Vikan


Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 43
SHIRLEY TEMPLE Framhald af bls. 19. Það er oft spurt að því hvort Shirley Temple hafi verið ham- ingjusamt barn, í mótsetningu við, til dæmis, Judy Garland, sem lýsir æsku sinni sem hrein- asta víti. Shirley heldur því fram að hún hafi verið mjög glöð og hamingjusöm, þrátt fyrir að það hafi verið þreytandi að hafa alltaf vopnaðan lífvörð á hælunum. (Það var oft reynt að ræna henni). En hana hryll- ir uppi, þegar hún minnist á öll þau tilboð sem hún fékk á unglingsárunum „þegar vissir framkvæmdastjórar komu með skammarleg tilboð“ í skiptum fyrir góð hlutverk. Shirley var aðeins sautján ára, þegar hún giftist í fyrra sinn, leikaranum John Agar. Þau urðu fljótt þreytt hvort á öðru og skildu eftir þrjú ár. Þá höfðu þau eignast eina dóttur, Susan, sem nú er orðin tuttugu og fimm ára. Shirley Temple fór þá til Ha- waii, til að finna sjálfa sig. Það gerði hún og þessutan hitti hún milljónamæringinn Char- les Black. Þau hafa nú verið gift í tuttugu og eitt ár og eiga tvö börn, soninn Charles, sem er tvítugur og dótturina Lori, sem er átján ára. Þau hjónin eiga glæsilegt einbýlishús við San Francisco- flóann. Þar voru oft teknar myndir af henni sem glæsilegri húsmóður, áður en hún fór út í stjórnmálin. En nú, þegar hún tekur þátt í kosningarbaráttum, lætur hún venjulega taka af sér myndir við eldavélina, til birtingar í blöðum og sjón- varpi. Hún hefir reyndar nóg af þjónustufólki, sem sér um hússtörfin fyrir hana. Shirley Temple er fyrir löngu hætt að leika í kvik- myndum, en samt vekur hún mikla athygli í Bandaríkjunum og hún hefir ekkert á móti heiðursútnefningum og opin- berum störfum, ef þau eru sið- ferðilega uppbyggileg að henn- ar mati. Smám saman fór henni að þykja of þröngt um sig í Kali- forníu og hugsaði sér að ná frama í Washington. Hún bauð sig því fram til þings í fulltrúa- deildina (hún er Republikani), en hún féll í kosningunum. Kosningaundirbúningur henn- ar var í veikasta lagi, jafnvel í fylki þar sem Ronald Reagan, fyrrverandi kvikmyndastjarna, var fylkisstjóri og þrátt fyrir Normandi notar ekki lengur lampa í sjónvarpstæki. Nú eru það transitorar. r/(f I t; spectra electronic Það þarf talsvert til að standa fremst á þýzkum sjónvarps- markaði. Tæknileg fullkomnun, glæsi- bragur og úrval ólíkra gerða segja sitt. Nordmende þýðir að njóta þess bezta. Óskirnar fá menn uppfylltar þar sem úrvalið er mest. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og N Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. 30. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.