Vikan - 27.07.1972, Side 34
I húmi nœturinnar
Ég sá alveg, að Robert trúði
ekki þessari sögu um umbúð-
irnar. Líklega hefur hann hald-
ið, að þetta væri bara hugar-
burður minn, og það gramdist
mér talsvert. Svo vitlaus er ég
að minnsta kosti ekki. Sem bet-
ur fór mundi bréfberinn enn
eftir þessum böggli, hvar hefði
ég annars staðið? En hann
hafði hvorki tekið eftir stimpl-
inum né sendandanum, og
böggullinn hefði verið afhentur
á venjulegan hátt og án kvitt-
unar. Þessar rannsóknir kom
því fyrir ekki, og smám saman
féll þetta allt í gleymsku.
En ég gleymdi því bara ekki.
Ég stóð fast á því að við Ro-
bert, að þessum fjörráðum
hefði verið beint gegn mér, og
ég óttaðist mest endurtekningu
á þeim, en hann svaraði dálítið
óþolinmóður:
—- Vertu ekki að því arna,
krakki, reyndu heldur að hugsa
þig svolítið um. Hvernig gat
morðinginn vitað, að þú ætlað-
ir að koma í heimsókn einmitt
þennan dag og á þessari stundu
og að þú mundir éta sukku-
laðið með ungfrú Kalinski?
Þetta er klár della!
Ég var svo óvön því, að Ro-
bert atyrti mig svona, að ég
hætti alveg að ræða málið við
hann. Ég hafði ekki nefnt það,
að konan hafði verið alveg að
því komin að nefna nafn morð-
ingjans, því að hvorki Robert
né lögreglan hefðu borið við að
trúa því, og ég var þegar búin
að gera mig nógu hlægilega.
Væru þeir sannfærðir um, að
mamma hefði framið morðið,
þá lofum þeim að vera sælir í
þeirri trú. Aðeins ég vissi, að
Kalinski hafði dáið, af því að
hún vissi leyndarmálið. Jafnvel
þótt ég hefði í fyrstunni haldið
að hún væri á villigötum, hafði
dauði hennar sannað, að hún
vissi raunverulega, hver morð-
inginn var. Robert gerði mér
vonbrigði. Ég hafði haldið hann
greindari en svona.
11.
Það var komið haust, og við
vorum að halda uppá fæðing-
ardaginn minn og þriggja ára
hjúskaparafmæli okkar. Móðir
Roberts var hjá okkur — hjá
því varð ekki komizt. Þennan
dag nöldraði hún við mig venju
fremur. Ég hafði of margt þjón-
ustufólk, sportbíllinn minn
væri of glæsilegur og of hættu-
legur, lengdin á nöglunum á
mér varla sæmdi dömu, ferða-
fíknin í mér óviðeigandi. og
Robert liti illa út, sem mætti
,.enna því að ég nöldraði of
mikið við hann. Loksins kom
hún að móðurgleðinni. Dyggðir
Dellmerbarnanna voru taldar
upp, og ég var minnt á skyldur
mínar við ættina.
Ég stóð við arininn í reið-
buxum, og með hrossalykt.
Tengdamóðir mín hafði and-
styggð á þessum þef, og einmitt
þessvegna hafði ég ekki haft
fataskipti. Ég rissaði á gólf-
teppið með keyri mínu.
— Hlífðu mér með þessari
bjánalegu ætt, svaraði ég. —
Hans er þegar búinn að eignast
erfingja, og ég sé ekki, að Dell-
mer sé nafn, sem nein sérstök
þörf sé að varðveita.
— Það hefur að minnsta
kosti ekki verið vanvirt.
— Mamma! æpti Robert.
Ég náfölnaði. Mér fannst ég
tóm í höfðinu, og einhver til-
finning læddist um efrivörina
á mér, og einhver rauð þoka
sveif milli mín og snyrtilegu
konunnar, sem hallaði sér há-
tignarlega í dúnsvæflana, en
hendurnar á henni voru svo ó-
svífnar að vera að klappa hund-
unum mínum. Ég reiddi upp
keyrið ...
Ég man, að ég reiddi upp
handlegginn til að slá — einu
sinni og tvisvar, meðan hund-
arnir læddust burt emjandi, og
hún öskraði þangað til hún
loksins lá kyrr á gólfinu, blóð-
ug, og þessir ótrúlega fimu
fingur hennar, sem ég hataði
svo mjög, tifuðu eins og högg-
ormar, slöppuðust síðan en
stirðnuðu að lokum, eins og
klær.
Hvernig Robert hagaði sér,
meðan á þessu stóð, er mér
ekki vel ljóst. Ég fæ alltaf höf-
uðverk þegar ég reyni að rifja
upp atvik í smáatriðum. Stund-
um situr Robert við slaghörp-
una og leikur eitthvað dapur-
legt, en með ógnvekjandi vax-
andi styrk — ég held úr Pétri
Gaut: „í höll Dofrakóngsins".
Stundum glottir hann, klappar
saman lófum og segir með rödd
Kalinski: „Þú ert mella og
maðurinn þinn er bjáni, ha, ha,
ha, bjáni. bjáni, þangað til
röddin er orðin mjög hvell.
Báðar skýringarnar eru ó-
rökréttar og það ruglar fyrir
mér. Ég er skynsöm vera, enda
þótt ég sé stundum kleyfhugi,
og þá renna sannleikur og
draumur saman í ringluðum
heilanum í mér. Af illri nauð-
syn, varð ég meira að segja,
áður en ég skrifaði þessar lín-
ur, að niðurlægja mig og spyrja
Robert, hvað hafi raunverulega
gerzt. Hann sagði söguna allt
öðruvísi, en með hliðsjón af því
sem síðar gerðist, hlýtur hans
útgáfa af henni að hafa verið
rétt. Eftir því sem hann lýsir
því, þá reiddi ég upp keyrið.
Robert gekk að mér aftan frá
og rykkti báðum höndum mín-
um aftur fyrir bak og hélt þeim
þar föstum.
— Hún er gömul kona, Vera.
— Ég heyrði ekki til hans.
Til þess var ég of bálvond.
— Stattu upp, mamma og
biddu konuna mína fyrirgefn-
ingar.
— Viltu ekki heldur horfa á
refsinornina þarna, æpti gamla
konan. — Hún ætlar að leggja
hönd á hana móður þína, Ro-
bert. Hún er brjáluð eins og ég
hef alltaf verið að segja þér.
— Biddu fyrirgefningar eða
farðu héðan út, fyrir fullt og
allt!
Hún fór, en bara inn í her-
bergið sitt, og eftir klukkutíma
kom hún aftur, öll útgrátin og
auðmýkti sig fyrir mér — sagði
að þetta hefði skroppið út úr
sér, en hún hefði ekkert meint
með því. Hún væri gömul, las-
burða og taugaveikluð. Ég yrði
að fyrirgefa sér, ég væri kona
Roberts en hún móðir hans, við
elskuðum hann báðar og þetta
væri svo hræðilegt fyrir hann,
við yrðum að nálgast hvor aðra
meira, og svo framvegis —- ein-
tóm viðbjóðsleg bölvuð hræsni!
En hún engdist þarna frammi
fyrir mér og Robert beið. Hvað
átti ég að gera? Ég sagði gott
og vel, við skyldum gleyma því
og reyna að byrja upp á ný.
Þetta var nú á afmælisdag-
inn minn en daginn eftir slitn-
aði ístaðaólin mín þegar ég lét
34 VIKAN 30. TBL.