Vikan


Vikan - 27.07.1972, Page 5

Vikan - 27.07.1972, Page 5
að það en við erum búin að vera saman í stuttan tíma, en nú langar mig að spyga þig, af hverju lætur hann svona, er það kannski af því að hann sé hrif- inn af mér eða ekki? Hvað á ég að gera þegar við erum þar sem fleiri krakkar eru og hann læt- ur svona? Jæja, Póstur góður, ég ætla þá ekki að hafa bréfið lengra þv! þá er alveg öruggt að það verður ekki birt. — Ég þakka þér fyrirfram fyrir birt- inguna. K.K. E.J. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin og hvað lestu úr skriftinni? Líklega er ástæðan til þessa háttalags einfaldlega feimni. Tii að sannprófa það gætirðu reynt að vera afundin við hann smá- tíma, snúa upp á þig þegar hann vill tala við þig og neita að labba með honum heim. Ef hon- um þykir það áberandi miður, bendir það til þess að hann sé alvarlega hrifinn af þér. Þá gæt- irðu sem bezt leitt honum hátta- lag hans fyrir sjónir og bent honum á að þú kunnir ekki við þessa héralegu hegðun hans. Þá ætti ailt saman að geta fallið í Ijúfa löð. Skriftin er sæmilega skýr, en ekki snotur, og stafsetningu er ábótavant. Úr skriftinni má lesa dugnað og einbeitni. Alltaf aö lemja mig Kæri Póstur! Ég á systur sem alltaf er að lemja mig. Ef hún situr og er að horfa á sjónvarpið og stend- ur upp til að fá sér að drekka, og ég fer ! sætið á meðan, þá fer hún að lemja mig. Hvað á ég að gera til þess að hún hætti? K.S. Þarftu endilega að setjast í sæt- ið hennar, þótt hún bregði sér frá til að fá sér að drekka? — Hættu því og við skulum sjá hvort hún bætir ekki ráð sitt. En ef þessar barsmíðar hennar keyra fram úr öllu hófi, er varla um annað að ræða en leggja málið fyrir foreldrana. ICORONA SÍMI 15005 30. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.