Vikan


Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 3
25. tölublað - 22. júní 1972 - 34. árgangur Er ástin dauð? Bandaríska skáldkonan Antonella Lothian skrifar athyglisverða hugvekju um ástina á dögum hinn- ar algjöru afhjúpunar og fullkomnu kynfræðslu. Er ástin dauð, spyr hún. Svar hennar við því fæst á bls. 8. Palladómur um Bjarna Guðnason Gleðskapur í gróður- húsi Nú er Lúpus tekinn til við að vega og meta þá þing- menn, sem bættust í hóp- inn við siðustu alþingis- kosningar. Hann tekur Bjarna Guðnason til meðferðar í þessu blaði, en næstur á dagskrá verður síðan Ellert B. Schram. Sjá bls. 18. Vikan brá sér á óvenju- lega samkomu á dögun- um. Þar voru Lionsmenn að skemmta sér í gróður- húsi í Hveragerði. Þetta var frumleg veizla og gleðskapur góður. Sjá myndasyrpu á bls. 26-29. KÆRI LESANDI! „Það er þetta nýtízkulega barna- uppeldi, sem d sökina.“ „Við fengnm strangt uppeldi og böfð- um ekki illt af.“ „Það er ekki lengur hægt að tala um fyrir börnunum, þá fá þau alls konar flækjur.“ — Þessar þrjár setning- ar eru mikið notaðar og mikið ræddar meðal hinna fullorðnu. Hvað merkja þær? Viljum við hefja líkamlegar refsingar aftur? Erum við að reyna að skella skuldinni á einhverjar uppeldis- reglur, vegna þess að við ráðum ekki við börnin okkar? Gefum við okkur nógu góðan tíma iil að kynnast heimi barnanna og við- brögðum þeirra á ýmsum aldurs- stigum ? Vikan hefur að undanförnu birt þætti um uppeldismál í greinaflokkinum Við og börnin okkar. Greinar þessar hafa vak- ið athygli, enda uppeldismálin atltaf i brennidepli hjá öllum for- eldrum. Greinarnar eru byggðar á umræðum, sem norska viku- blaðið Alle lwinner efndi til fyrir nokkru. í þættinum í þessu blaði eru ofangreindar spurningar teknar til meðferðar og rætt al- mennt um hið nýtízkulega barna- uppeldi. í næsta þætti verður rætt um vandamát föðurlausra barna og nefnist hann: „Af hverju á ég ekki pabba?“ EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Er ástin dauð? Grein eftir bandarísku skáld- konuna Antonella Lothian 8 Nýtízku barnauppeldi, þáttur um uppeldis- mál í greinaflokkinum Við og börnin okkar 10 Ég er sonur Lindberghs 14 Stritar helzt til klunnale^a eins og í knatt- spyrnunni forðum, palladómur um Bjarna Guðnason 18 Bróðir minn og ég, verðlaunamyndir í teikni myndasamkeppni barna, sem æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar efndi til 23 Gleðskapur í gróðurhúsi, myndasyrpa 26 ÝMISLEGT Sumargetraun Vikunnar, fjórði hluti. Glæsi- legir vinningar í boði 16 SÖGUR Blindingsleikur, spennandi sakamálasaga 12 Natasja, framhaldssaga, 5. hluti 20 1 húmi næturinnar, framhaldssaga, 7. hluti 34 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 1 fullri alvöru 7 Heyra má 32 Stjörnuspá 34 Myndasögur 43, 46, 49 Krossgáta 50 FORSÍÐAN Okkur vantar reyndar baðströnd hér á landi, síðan Nauthólsvíkinni var lokað. En það er alltaf hægt að bregða sér út í garðinn sinn eða í sund- laug til að sleikja sólskinið, þegar þess er kostur — eins og stúlkan á forsíðunni gerir. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríöur Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60.00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöö misserislega. Áskriftargjaldið greiöist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 25. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.