Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 35
í SUMARFRÍID
Reiðtygi - Reiðstígvél - Reiðbuxur
Tjöld í úrvali
Svefnpokar - Bakpokar - Vindsængur
Útivistartöskur - Kælitöskur
Sólbekkir - Garðstólar
Allt í veiðiferðina
SPORT
Laugavegi 13 - Kjörgarði - Glæsibæ
SONUR LINDBERGS
Framhald af bls. 15.
ungur. Og viðar i andliti Olsons
eru merki eftir plastiskar skurð-
aðgerðir, sem ætlað hefur verið
að breyta útliti hans.
„Skurðlæknirinn, sem hlýtur að
hafa gert þetta hét Clarence
Olson,” segir Olson, ,,en við
vorum ekki skyldir. Enginn sagði
mér að hann hefði gert það, þvi að
enginn hefur yfirleitt sagt mér að
þesskonar aðgerðir hafi verið
gerðar á mér. Móðir min sagði
mér einu sinni, að Olson læknir
hefði gert á mér skurðaðgerð
vegna augngalla. Það getur satt
verið, en þá hefur hann gert
meira en það.”
„Hjá AMA (læknasambandi
Bandarikjanna) hef ég fengið að
vita að Olson læknir hafi látist af
slysförum i Los Angeles 1949. En
þegar ég heimsótti systur hans,
Idu Dalton, Palm Beach i
Flórida, fullyrti hún, að bróðir
hennar hefði verið jarðaður i
kirkjugarðinum þar 1965.”
Ida Dalton er upprunnin i
Escabana, og annar bróðir
hennar kvað hafa staðið i
sambandi við glæpahring A1
Capones. Og maður hennar
William stóð i skuggalegum sam-
böndum við bootleggers á bann-
árunum. Hann hafði verið
borgarstjóri i Palm B'each og stj-
ornmálamaður i New York.
Hann hafði misst mikla fúlgu i
verðhruninu 1929.
Harold Olson: „Gegnum
sambönd i stjórninni hef ég
komist að þvi, að hann getur hafa
átt hlut að ráninu á syni
Lindberghs. Hann hvarf
sporlaust um það leyti og siðan
hefur ekkert til hans spurst. Ég
hef hitt tvo menn, sem geta verið
Dalton. Hvorugur þeirra er
áreiðanlega sá er hann segist
vera.”
„Eftir fimm ára stöðugar
viðræður, segir Olson, fór annar
þeirra smám saman að segja frá
sinum hlut i barnsráninu, nefna
nokkra sem voru flæktir i málið,
hvert farið var með barnið, hvar
það var fyrst falið, hverjir höfðu
hagsmuna aðgæta i sambandi við
ránið og hverra og hvernig á þvi
stóð, að ákveðið var að láta alla
sökina lenda á Hauptmann.
Hann fullyrti lika að Betty Gow
hefði afhent barnið við aðaldyr
hússins, en nefndi þó „gluggann’
annað veifið i þvi sambandi,
liklega óviljandi. Hann sagði að
barninu hefði liðið mjög illa,
þegar hann fékk það i hendur, og
taldi mikla heppni að það skyldi
lifa af höfuðmeiðslin. Hann
sagðist og hafa tapað þrjátiu
þúsund dollurum á ráninu, en
fyrir þátttökuna i þvi hefði honum
verið lofað hálfri milljón
dollara.”
Aðrar persónur, sem gætu hafa
gefið upplýsingar, hafa annað-
hvort horfið eða ekki viljað segja
neitt. (Fóstur)foreldrar Olsons
eru dánir og hafa sjálfsagt tekið
svörin við mörgum spurningum
með sér i gröfina. Áður en móðir
hans dó 1952 reyndi hún að segja
frá bernsku hans, en áður höfðu
þau faðir hans alveg þagað um
allt það. En henni tókst aldrei að
segja nema brot af þvi, sem hún
virtist vilja láta uppi.
„En eitt er undarlegt,” segir
Olson, „að alltaf var reynt að
fá mig til aó vera kyrran i
Escabana. Móðir min sagði, að ef
ég færi til New York, myndi fólk,
sem ekki vildi hafa mig þar,
drepa mig.”
„Meirihluti ættar minnar og
vina var i Lúthersku trúboðs-
kirkjunni, en séra Walfred
Nelson, sem stendur fyrir og
hlýtur að vita heilmikið, vill ekki
hjálpa mér. Hann neitar að leyfa
mér að fara i gegnum kirkju-
bækur og önnur plögg, sem
kirkjan hefur undir höndum.
Hann veit hvers ég leita og gæti
vel haldið þvi fram, að ég væri
truflaður á sinni og látið hefta
frelsi mitt á þeim forsendum, en
það gerir hann ekki.
Hversvegna?”
Harold Olson telur Charles
Lindbergh vita sannleikann i
málinu, en vill láta hann i friði.
„Lindbergh hefur hvað eftir
annað komið við lifssögu mina og
ég held ekki að það hafi alltaf
verið tilviljun. Þegar við konan
min giftum okkur og yfirgáfum
brúðkaupsveizluna, stóðu
Lindbergh-hjónin fyrir utan
hótelið, þar sem veizlan var
haldin. Hversvegna?”
Harold Olson hóf rannsóknir
sinar seint - kannski of seint.
Miklar upplýsingar hafa fárið i
gröfina með þeim, sem sátu uppi
með þær. Margt hefur gleymst.
Margir áhrifarikir menn áttu hlut
að málinu og miklar fjárfúlgur
voru áreiðanlega greiddar fólki,
svo að það héldi sér saman, álitur
Olson.
„Málið var lempað laglega
gegnum réttinn”, segir hann.
„Stiginn var talinn eitt helzta
sönnunargagnið gegn
Hauptmann. En hefði hann, sem
var trésmiður, ekki getað smiðað
stigann án þess að vita til hvers
átti að nota hann?”
Olson er skynsamur maður og
rólegur og ætlast ekki til að fólk
trúi sögu hans án þess að hann
geti lagt fram sannanir.
„En,”, segir hann, „ég hef á til-
finningunni, að ég sé Charles
Lindbergh yngri. Ég hef ekki
getað með rökum sannað að ég sé
það ekki, og hvað get ég þá annað
en reynt að sanna að þessi til-
finning sé rétt?
BLINDINGSLEIKUR
Framhald af bls. 13.
- Virkilega, Dan? Bjálfi glápti
á silfurskifuna, rétt eins og hann
byggist við að sjá þar nafnið,
fullum stöfum. - Fallega gert af
honum,finnstþérekki. Það getur
heldur betur flýtt fyrir okkur.
Slétta krakkaandlitið var
alvaran uppmáluð. Hooper gaf
honum illt auga. Svona vitlaus
gat ekki nokkur maður verið. En
það skein engin glettni eða
Ibyggni úr úr þessu andliti -
sannast að segja skein ekkert út
úr þvi.
Hooper hélt áfram. Það var
léttir að geta bara talað við ein-
hvern - jafnvel Bjálfa Dillon. Með
þvl að koma orðum að hugsunum
25. TBL. VIKAN 35