Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 10
Björk Guðmundsdóttir, sýningarstúlka, á sýningu í Kaupmannahöfn
1969. Hún er í Maxi-pilsi með slái frá Heklu; á enska tungu er bún-
ingurinn kallaður „hostess dress".
65.0%. Útflutningur Sambands-
ins hefur allur miðast við það
að flytja út ullar- og skinna-
vörur, og fyrir því liggja alveg
sömu rökin og fyrir bráðum
fimmtíu árum, þegar Samband-
ið byrjaði með sína fyrstu
gærurotunarstöð á Akureyri.
Það var 1923. Sama sjónarmið-
ið hefur ráðið stefnunni, er
öðrum verksmiðjum hefur ver-
ið komið á fót. Allt hefur mið-
ast við það að gera ullina og
gærurnar verðmeiri og vinna
þessar framleiðsluvörur sem
mest í landinu sjálfu. Okkur
hefur að sjálfsögðu vaxið fisk-
ur um hrygg, bæði í sambandi
við tæknilega meðferð varanna
og ekki síður í því að fylgjast
með tízkunni, og Mokkakáp-
urnar frá Heklu eru síðasta
gott dæmi um það.
— Þið seljið mest til Austur-
Evrópu?
— Já, meginhlutinn af út-
flutningi iðnaðarvara Sam-
bandsins hefur verið til Rúss-
lands. Þau viðskipti hafa stað-
ið um árabil og farið vaxandi.
Síðasta árið nam þessi útflutn-
ingur hundrað og sautján millj-
ónum króna, og samningar
þessa árs nema hundrað og
tuttugu milljónum króna og
hálfri betur. En sömuleiðis hef-
ur verði unnið mikið að því að
kynna vörur okkar á öðrum
mörkuðum erlendum, og ber
þar hæst Norðurlöndin, Þýzka-
land og Bandaríkin.
—• Hver er ástæðan til þess
að viðskipti ykkar hafa beinzt
svo mjög til Rússlands?
— Ein meginástæðan er sú
að vegna mikilla verzlunarvið-
skipta íslands og Sovétríkjanna
er jafnan gerður rammasamn-
ingur um viðskiptin, þar sem
kveðið er- á um þá vöruflokka,
sem hvort landið um sig býður.
Ullarvörur hafa um langt ára-
bil verið einn þeirra vöru-
flokka, sem komið hafa til
greina af fslendinga hálfu, og
okkar vörur meðal annars ver-
ið keyptar af þeim orsökum.
En að sjálfsögðu hefur líka
hjálpað til að vörurnar hafa
verið vandaðar og á samkeppn-
ishæfu verði.
— Hvernig lízt ykkur á
framtíð viðskiptanna við Vest-
ur-Evrópu, með tilliti til við-
skipta- og efnahagsbandalag-
anna þar? Hvernig hefur
reynslan verið af Efta?
— Reynslan af Efta er vita-
skuld sú, að nú búum við allt
í einu við þau kjör, að okkar
vörur fara tollfrjálsar innyfir
landamæri, sem áður voru á
tollmúrar. Það fer ekki á milli
mála að þetta hefur áhrif. En
svo eru aftur önnur dæmi sem
afsanna það, að bandalög sem
þetta skipti öllu máli fyrir út-
flytjanda. Okkar reynsla í sam-
bandi við skinnavörur, mokka-
kápurnar til dæmis, er eitt slíkt
dæmi. Bezti markaður okkar
fyrir skinnkápur hefur til
þessa verið í Þýzkalandi og
lofar góðu með að verða það
áfram, og þó er þangað yfir
tollmúr að fara. Mergurinn
málsins er því sennilega sá, að
þegar þú framleiðir góða vöru,
sem nýtur eftirspurnar, og ef
verðið er sæmilega samkeppn-
ishæft, þá er það aðalatriði
málsins. Tollar ráða ekki öllu
þar um.
— Hefur iðnaðurinn hérlend-
is grætt eða tapað á Efta-að-
ildinni, að þínum dómi?
— Ég held að við höfum yf-
irleitt haft hag af aðildinni enn
sem komið er. En ennþá hefur
ekki reynt á það til fulls, því
að tollarnir hafa verið að smá-
lækka á vörum, sem fluttar eru
inn og keppa við íslenzkan iðn-
að. Það er því ekki séð fyrir
endann á því, en enn sem kom-
ið er held ég að iðnaðurinn
hafi ekki fundið mikið fyrir
aukinni samkeppni vegna að-
ildarinnar.
— Hvort heldur þú að að-
staða iðnaðarins hjá okkur
myndi batna eða versna með
þátttöku í Efnahagsbandalagi
Evrópu?
—■ Nú er ég ekki viss um að
ég sé í aðstöðu til að dæma
fyrir nema þann hluta iðnað-
arins, sem framleiðir til út-
flutnings. En áreiðanlega greið-
ir það fyrir útflutningsiðnaðin-
um að geta selt vörur sínar
tollfrjálsar. Og því er ekki að
leyna að því stærri sem efna-
hagsbandalögin verða, þeim
mun stærri verða markaðirnir
og möguleikarnir á þeim meiri.
—■ Nú er vestur-evrópski
markaðurinn sennilega kröfu-
harðari en sá rússneski. Eru ís-
lenzku vörurnar þar þá eins
samkeppnishæfar?
— Það reynir ekki á það með
sama hætti. I Vestur-Evrópu
förum við með okkar vörur á
sýningar, vitum hvað þeir bjóða
og bjóðum okkar vörur í sam-
keppni við þá. Hins vegar vit-
um við ekki svo gerla um sam-
keppnina við okkar vörur í
Rússlandi. Hitt má hins vegar
merkja að vörur okkar líka þar
vel, því magnið hefur vaxið ár
frá ári.
— Hvernig hefur ykkur þá
gengið vestan tjalds?
— Stærstu verksmiðjurnar
okkar, Gefjun og Hekla, hafa
báðar selt fyrirfram mjög stór-
an hluta af framleiðslu sinni,
og hafa þess vegna rétt haft
undan að sinna því sem þurft
hefur á innanlandsmarkað til
viðbótar við útflutninginn. En
Skinnaverksmiðjan Iðunn hef-
ur eftir endurbyggingu sérhæft
sig sérstaklega í skinnavöru til
útflutnings, og mjög mikill hluti
af allri þeirra framleiðslu er
fyrirfram seldur til útlanda. Og
smám saman er verið að byggja
upp fyrirtæki til að vinna dýr-
ari og verðmeiri vörur úr ís-
lenzku gærunni, og þar á ég
sérstaklega við mokkaskinnin.
En varðandi nýju sútunarverk-
smiðjuna er einmitt ætlazt til
að hún sérhæfi sig í fram-
leiðslu á því skinni, sem nú
er hvað vinsælast, í skinnkáp-
um og skinnjökkum á karla og
konur. Og eftirspurninni á því
sviði virðist ekki hægt að full-
nægja, hvorki á fullunninni
vöru, flíkum eða á hráefninu
sjálfu.
— Hve mikið hefur útflutn-
ingur ykkar aukizt síðustu ár-
in?
— Magnið hefur stóraukizt.
Fyrir um tíu árum var enginn
útflutningur sem orð væri á
gerandi, nema á skinnavörum.
Gærur hafa að vísu verið út-
flutningsvara um langt árabil,
en nánast allt annað er viðbót
10 VIKAN 30. TBL.