Vikan


Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 22.06.1972, Blaðsíða 12
BLINDING SPENNANDI SAKAMÁLASAGA Klukkan stóö á einum hnotuviðar-bókaskápnum i einka- skrifstofu mannsins, sem myrtur haföi verið. Hún var út gylltum marmara. Skifan var úr silfri en visarnir skreyttir gimsteinum, og sýndu nú, aö klukkan vár stunda- fjóröung yfir tvö að morgni. Fallegur gripur, hugsaöi Daniel Hooper, lögregluliöþjálfi. Valentine Hargrave, glæpalög- fræöingurinn mikli hlýtur aö hafa orðið af meö drjúgan skilding fyrir hana. Liöþjálfinn var stór maöur og hörkulegur og bar með sér vald og þrautseigju. Undir haröa hattinum var nægilegt rými fyrir heila og klóku augun sýndu, að hann kunni aö nota þennan heila. Þaö fór ekki margt framhjá þessum hvössu augum hans - ekki einusinni smáatriöi eins og mjótt málningarstrik á klukkuskifunni. Hooper horfði fastá þetta strik. Hann neri gleriö með þumal- fingrinum, en strikiö var bara ekki þar. Þaö var á sjálfri skifunni, innan viö gleriö. Hann opnaöi rúöuna og athugaöi strikiö gegn um stækkunargler. Frekari athugun sýndi ofurlitla klessu á mlnútu- vfsinum, en þaö var ekki nema dropi eöa dlll. „Meiri málning”, tautaöi Hooper og gaut augunum á blettina. „Allstaöar málning” Hann braut heilann I þungu skapi. Málningarblettur á klukkusklfu? Hooper haföi gaman af aö brjóta erfiöar hnetur. Það var hans sérgrein. En hann vildi bara geta náö almennilegu taki á þeim meö hnotbrjótnum En þessi hnot hoppaði bara frá honum, þegar hann ætlaöi aö ná taki á henni. Þaö var rétt eins og einhver heföi sett hana þarna til þess aö rugla hann I riminu. Hinar klessurnar gat hann skiliö - gráar málningarklessur af ýmislegri stærö og lögun, sem hann hafði fundiö á tréverkinu, skrifborðinu, peningaskápnum og gluggakistunni. ■ Þær mátti ráöa af votu málningunni á huröinni inn I skrifstofur Valentine Hargraves. Moröinginn haföi snert huröina meö hanzkaklæddri hendi. Hooper vissi, aö hann haföi veriö með hanzka vegna þess, aö nokkrir blettirnir voru eins og eftir fingurgóm, en án allra fingrafara. Hann var aöeins steinhissa á þvl, aö náunginn heföi getað veriö svona klaufa- legur aö varöa veginn sinn meö málningarklessum. En meö málninguna I klukkunni og litlu slettuna á mlnútUvisinum var ööru máli aö gegna. Þetta ruglaöi alveg allri myndinni fyrir honum. Hooper gretti sig ólundarlega. En kless- urnar hurfu bara ekki, hversu sem hann gretti sig. Þær voru þarna og þær hlutu að hafa ein- hverja þýöingu. Moröinginn hlaut að hafa haft einhverja ástæöu til aö opna rúöuna á klukkunni og klessa skífuna og mlnútuvlsinn. Hooper stundi ergilegur. Hann horföi aftur á gráa dflinn og mjóu 'gráu röndina. Honum var fariö aö gremjast þessu og svo moröfhgjanum. Hann skyldi handsama þennan morðingja, þó aö þaö kostaöi heila viku af bláum mánudögum. En hann gat ekkert ráöiö af þessum gráu klessum. Hann virti fyrir sér þennan rólega virðuleik, sem einu sinni haföi veriö Valentine Hargrave. Honum haföi llka veriö illa viö Hargrave. Hargrave hafði verið ofklókur og brögðóttur. Margur glæpamaðurinn, sem Hooper haföi handsamaö var nú I góðu gengi, af þvl að Hargrave haföi fengiö hann sýknaðan. En nú var Hargrave dauður, svo aö þetta var allt liöinn tlmi. Hann sat þarna máttlaus I fallega útskorna skrifborösstólnum meö höfuöiö fett aftur á bak, armana útbreidda, meö fjórar blýkúlur I skroKknum og tvær i veggnum fyrir aftan sig. Hooper renndi hvössum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.