Vikan


Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 38
hann gat ekki miðað nákvæm- lega. - En þarna var ljós i allri stofunni. - Skiptir engu máli. Morðinginn var i myrkri. Hann sá hvorki eitt néannað. Reyndu að skilja þetta, sonursæll. Það er eins greinilegt og hárið á hausnum á þér. Bjálfi brosti. Hann brosti svo breitt og vingjarnlega, að allir kunnu vel við hann, þrátt fyrir 'neimskuna. - Sonur sæll! sagði Hooper. - Hefurðu nokkurntima séð blindar. mann lita á úriö sitt? Jæja, það hef ég. Blindur maður litur auðvitað ekki á úrið. Hann finnur, hvað timanum liður með fingrunum. - Venjulega eru þetta sérstök úr. Það er ýtt á takka og glerið opnast. Blindi maðurinn snertir við báðum visunum, og veit þá samstundis, hvað klukkan er. . Tekur ekki nema sekúndu. - Ó! sagði Bjálfi. Hann starði lengi út i bláinn. Settist niður, rétt eins og dottið hefði ofan yfir hann. - Þu heldur þá, að morð- inginn sé blindur? - Já, heldur betur, sonur sæll. Alveg greinilega. Sennilega hefur hann skilið eftir úrið sitt heima, eða kannski er það hjá veðlánara, eða i viðgerð. Að minnsta kosti hefur hann þurft að vita hvað klukkan var, þegar hann hafði lokið við morðið. - Hann heyrði tifið i klukkunni. Hann opnaði glerhurðina og seildist eftir visinum, en skildi af tilviljun eftir strik á skífunni og klessu á visinum. Skilurðu nú? Bjálfi leyfi sér að falla I djúpa þanka. - Til hvers skyldi hann hafa þurft að vita, hvað klukkan var? - Nú, kannski átti hann stefnu- mót við stúlkuna sina. Hugsaðu ekki ofmikið um það. Það skiptir engu máli, - Mér var bara að detta i hug, .... En Bjálfa gekk seint að hugsa. - Þú ert alltaf að segja mér, Dan, að það s'é ekkert gagn i neinni kenningu, nema hún hafi svar við öllu. - Það er ekki nema satt, en þU þarft enga skýringu á þvi, hvers- vegna maður vill vita hvað klukkan er. En ertu að brjóta heilann um eitthvað fleira? - Já, en ég býst bara viö, að það sé þá bara önnur vitleysan frá. Er ekki blindur maður venjulega mjög þefvis? - Jú, og heyrir lika vel. - Er það ekki skrltiö, að hann skyldi ekki finna þefinn af nýju málningunni? - Við spyrjum hann um þaö, sonur sæll. Við athugun á honum nefiö. Ég býst viö að festa fingur á honum fljótlega. En fyrst skulum við tala svolitið við hann Maydock. Maydock, einkaritarinn, kom út úr litlu herbergi, næstu skrif- stofunni. Hann var hávaxinn maöur um fertugt, virðulegur, snyrtilega klæddur og dálitið mikill á lofti. - Hr.’ Maydock, sagði Hooper, þegar ritarinn var seztur. - þér unnuð talsvert lengi frameftir I kvöld? — Hr. Hargrave bað mig um það. Hann gerði það oft þegar hann þurfti að afgreiða áriðandi Tnálsskjöl til lögmann- anna. í kvöld var hann með eitt slikt og ég hraðritaði það niður. - Hvertiig stóð á þvi, að Hargrave hafði svona mikla peninga I skápnum sinum? - Það’var ekkert óvenjulegt. Hann- hafði þá föstu reglu að heimta fyrirframgreiðslu hjá - humm - vissum flokki viðskipta- manna. — Þar eigið þér auðvitaö við glæpamenn. Dan Hooper glotti Ibygginn. ; - Klókur maður, Hargrave. Hver var viðskipta- maðurinn? — Harry Lounsberg. - Sá bölvaður fantur! Honum •var sleppt gegn tryggingu i vikunni sem leið. Hvenær kom hann, og hve lengi stóð hann við? -Hann kom klukkan tæplega sjö og fór aftur klukkan rUmlega tiu. Ég fór inn i skrifstofuna mina til að afrita skjalið á ritvélina. Hr. Hargrave sat kyrr við skrifborðið sitt. Hann kállaði á mig öðru hverju og lét mig lesa upp úr sk- jölunum. - Og hve lengi stóðuð þér við? - Þangaö til langt gengin ellefu. Ég þurfti að fá mér bita áður en ég færi heim, svo að ég kom við i hótelinu handan götunnar. En ég hafði ekki verið þar nema svo sem tiu minútur, þegar Hargrave hringdi i mig úr skrifstofunni sinni. - í hótelið? spurði Hooper. - Hann vissi, að ég var vanur að koma þar við þegar ég vann lengi frameftir. Hann var i eitthvað vondu skapi og ég vissi, að eitt- hvað hafði komið honum Ur jafnvægi eftir að ég fór. - Og ég veit vel, hvað það var, sagði Hooper og gaut augunum merkilegur á svipinn, að hálf- kláraða bréfinu á borðinu. Einhver hringdi hann upp og bað hann að lána sér tvö hundruð pund. Hvað sa'gði hann við yður? - Hann tók það skýrt fram við mig, aö ekkert lægi á, en bað mig að lita inn I skrifstofuna áður en ég færi heim og taka bréf til manns, sem ætti heima skammt frá mér. Hooper leit á Bjálfa, sigri- hrósandi. - Og þarna er umrætt bréf, sagði hann og benti með þur fingri á borðið. - Hargrave ætlsúi að stinga fimmtiu pundurr. i bréfið. En hann lauk aldrei viu að skrifa það. Svo að þér lukuð við bitann yðar I rólegheitum, hr. Maydock? - Já, það gerði ég. Hr. Hargrave hafði lika beðið mig að færa sér eitt kvöldblað, en það var erfitt að ná i það á þessum tima dags, og klukkan var næstum tólf þegar ég kom i skrif- stofuna. - Og þá var Hargrave dauður? - Já, dauður, sagði Maydock og leit hátiðlegur á svipinn á likið. NU varð þögn meðan Hooper gekk að borðinu og tók upp bréfið. - Lesið það! sagði hann og rétti það að Maydock. Skrifarinn las það án þess að breyta svip. - Það lá á borðinu, sagði Hooper til skýringar. - Sáuð þér það, þegar þér komuð inn? - Nei, það gerði ég ekki. Ég tók ekki eftir neinu nema þvi, að hr. Hargrave var dauður. Og þá kallaði ég samstundis á lög- regluna. - Þér hafið enga hugmynd, um, hverjum þetta bréf var ætlað? - Nei, enga hugmynd, sagði Maydock, en það var einhver óvissa i rómnum og hann leit undan augnaráði Hoopers. - Kannski finnum við, hver það er, sagði Hooper og gaut auguum ibygginn til Bjálfa. - Vitið þér, hr. Maydock, hvort hr. Hargrave átti nokkurn kúnningja, sem var blindur - og á heima á eitthvað svipuðum slóðum og þér? Ritarinn hrökk við og rósemi hans var allri lokið. - Kannski eigið þér við Martin Dunmoore, mág hr. Hargraves? Hann er blindur og á heima skammt frá mér. - NU? Mágur hans? Vitið þér, hvort þessi Dunmore hefur verið að fá peninga að láni hjá hr. Hargrave? - Það get ég ekkert um sagt. - Getið eða viljið ekki? sagði Hooper strlðnislega. Hann var kominn i gott skap. - Jæja, ég. ætla að spyrja Dunmore, til hvers hann hafi þurft að fá tvö hundruð pund I svo miklum hasti og svona siðla I gærkvöldi. Er hann giftur? - Nei. Frú Hargrave er systir hans. - Hvar á hann heima? - t gistihúsinu Hólnum i Streatham. - Gott! sagði Hooper. Það Ijómaði næstum af haröneskju- Iega andlitinu á honum. Hann gekk til dyra og opnaði þær. - McCabe! kallaði hann. - Hérna, herra! - Farðu I gistihUsið Hólinn i Streatham — hr. Maydock segir þér nákvæmlega, hvar það er - og náðu I Martin Dunmore. Komdu með hann hingað og flýttu þér nú. - Sjálfsagt, liðþjálfi. Hooper skellti aftur hurðinni, i góðu skapi. - Það er betra, að þér biðið, hr. Maydock, sagði hann við ritarann. - Þér getið fengið að sjá sitthvað forvitnilegt. Það er ekkert, sem jafnast við það að sjá morðingiann standa augliti til auglitis við hinn myrta. Það bregzt ekki, aö þá fellur iiann saman. - En Dunmore er blindur, sagði Bjálfi hæversklega. Þetta var fyrsta tillag hans til samtalsins. Kannski fellur hann ekki saman. - JU, það gerir hann áreiðan- lega. Hooper leit á úrið sitt. - Ég held ég verði að skreppa á stöðina, ef eitthvað skyldi hafa gerzt þar. Þú verður hér kyrr, Bjálfi og gætir þess, að ekki sé hreyft við neinu. Bjálfi kom sér enn betur fyrir i Iága hægindastólnum. Annað brUnleita augað var opið, en hitt lokað. - Sniðugur náungi, hann Hooper, sagði hann syfjulega og hafði ekki þetta eina auga af rit- aranum. Svo andvarpaði hann, rétt eins og hann harmaði það að vera ekki svona sniðugur sjálfur. — Hugsa sér — að leysa morögátu út frá tveimur málningarklessum á klukku! - Klessum? Maydock lét i ljós fyrirlitningu sina, en var forvitinn um leið. Bjálfi sagði honum frá málningunni. - Já, ég skil, tautaði Maydock. - Dálitið sniðugt! — Dálitið, þó, þó! Þetta er bara hreinasia snilld. Maydock vppti bara öxlum. Bjálfi hélt áfram að brjóta heilann, en hafði ekki opna augað afritaranum. Og Maydock virtist farinn að vera dálitið ópolin- móður. Það var hálf—óhugnan- legt að láta horfa svona á sig með einu auga. - Það sem ég get ekki skilið, sagði Bjálfi eftir langa þögn, - er til hvers morðinginn þurfti að vita, hvað klukkan var. Honum Hooper var að detta i hug, að hann hefði kannski átt stefnumót við stúlkuna sina um þetta leyti. Hooper hefur nú alltaf svo mikið skopskyn. Ritaranum þótti þetta ekki svaravert. -Skritið þetta, hélt Bjálfi áfram hugleiðingum sínum. - Ef moröinginn hefði ekki þurft að vita, hvað klukkan var, hefði hann ekki snert klukkuskifuna og þá hefði hann heldur aldrei náðzt. - Það liggur i augum uppi, sagði Maydock kuldalega, en hann var . samt enn ókyrr undir þessu stöðuga eineygða glápi. Bjálfi hélt áfram: - Það er likast þvi sem hann hafi komið upp um sig af ásettu ráði með þvi að setja þessar klessur á skifuna. - Ég mundi nú heldur segja, að það hefði verið gleymska. - Haldið þér það? Jú, kannski cr það rétt hjá yöur. Kannski hefur þetta bara verið hugsunar- leysi. En nversvegna vera hugsunarlaus, einmitt á þessari 38 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.