Vikan - 27.07.1972, Qupperneq 40
Herraundirfatnaður.
Verðum jafnan með fyrirliggjandi úrval af mynstruðum og einlitum
nærfatnaði úr terelin og bómuli, og eins úi1100% bómull i litum.
UMBOÐSMENN
ÁGCST ÁRMANN H.F.
SÍMI: 22100.
hann nú sinni meira
silungsveiöum en rikisstjórn, og
á Spáni hlýðir engum að setja sig
upp á móti vilja hans, ekki heldur
þótt maður heiti greifi Bourbon af
Barcelona.
Fjölskyldan Franco hefur
glatað möguleikum sinum til að
verða konungleg. En dóttur-
dóttirin Maria, sem nú er oröin
eiginkona Alfonsos prins meö
bláa blóöið, hefur sitt allavega á
þurru.
Og það gleður gamla her-
mannmn.
MAÐURINN MINN
VEIT EKKI...
Framha Id af blt. 17.
læsti mig inni á herberginu mlnu,
þangað til við fórum heim. Sagði
að ég væri veik. Ég var það
reyndar, sjúk á sálinni. Og
óhrein. Mér fannst ég gæti aldrei
þvegið af mér þessi óhreinindi.
Hefði ég vitaö þá að ég haf ði orðið
barnshafandi þarna i lautinni, þá
hefði ég án efa svipt mig lifi.
— En það leið þó nokkur timi
þangað til mér var þetta ljóst, eða
þegar ég átti von á blæðingum.
En einhvernveginn komst þetta
ekki inn I hausinn á mér. Ég var
búin að vera heima I hálfan
mánuð og mér fannst lifið einskis
vert.
Þá viku átti ég að hafa tiöir.
— Ég heyröi ekkert frá Bernt.
Mamma og pabbi sögðu ekkert.
En það var eins og þau væru
alltaf að vakta mig, en það var
vegna þess að ég gerði enga til-
raun til að hitta Bernt. En mér
fannst það sjást á mér hvað ég
hafði gert. Skömmin hlaut aö
vera augljós. Ég átti að dvelja
hjá þeim I sveitinni þaö sem eftir
var af sumarfriinu, en ég hélt það
ekki út og dreif mig til borgar-
innar. Þaö var þá viku sem ég
átti að hafa tiðir.
— En þær komu ekki?
— Þaö var hræöilega heitt
þessa viku. Ég var þreytt og lá I
rúminu fram á dag. Hafði ekki
löngun i mér til að gera nokkurn
hlut. Ég þráöi aöeins Bernt og
óskaði þess að öllu hjarta að hann
léti heyra i sér. A laugardags-
morgun var hringt dyrabjöllunni.
1 fyrst,u var ég að hugsa um að
svara ekki, en gerði það nú samt.
Og þar stóð hann, þaö var B'ernt!
Guð einn veit hve glöð ég varð.
Ég fleygði mér i faðm hans.
Lengi vel komum við ekki upp
nokkru orði, það var eins og við
þyröum ekki að losa faðmlagið,
nutum þess að finna nærveru,
hvors annars. En svo varð faðm-
lagiö okkur ekki nóg og við nutum
þess að vera saman aftur eins og
áður og okkur leiö svo dásam-
lega. Það var eins og að koma
heim úr útlegð.
— Ég hefði auðvitaö átt að
segja honum frá þvi sem skeði, en
ég gat ekki fengið mig til að eyði-
leggja þessar unaðslegu stundir.
Ég þagöi.
— Og ég rauf ekki þögnina
heldur, þegar mér varð ljóst aö.ég
væri barnshafandi. í fyrstu,
þegar mér fór aö liða illa á
morgnana og ég fann hvernig ég
tútnaði öll út, hélt ég að þetta
hlyti að vera barn-Bernts. Það
var svo sem ekkert undarlegt að
ég heföi orðiö barnshafandi, þar
sem við höfðum ekki haft neinar
varúöarreglur, ekki gefiö okkur
tima til þess, eins og viö höfðum
þó alltaf gert áður. En ég trúði
ekki lengi á þessa sjálfs-
blekkingu, ekki þegar ég hugsaöi
til þess hvenær tiðirnar hættu.
Ég gekk meö barn, sem Bernt var
ekki faðir að ....
— Hvað átti ég að gera? Hún
horfði á mig eins og ég gæti
svarað. — Þetta varð svo and-
styggilegt ástand. Ég elskaði
Bernt. Hann elskaði mig líka
innilega. Og ég, ég gekk með
barn i maganum, sem einhver
ljóshæröur náungi var upphafs-
maöur aö. Það var útilokað að
hugsa um fóstureyðingu. Þá yrði
ég að segja allt af létta. Ég
myndi missa Bernt og foreldrar
minir yrðu viti sinu fjær. Að
deyða barnið, hver svo sem var
faðir þess. Þau myndu aldrei
skilja það.
— En að tala við Bernt. Ég gat
þaö ekki, ég var fyrir löngu búin
að glata tækifærinu til að segja
nokkuð Nú var það of seint.
Þegar hann kom heim úr her-
þjónustunni mánuði siðar, þá var
þetta orðið augljóst. Og hann var
svo fullviss um að ég gengi þá
með hans barn, barnið okkar ....
— Ég lét hann lika halda það, ég
sagði ekki neinum frá þvi sem
skeð hafði. Ég vonaði innilega að
ég missti fóstrið. Að barnið dæði.
Ég skaut brúðkaupinu alltaf á
frest. Afsakaði mig með þvi að
þaö væri svo leiðinlegt að gifta sig
með svona stóran maga. Ég vildi
heldur biða þangað til barnið væri
fætt.. Allir sættu sig við þetta, þótt
þeim þætti það leitt. Enginn vissi
að eina orsökin fyrir þvl að ég
vildi ekki gifta mig strax, var að
ég vonaðist eftir fósturláti ... til
þess að giftast svo Bernt með
hreina samvizku. En frá upphafi
hefir þessi sonur minn verið
hraustur og þrjózkur. Hann hefir
40 VIKAN 30. TBL.