Vikan


Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 40

Vikan - 29.03.1972, Qupperneq 40
þegar við yfirgáfum stíginn og þutum upp brekkuna. Enda þótt við hljótum að hafa verið innan sjónmáls, þegar hér var komið, þutu úlfarnir ekki til okkar, stytztu leið. Sam- kvæmt aldagamalli eðlisávísun voru aðferðir þeirra skipulegar hópaðferðir. Þeir notuðu þefvís- ine fremur en sjónina og fylgdu þvi ferli ókkar alveg þangað :em við fórum út af stígnum, áður en yeir tóku að þjóta upp brekkuna á eftir okkur. Og heppnir vorum við, að þeir skyldu taka á sig þennan krók. Hefði úlfagreindin getað .ikilið tólftu setninguna hjá Eu- clid, að hverjar tvær hliðar séu tiJ samans lengri en sú þriðja í þríhyrningi, hefðu þeir getað komizt fyrir okkur á flóttanum. En jafnvel hvort sem var, virt- ist þetta ætla að enda hjá okk- ur með skelfingu. Sá fremsti i hópnum átti ekki eftir nema tólf skref að okkur, þegar við rtukkum yfir síðasta lágvaxna kjarrið og komum inn í litla rjóðrið, sem umlukti gamla leg- steininn. Með létti, sem nálgáðist sælu- kennd, tók ég eftir því, að veði - aðar hliðarnar á steininum, þótt brattar væru, voru með sprung- um og rifum, sem gætu veitt nægilega fótfestu til þess að komast alla leið upp á steininn, en þar yrði okkur óhætt — að minnsta kosti í bili. — Einn sprettur enn! sagði ég lafmóður. — Húrra! Enn skal okkur takast að plata þessi villidýr um kvöldmatinn! En þetta siguróp mitt endaði í skelfingarandvarpi. Einn úlf- ur í viðbót — heljarstór skepna — hafði komið fram úr skugg- anum af Legsteini skrattans, og stefndi beint á okkur! Þrátt fyrir alla skelfingu mína á þesSari stundu, varð ég hrifinn af glæsileik dýrsins — enda þótt ég hefði notið hans betur, hefði járngrindur verið á milli okkar. Enda þótt skepnan væri stærri en ég hafði nokk- urntíma getað hugsað mér úlf. '’ar það ekki fyrst og fremst stærðin, sem vakti ófúsa hrifn- íngu mína. FeJdurinn var slétt- ur og gljáandi, skrokkurinn Verið brún - brennið ekki - NOTIÐ COPPERTONE Heildverzlunin Ymir sf., sími 14191. Haraldur Árnason, heildverziun hf. símar 15583,13255. útvarp Skemmtilegt útvarp með 4 bylgjum, FM, SW, LW, MW. 11 transitorar, 7 díóður og 1 afriðill. Djúpur bassa hátalari og einn hátóna hátalari. Styrk og tónstillar. Tengingar fyrir plötuspilara, segulband og auka hátalara. Verð 8550.00. Kaupið aðeins vandaða vöru. Sérstaklega þeg- ar um er að ræða t.d. fe/ðaviðtæki, segulband eða sjónvarp. Og síðast en ekki síst STEREO- hljómtæki. Vandið valið. Komið og kynnist vörum frá ITT SCHAUP-LORENZ. Ödýrt en vandað. Verzlunin Garðastræti 11 sími 20080 ” lioldugur og í augunum var ein- hver skilningur — næstum mannlegur. í andstöðu við hor- aðan og beinaberan, hungrað- an hópinn fyrir aftan okkur, var þetta rétt eins og uppstrok- inn spjátrungur innan um ræf- ilslega flækinga. Allt þetta þaut gegnum huga minn á broti af þeim tíma, sem það tekur að segja frá því. Ég gerði mér ljóst, að nú þurfti að vera snar í snúningum, enda þótt ég hefði litla hugmynd um, hvernig. Það eina í eigu minni, sem eitthvað líktist vopni, var stuttur hnífur með svgigjanlegu stálblaði, sem ég notaði til að skafa með litaspjaldið mitt. Oddurinn á honum var svo bit- laus og snubbóttur, að ég gekk alltaf með hann óvarinn í vasa mínum — en samt var hann nú skárri en berar hendurnar í þessari viðureign, sem nú virt- ist óhjákvæmilega. Ég dró upp hnífinn á hlaup- unum, vafði treflinum mínum um hægri höndina, til þess að hlifa henni gegn tönnunum í dýrinu, sem nú nálgaðist óð- fluga. Síðan hleypti ég í mig einhverju örvæntingarhugrekki og þaut beint á úlfinn, sem stóð milli okkar og griðastaðar okk- ar. Mér til mestu furðu, veik dýr- ið til hliðar fyrir okkur, svo að 40 VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.