Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 19
EFTIR LUPUS
BJARNI GUÐNASON
STRLTAR HELZT TIL
KLUNNALEGA EINS OG í
KNATTSPYRNUNNI FOROUiW
bal Valdimarsson geystisl í sitt
fyrra ríki á Vestfjörðum, en Magn-
ús Torfi Ólafsson og Bjarni Guðna-
son völdust í efstu sæti Reykjavik-
urlistans. Fór eigi dult, að Bjarni
réð mjög framboðinu í Reykjavík
gegn vilja Hannibals og Björns og
gerði sig harla digran. Vegnaði
Magnúsi Torfa og Bjarna prýðilega
liðsljónin i höfuðborginni og betur
en Hannibal, er liann kom, sá og
sigraði 1967 sællar minningar. Hlaut
lislinn 4017 atkvæði Reykvíkinga,
og var Magnús Torfi kosinn niundi
þingfulltrúi þeirra, en Bjarni þriðji
landskjörinn. Mun Bjarni nú mest-
ur ráðamaður flokksdeildarinnar í
höfuðstaðnum og kvað fátt með
honum og Hannibal, þó að eklci hafi
komið til stórátaka með þeim görp-
um fyrir opnum tjöldum.
Bjarni Guðnason er einbeittur
maður og framtakssamur, enda
sparar hann sig litt á alþingi. Hann
tekur mikinn þátt í umræðum og
kemur mörgum hugmyndum á
framfæri, en stritar helzt til klunna-
lega eins og í knattspyrnunni forð-
um. Málflutningur hans er rögg-
samlegur, en livorki spámannlegur
né listrænn. Bjarni er skapfastur
og sjálfstæður i skoðunum, en fer
leiðar sinnar beint af augum, þó
að torfærur séu i vegi, og ryðst
gjarnan fram úr gætnurn eða lötum
förunautum. Ilann er vinum sínum
trúr og liollur, en lundin hörð og
þykkjan þung, ef í odda skerst. Mun
lionum ólíkt hentara að taka af
skarið en semja um málamiðlun
eða lilutast til um sættir, þó að
drenglyndur sé og jákvæður í af-
stöðu. Bjarni er líklegur að ávinna
sér álit andstæðinga og lceppinauta,
en samherjum blöskrar, livað hann
er óstýrilátur og ótillitssamur, þó
að slikt eigi raunar fremur við um
fas hans en innræti. Ilann er bar-
dagamaður, en honum lætur miklu
betur að vinna orrustu en friðinn,
sem á eftir fer og úrslitum ræður.
Stendur sumum beygur af sambúð
lians og Hannibals Valdimarssonar,
enda svipað til samneytis þeirra
stofnað og að blanda sterkum ger-
ólíkum vintegundum i einn og sama
bikarinn og ætla meðalmanni að
kneyfa. Samt ber þess að minnast,
að Bjarni re enn ungur og óvanur
þeirri leikni binna æfðu stjórn-
málamanna, sem með reynslunni
fæst. Kannski stillist hann, er fram
líða stundii’, og hælir sig þá, en
honum verður hins vegar hætt við
áföllum, ef liann ergist með aldr-
inum og tekur upp vinnubrögð og
baráttuaðferðir, sem hneyksla hann
í fari Hannibals og líkja má við
garpskap herskárra og vigfimra
fornkappa.
íslenzk stjórnmál einkennast af
stöðnun, sem iðulega minnir á
kölkun. Gegnir því furðu, en telst
samt ærið fagnaðarefni, þegar gáf-
aðir og menntaðir dugnaðarforkar
eins og Bjarni Guðnason veljast til
þátttöku í stjórnmálum og finna til
í liressilegum stormi úti i þjóðlif-
inu i stað þess að einangra sig i
lurni, sem inn i sést, en út úr ekki.
Kippir Bjarna að þessu leyti í kyn
feðra sinna og frænda á Suður-
landi, sem hafa erjað jörðina og
sótt sjóinn kynslóðum saman, rækt-
að grunna og sendna mold og bar-
ið rok og brim úti fyrir klettóttri
strönd, þaðan sem er opið haf á
f jarran heimsenda. Ættmenn Bjarna
Guðnasonar hafa og margir smíðað
skip til að fiska meira og sækja
lengra. Gefur þvi að skilja, að hann
bresti þolinmæði að stunda kennslu-
stagl og l'ræðagrúsk, en vilji láta
eitlbvað muna um sig í samtíðinni
og þokast til móts við nýjan tima.
Sumir ælla, að honum sé stjórn-
málavafstrið eins konar lieilsubót
og dægrastytting líkt og knattspyrn-
an, meðan hann var frár á fæti, en
Bjarni metur slíkt varla sem leik
einn. Honum er áreiðanlega alvara
að auka blóðrásina um þjóðarlík-
amann og leggja sig fram í áform-
um og viðleitni. Farsæld lians gæti
hins vegar reynzt undir því kom-
in, að kappinu fylgi nauðsynleg for-
sjá í misjöfnum veðrum. Bjaini er
svo stoítur, að hann kýs miklu frem-
ur glæsla áhættusama siglingu en
gætilegan barning, en víst er lion-
um hollt að muna, að þeim, sem
fastast sækja og lengst ætla í róðr-
um, mun hættast við að lilekkjast
á og farast. Þó færi honum betur
að drukkna á sundi en deyja í kör.
Lúpus.
25. TBL. VIKAN 19