sigmund Freud. ☆ ÚLFKONAN Framhald af bls. 17. sem snöggvast tvö augu, sem blikuðu með rauðleitum gljáa og hlutu að vera í einhverju villidýrj, sem þarna væri á reiki. — Sjáðu ... augun! Röddin í mér var skjálfandi af spenn- ingi er ég greip í handlegginn á félaga mínum. — Hvar? spurði hann og leit í allar áttir nema þá réttu. — Þarna! sagði ég, en ég hafði varla sleppt orðinu þegar augún hurfu. Alan Grantham sneri sér við og leit eitthvað skrítilega á mig. — Þig er að dreyma, góður- inn minn! Ekki get ég séð neitt, sem geti líkzt augum. Þú hefur verið að hugsa um kvöldmat- inn þinn og ert orðinn utan við þig, sagði hann glettnislega. Ertu viss um, að það hafi verið augu, sem þú sást en ekki rjómakökur? Hláturinn í honum var glað- legur og öruggur, en fullur efa- semda. En á næsta andartaki þagnaði hann og álíka shöggt og þegar skipt er á útvarpi. — Heilagur Jósep' tautaði hann með sjálfum sér. Einhver grá, þokukennd skepna var komin út úr flókn- um undirskóginum, sem lá að stígnum, og gekk á ská yfir hann inn í skuggana hinum megin. Svo mjög rann þessi lit- lausi litur skepnunnar út í lit- inn á jörðinni, að það var erfitt að greina sköpulagið í þessari daufu birtu. Við skynjuðum, Hollenzku MAXIS brjósthaldararnir og teygjubuxurnar fyrirliggjandi. Ödýr gæðavara. Haraldur Árnason, heildverzlun hf. símar 15583,13255. PIERPONT ÚR MODEL 1972 Garðar Ólafsson Úrsmiður - Lækjartorgi 13. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.