Vikan


Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 9
ina yfirleitt. En væri ekki ráð fyrir aðra eins og mig, sem finnst það svik við ástina að gegnumlýsa hana að byrja á grunninum? Athuga hvernig ástin er látin í ljós á mismun- andi hátt og af mismunandi kynþáttum í mannkynssögunni. Tökum til dæmis mismuninn á augljósum tilfinningum róm- anskra kynþátta og svertingja og gætnari hegðun fólks af norðlægari slóðum. Eða til dæmis fágaða biðlun Kínverja og Austurlandabúa. Lítum einnig á mismuninn á söguleg- um fyrirmyndum. Tökum til dæmis riddaramennskuna — þar sem veikara kyninu átti að þjóna af því sterkara. Eða sál- ræna ást og hugmyndir Platos um andlega sameiningu, þó að hún yrði nú raunar aldrei mjög vinsæl. Spyrjum svo, hvernig má líkja þessu við hin fögru en heiðnu ástaljóð Óvídusar eða grófgerðar, frjálsar ástir átj- ándu aldarinnar, sem líkjast svo mjög þeim frjálsu ástum, sem tíðkast í dag? Hér er greinilega um ólíkar hliðar ástarinnar að ræða, en erfitt er að svara spurningunni, hver þeirra, ef nokkur mun lifa til aldarioka? Kannski ættum við fremur að velta fyrir okkur, hvað gæti tekið við? Tökum Syrstu vídd ástarinn- innar til að byrja með — vídd hugarins. Hér birtist ástin mér eins og n.k. efnafræðilegur þáttur — annar þáttur tveggja — og ef hinn vantar, erum við ekki sjálfum okkur nóg. Það er þessi þáttur ástarinnar, sem veitir fullnægju persónuleik- ans. Ég held því fram, að þessi þáttur sé þýðingarmestur. Vegna þess, að ákvörðunarrétt- ur okkar er hluti persónuleik- ans, og sérhver mannleg vera ræður því fullkomlega, hvort hún veitir ást eða ekki. En einnig vegna þess að við finnum líka sjálf í okkur þörf annarra fyrir okkur. Ég legg áherzlu á, að ég tel persónuleikaþáttinn mjög þýð- ingarmikinn nú á tímum, því að eins og þekktur Freud-sál- fræðingur sagði nýlega: „Nú á dögum eru alltaf fleiri og fleiri, sem gera sér ekki ljóst, hverjir þeir eru í raun og veru eða hvað þeir ættu að vera. Það er því jafnskynsamlegt nú á dög- um að leggja stund á persónu- leikann eins og var á kynferð- islífið á dögum Freuds.“ Þetta sýnir, að ástin er enn nauðsynleg andlega og það á fleiri en einu sviði. Augljóst er, að önnur vídd ástarinnar er líkamleg. En hér sýnist mér útlitið vera svart fyrir nútíma ástina. Ástin nú á dögum á marga óvini. Sá fyrsti er peningar. Kynferðið er helzti fjáröflunarmiðill á þessari öld, sem metur peningana meira en manninn sjálfan. Það hæfir sölumönnum vel, að mæla með sjálfseftirlæti. Og bendla ást- ina við sölu á öllu, frá tann- kremi til steinolíu. Því að auð- vitað er það þannig, að sölu- mennirnir græða peninga á því að heilaþvo okkur og fá okkur til að trúa á auðveldar leiðir og reyna þær. En þegar loforðin standast ekki, borga þeir ekki skaðann. Þeir sem borga, eru fórnardýr illkynjaðasta kyn- sjúkdómafaraldurs, sem gengið hefur yfir, úrhrök hjónaskiln- aðanna og þær þúsundir barna, sem fæðast óskilgetin. Fyrir mínum sjónum er út- litið svart fyrir líkamlega ást á þessari öld nema því aðeins, að við höfnum allri þessari vit- leysu. Nema því aðeins, að við horfumst í augu við staðreynd- ir og spyrjum, einni öld eftir daga Freuds: „Hafa frjálsar ástir gert hjónabandið ham- ingjusamara? Er einmanaleik- inn minni? Minni þreyta og spenna?" Auðvitað er svarið neitandi. Nú leitar ástin ánægjunnar efnafræðilega, einkynja, kyn- laust eða með lyfjum. Þetta er dapurleg staðreynd, þar sem við vitum, að kynferðislífið ætti að vera æðsta tjáning ástarinn- ar. Nokkuð, sem tvímælalaust er hægt að gera að raunveru- leika sé vissum skilyrðum full- nægt. Hvers vegna ekki að taka ákvörðunarréttinn í okkar eigin hendur? Mér t.d. finnst gaman að fara á skíðum með minni aðferð og mínum hraða. Ef ég ætti að láta sérfræðing segja mér nákvæmlega, hvernig ég ætti að fara að, myndi það spilla ánægjunni fyrir mér. Er þessu ekki eins farið með ást- ina? Hvers vegna á að láta heilaþvo sig til að fylgja þeirri tízku, sem ekki hæfir öllum ein- staklingum? Þetta kom í huga minn, þeg- ar ég átti blaðaviðtal við skurð- lækni, sem sagðist leyfa fóstur- eyðingar, vegna þess að svo mörgum viðskiptavinum sínum geðjaðist ekki að getnaðarvörn- um. Gegn slíkri fullyrðingu yrði án efa harðlega barizt af þeim verksmiðjum, sem græða milljónir punda á framleiðslu vara til getnaðarvarna. Já, í mínum augum er sölu- mennskan raunverulegur óvin- ur ástarinnar nú á dögum. Tök- um til dæmis auglýsingar, sem nota nakinn konulíkama. Nekt er vissulega enginn leyndar- dómur lengur, og sumir álíta, að það sé gott að skilja ekkert eftir handa ímyndunaraflinu. En hvað skeður, ef allt er selt? Munu þá allar tilfinningar verða útundan og eftir verða einmanaleg ástarþrá, sem ekki verður fullnægt? Eigum við þá að slá því föstu að ástin sé nú dauð? Einhvern veginn get ég ekki almenniega trúað því. Einhvern veginn hef ég þá trú, að ástin muni lifa, íái hún að fullu að njóta sín. Eigi ást á milli tveggja að þró- ast verður að umlykja hana öryggisgirðingu. Og eigi tveir einstaklingar að bindast sjálf- viljugum böndum og samejnast líkamlega og andlega, verður tryggðin að koma til sögunnar. Þriðja vídd ástarinnar birtist mér því í mynd tryggðarinnar. Því finnst mér hjónabandið bess virði, að fyrir því sé barizt. Öruggur heimur, þar sem tvö geta ræktað með sér ævilangt samband án þess að eiga á hættu, að því sé splundrað hve- nær sem er — grimmdarlega og tilviljunarkennt. Lokaniðurstaða mín er því sú, að ástin muni lifa af taki hún á sig þessa skuldbindingu. því að hún mun haldast löngu ’ Framhald á bls. 44. 25. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.