Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMD IFULLRIALVÖRU
í STRÍÐI
Kæri draumráðandi!
Eg ætla að senda þér undarlegan draum sem mig dreymdi
fyrir nokkru. Mér fannst vera stríð sem ég var í með öðr-
um. I draumnum fannst mér ég vera karlmaður en í raun-
inni er ég stúlka. Við vorum að berjast þarna við óvinina,
en svo hættu þeir að skjóta og við héldum að þeir væru
flúnir. Ég fór ásamt nokkrum að gá en þá birtust þeir allt
í einu og fóru að skjóta á okkur aftur. Ég fékk skot í bakið
og í draumnum fannst mér ég endilega vera dauð. En svo
raknaði ég við. Mér fannst mjög skrítið að finna ekkert til
í sárinu.
Skammt frá var stórt hús og fannst mér það vera ein-
hvers konar sjúkrahús. Ég hélt í áttina til hússins, en þá
brá svo undarlega við, að þetta var matvöruverzlun (þú
mátt ekki halda að ég sé vitlaus) og var fólk að kaupa mat
rétt eins og það væri ekkert stríð. Ég hitti þarna stelpu sem
var einu sinni með mér í bekk og bað ég hana að vísa mér
til læknisins sem ég vissi að var þarna einhvers staðar. Hún
fór með mig í herbergi á bak við búðina og var læknirinn
þar inni. Hann var klæddur borgaralegum fötum, ekki í
læknaslopp og engin lækningatæki sá ég þar inni.
Læknirinn skoðaði sárið og sagði við mig eitthvað á þessa
leið: „Þótt þú finnir ekkert til í sárinu núna, þá finnur þú
mikið til þegar ég dreg kúluna út.“ Þegar hann hafði sagt
þetta vaknaði ég.
Ein forvitin.
Ekki þarft þú að hafa áhyggjur af því að þú hrökkvir upp
af á næstunni því þessi draumur boðar þér ianga og farsæla
lífdaga. En á næstunni verður þú fyrir einhverju óhappi,
ekki mikilvægu, sem verður til þess að þú þarft að leggja
fram einhverja peninga. Þetta sem kallað er „óvænt út-
gjöld“. Þó berð þú ekki stóran skaða.
BÍLSLYS
Kæri draumráðningamaður eða kona!
Ég er fyrir stuttu síðan búin að senda ykkur draum sem
þið réðuð fljótt og vel. Hér kemur annar sem ég hef áhyggj-
ur af og er hann svona:
Mig dreymdi að ég væri á gangi hérna í Borgarnesi og var
ég stödd fyrir utan hús konu sem vinnur með mér. Allt í
einu kom jeppi á fleygiferð og keyrði yfir mig. Ég lá eftir í
götunni en jeppinn hélt áfram og sá ég að einn maður var
í honum.
Svo komst ég inn til konunnar og var hún þar með alla
fjölskylduna. Hrópaði hún upp yfir sig þegar hún sá sárin
á fótunum á mér, þvoði þau og bar á þau smyrsli. Var ég
með mjög miklar kvalir í fótunum.
Allt í einu var kominn þarna strákur sem ég var með og
er hrifin af. Hann studdi mig og sagðist ætla að fara með
mig heim til sín og um leið og hann kom við mig hurfu allar
kvalir og ég fór út með honum, mjög hamingjusöm og í
sæluvímu.
Þakka fyrirfram fyrir ráðninguna.
Skotta í Borgarnesi.
Slæmt er að þú skulir ekki geta nafns þíns, því þó ekki
sé það algild regla að slíkt hjálpi við ráðningar, myndi það
sennilega gera það í þessu tilfelli. Draumurinn boðar þér, í
stuttu máli sagt, frjósamt hjónaband, en þar sem viff þykj-
umst vita aff nokkur ár séu í þaff hjá þér, þá áttu þann hluta
draumsins til góffa. Á næstunni, aftur á móti, verffur þú
fyrir smávægilegum skakkafölium og kosta þau þig ein-
hverja peninga.
BRÚN AUGU - BLÁ AUGU
1 því mikla flóði frétta og greina, sem streymir
fyrir augu manns dag hvern, er alltaf ein og ein,
sem sker sig úr hinum og festist rækilega í minni.
Slík grein hirtist í öllum lielztu hlöðum vestanhafs
í fyrra og fjallaði um tilraun með sjálfsblekkingu
og hleypidóma, sem ung, bandarísk kennslukona,
Jane Elliotl að nafni, gerði.
Um það leyti, sem Martin Luther Iving var myrt-
ur, gerði liún sér Ijóst, að hún kæmist ekki hjá að
útskýra fyrir börnunum hið viðkvæma kynþátta-
vandamál. Hún ákvað að gera það á þann hátt, að
börnin skildu til fulls i hverju vandamálið væri
fólgið og glej'mdu því ekki. Hún fékk snjalla hug-
mvnd og framkvæmdi hana. Hvernig væri að láta
börnin sjálf lifa sig inn í vandamálið? Yæri ekki
hægt að setja það á svið? Hún sagði við börnin:
„Hugsum okkur, að við skiptum nú bekknum i
bláeygt og brúneygt fólk, og að í dag væri bláeygða
fólkið óæðra og ófullkomnara fólkið. Siðan skulum
við snúa dæminu við á mánudaginn. Eigum við að
revna?“
Allur bekkurinn samþykkti þessa frumlegu uppá-
stungu fullur áliuga og eftirvæntingar. Sumir álitu,
að þetta mundi verða skemmtilegur leikur. Aðrir
hugsuðu um það eitt, að með þessu móti losnuðu
þeir við hina daglegu kennslu.
Þetta varð í rauninni miklu meira en saklaus
leikur. Jafnvel kennslukonuna hafði ekki órað fyr-
ir þeirri óliugnanlegu niðurstöðu, sem tilraunin
leiddi til.
Fyrri daginn voru hrúneygðu börnin betri, snyrti-
legri og gáfaðri en þau bláeygðu. Og á augabragði
lifðu börnin sig inn í leikinn, eins og um raunveru-
leika væri að ræða. Brúneygðu börnin nutu þess að
ná sér niðri á bláeygðum bekkj arsystkinum sinum,
liæðast að mistökum þeirra og kalla þau bláeygð,
sem þýddi sama og heimskur. Ekkert þeirra bauð
einu sinni beztu vinum sínum úr hópi þeirra blá-
eygðu að leika við sig í frímínútunum.
„Lhn hádegið var ég orðin veik,“ sagði kennslu-
konan. „Ég óskaði þess, að ég hefði aldrei byrjað á
þessu. Hugsunin var ekki lengur að verki, þegar
sagt var, að barnið væri bláeygt eða lirúneygt. Blá-
eygðu börnin áttu sannarlega bágt. Þau báru það
greinilega með sér, að þau höfðu beðið ósigur. Og
þeiro gekk verr við námið. Útlit þeirra og látbragð
sýndi ljóslega, að þau voru óæðri og ófullkomnari.“
Það er óþarfi að rekja tilraunina nánar. Frásagn-
ir af þessum atburði bárust óðara langt út fyrir
kennslustofuna. Þarna var vandamál vandamál-
anna í hnotskurn, — einföld aðferð, sem sýndi svart
á hvitu, hversu kynþáttaaðgreiningin er röng og
viðurstyggileg. G. Gr.