Vikan


Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 22
«c hann um að koma, vegna þess að hann á að hafa ásakað þig opinberlega um vissa hluti, svo margir heyrðu. Ég hef líka heyrt orðróminn. Það er sagt að þú sért elskhugi konunnar minnar. — Ég hef sagt þér, Dmitri, að það er svartasta lygi. Na- tasja vafði vasaklútnum í si- fellu um fingur sér. — Þegiðu, Natasja, ég er að tala við Andrei. Er þetta satt? — Trúir þú ekki orðum konu þinnar? Dmitri missti alveg vald á sér. — Hættið þessum leik! öskr- aði hann. — Svaraðu mér, djöf- ullinn þinn. Það eina sem ég krefst af þér, að þú svarir heið- arlega, já eða nei. Við erum bræður og við höfum líka ver- ið vinir. Við höfum aldrei log- ið hvor að öðrum . . . — Nei, við höfum aldrei logið. Andrei leit á Natösju. Hann vildi ljúga hennar vegna, en hann gat það ekki. — Þá er þetta satt! Dmitri lamdi hnefanum í borðið. — Ég gat ekki trúað þessu. Það var svo ótrúlegt . . . hún og þú . . . — Því er lokið af minni hálfu fyrir meira en ári síðan, það get ég svarið. sagði An- drei. — Þetta var brjálæði, sem greip okkur bæði, en nú er því löngu lokið. Þú verður að trúa því. Natasja hafði fallið á kné fyrir framan eiginmann sinn. Hún grét ofsalega. —• Ég vildi ekki særa þig, Dmitri, en við gátum ekki gert að þessu. Það skeði einfaldlega. — Góði Guð, þetta er óþol- andi. Dmitri þreifaði eftir borð- inu, þangað til hann fann hníf. Hann ýtti Natösju frá sér og stökk í áttina að Andrei. Þeir hörfuðu aftur á bak upp að veggnum. Andrei reyndi að ná taki á höndinni sem hélt á hnífnum, en Dmitri var óð- ur af bræði. Ég sá að hann stakk hnífn- um í eitthvað, en Andrei varð- ist samt ennþá. Svo komu þjón- arnir hlaupandi og Ivan og einn af þjónunum gátu náð taki á Dmitri og haldið honum föst- um. Æðið rann af honum jafn skyndiiega og það hafði komið yíir hann. Hann hristi menn- ina af sér og fleygði hnífnum irá sér. — Farðu, sagði hann þung- lega, — farðu, áður en ég drep þig. Andrei hallaði sér upp að veggnum. Jakkinn hans var sundurrifinn og skyrtan hans blóðflekkuð. — Hvað ætlarðu að gera við Natösju? spurði hann. — Hún er konan mín. Það kemur þér ekki við hvað milli okkar fer. Andrei leit á konuna, sem lá á grúfu á gólfinu og hélt hönd- um fyrir andlitið. —- Natasja. sagði hann, — einu sinni bað ég þig að koma með mér, en þú vildir það ekki. Nú bið ég þig þess sama í síð- asta sinn. Natasja leit upp. Hárið var úfið og andlitið grátbólgið, en samt var hún ótrúlega fögur. — Hvað á að gera við Na- tösju? hafði hún upp eftir hon- um. — Það er of seint, alltof seint . . . Farðu burt, Andrei, þú getur ekkert gert núna. Farðu sem lengst í burtu. Ég sá að Andrei studdi sig við vegginn. — Ivan, sagði hann, þú verð- ur að hjálpa mér. — Já. herra. Ivan leit á Dmitri með áhyggjusvip. svo gekk hann til Andreis og leiddi hann út úr stofunni. Ég flúði, í dauðans of- boði, upp á herbergið mitt . . . Það var ekki um annað tal- að en þetta hneyksli meðal heimilisfólksins og garðyrkju- mannanna. Sjálf reyndi ég að vera eðlileg og láta þetta ekki á mig fá. Ég þurfti líka að hugsa um Paul. Natasja lokaði sig inni á herbergi sínu og vildi ekki tala við neinn ann- an' en lækninn. Dmitri og Jean lokuðu sig inni á skrifstofunni og lögðu á ráðin um uppbygg- ingu kaðalverksmiðjunnar og húsanna. sem höfðu eyðilagzt í eldinum. Að lokum varð mér betta ofraun, ég lét söðla hest og reið yfir að Ryvlach. Vera frænka sat í dagstof- unni, álút yfir saumum sínum. Við töluðum stundarkorn um þessa atburði, en svo bað ég að heilsa Maryu, sem ekki var komin heim og gekk niður garðstíginn með hestinn í taumi. Þá kom ég auga á An- drei. sem sat á einum stein- bekknum. Ég gat ekki snúið viö, því að hann var búinn að koma auga á mig. —- Hvað eruð þér að gera hér, hvers vegna eruð þér ekki i rúminu? —- Eg varð að fara á fætur til að hressa mig. Ég fer til Parísar, Ítalíu eða Englands, um leið og læknirinn leyfir mér að fara. Ætlið þér að koma með mér? sagði hann brosandi. — Hvað mynduð þér segja ef ég tæki yður á orðinu? — Mér er alvara. Þér björg- uðuð lífi mínu fyrir nokkru, nú getið þér bjargað sál minni. — Hvaða vitleysa. — Já. ég geri ráð fyrir því. Hann andvarpaði og sagði svo í alvarlegum tón: — Hvernig líður Natösju? Hvað hefur hann gert við hana? — Ekkert. Hún hefur lokað sig inni á herbergi sínu. — Ég er fegin að hann skuli ekki gera henni mein. Þetta er allt svo furðulegt. Þegar ég bað hana að koma með mér, bað ég um leið til Guðs að hún segði nei. Of seint. sagði hún, og það var satt. Of seint . . . voðalegasta orðið í öllum tungumálum. Mér fannst ég alveg ráða- laus. Ég gat ekkert sagt . . . ekkert gert. — Og hvað ætlið þér að gera? spurði hann svo. — Vera um kyrrt á Arachino? —• Samningur minn hljóðar upp á eitt ár. Ég fann tómleik- ann innra með mér, þrúgandi vissu um að öllu væri lokið. — Já, þér ætlið auðvitað að halda út árið, eins og vera ber. Þér eruð sannarlega góð mann- eskja, ungfrú Weston. Ég stóð upp, beit á vörina, svo hann gæti ekki séð að hún titraði. — Verið þér sælir, Andrei greifi. — Yður liggur ekki svona mikið á, sagði hann og stóð líka upp, greip hönd mína og dró mig að sér. — Hvað sem bér hugsið og viljið, þá er þakk- læti mitt innilegt. Hann kyssti mig lauslega á munninn. Örvæntingin var alveg að kæfa mig. Etr sleit mig lausa og hlióp við fót niður garðsstíginn með hestinn í taumi. Ég fór ekki á bak fyrr en ég kom út úr hliðinu og þá þeysti ég alla leiðina til Arachino. f fyrsta sinn sem Natasja yf- irgaf svefnherbergið sitt, bauð hún mér að borða með þeim h-íónunum og Jean. Það var einhver skuggi yfir fepurð hennar. Dmitri talaði alitoi hátt og alltof glaðlega, en mest var breytingm á Jean. uann var þögull sem fyrr en það var einhver ógnvekjandi sigurvissa i þögn hans. Ég sá að Natasja forðaðist að líta á hann og einu sinni þegar hann snerti við handlegg hennar, hrokk hún við, eins og hún hefði brennt sig. Síðar um kvöldið, þegar ég sat í herbergi mínu og var að skrifa bréf, var drepið á dyr og Natasja kom inn. Hún var komin í slopp og Hafði losað hárið. Hún gekk fram og aftur um gólfið og var sýnilega mjög taugaóstyrk. — Get ég hjálpað yður, ma- dame? sagði ég. — Eg veit ekki hvers vegna ég kem til yðar, sagði hún. — Þér eruð ekki hrifin af mér og ég ekki af yður, en ég verð að tala við einhvern, — ég verð! Góði Guð, ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs! Hún hneig niður á svól og grönnu fallegu hendurnar vöfðu í sífellu upp á beltisend- ann. —• Ég er barnshafandi, sagði hún. — En er það ekki það bezta sem getur hent yður? Það hlýt- ur að muna öllu. Greifinn verður yfir sig ánægður. Hún leit á mig. en svo leit hún snöggt undan. — Hann á ekki barnið, sagði hún. Ekki . . . Ég fann svo sáran sting fyrir brjóstinu að ég kom ekki strax upp orði. Svo gat ég stunið upp: — ,Er . . . er það Andrei? — Nei, nei, ekki Andrei. Ó, ef það væri nú svo gott. Það er auðvitað Jean, ég er viss um að yður hefur grunað það. Ég veit að þér fyrirlítið mig, en þér vitið ekki hvernig allt er? Andrei kom mér til að gera alls konar vitleysu. Ég hafði ekki séð hann í heilt ár. Svo kom hann hingað og vildi ekk- ert hafa með mig að gera. Þess í stað skemmtir hann sér með yður . . . Já, þér skuluð ekki neita því að yður líkaði það vel. Haldið þér að ég hafi ekki séð það? — Það er ekki satt. - Getum við ekki hætt þess- um látalátum? Skiljið þér mig ekki? Ég varð að gera eitthvað til að særa hann, eitthvað sem fengi hann til að snúa sér að mér aftur og Jean var líkastur kjölturakka, sem var á snöpum eftir snertingu eða hlýlegum Framhald á hls. 44. 22 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.