Vikan - 27.07.1972, Page 30
um stund var dansaö tryllings-
legar en nokkru sinni áöur.
Sumir steyptu sér kollhnis hvaö
eftir annaö, og allir hrópuöu: Hæ
og hó og hæ og hó!
Loks hnigu þau niöur örmagna
af þreytu, og Pomfretfólkiö fór aö
svipast um eftir dansfélögum
sinum, sem höföu eins og sprottiö
upp úr jöröinni, og allt i einu varö
þaö slegiö undrun.
— Ja, nú er ég alveg grallara-
laus! sagöi Pomfret gamli, og
litlu, brúnu mennirnir veltu sér i
grasinu skellihlæjandi.
— Ó, þetta eru dvergálfar!
hrópaöi Joan glöö I bragöi og
klappaði saman lófunum. —
Dvergálfar! dvergálfar! Loksins
hef ég fengiö að sjá ykkur!
Og enn fóru litlu mennirnir aö
hlæja og veltu sér i grasinu.
Siöan þyrptust þeir saman og
ræddust viö sin á milli mjög
alvarlegir á svip. Aö þvi búnu
gekk sá stærsti þeirra, sem náði
meöalmanni I mjóalegg, fram,
kynnti sig, nafn hans var
Ferriostok, hélt ofurlitinn ræðu-
stúf og lét i ljós gleöi sina og
félaga sinna yfir þvi aö fá svona
skemmtilega gesti til Eynhallow.
Þvi næst bauð hann gestunum til
morgunverðar.
Þvi næst ýttu dvergálfarnir
steininum, sem grammófónninn
haföi staðiö á, til hliöar, og
Pomfretfjölskyldan gekk niöur
klettastiga, sem lá niöur I langan
helli. Sjórinn varpaöi grænni
birtu inn I hellinn og þar berg-
málaöi morgunsöngur bylgnanna
kringum Eynhallow. Gestirnir
fengu sér sæti og hófu samræður
viö gestgjafa sina, og innan
skamms komu tveir gamlir
dvergálfar meö steinbikara fulla
af gulleitum vökva, sem hun-
angsilmur var af. Þau brögöuöu
á þessu af forvitni, og Pomfret
gamli — hann var bruggari, eins
og þið muniö — varð rauöur sem
blóö I framan og sagði stundar-
hátt: — Ég vildi gefa allar eigur
minar fyrir uppskriftina aö
þessum drykk! Þvi aö hann haföi
grun um, hvaöa drykkur þetta
væri.
En litlu mennirnir hlógu enn þá
hærra en áöur og helltu aftur I
bikarinn hans. Einn þeirra sagöi:
— Fyrir ellefu hundruö árum
bauö Konungurinn Mikli okkur
auöugustu borgina I riki sinu fyrir
uþpskriftina. Viö gáfum honum i
vináttuskyni einn bikar af
þessum drykk og ekki meir. En
ykkur, sem fluttuö okkur þessa
dásamlegu tónlist, stendur vin-
kjallari okkar opinn. Dveljizt
meö okkur og drekkiö meö okkur,
og I kvöld skulum viö dansa.
Engum haföi dottiö I hug aö
fara, þvi aö þaö var lyngöl, sem
þpudrukku. Lyngöl! Og sá, sem
haföi bragðaö þaö siöastur
manna, var Tómas af Ercildoune.
Þaö var vegna lyngölsins, sem
Rómverjar fóru herferöina til
Bretlands. Gallar höföu sagt
þeim frá þessu öli, og þeir fóru
alla leið noröur aö Graupinsfjalli
aö leita aö ölinu. En þeir fundu
ekkert. Og nú var Pomfret gamli
aö kneyfa þaö, eldrauður i
framan, og þaö átti hann einungis
þvi aö þakka, aö Joan haföi fært
litlu mönnunum aftur lagiö
þeirra, sem þeir höföu týnt fyrir
sex hundruö árum, þegar elzti
söngvarinn þeirra dó af þvi aö
óöur otur haföi bitið hann.
Disney stóö úti viö hellismunn-
ann og var að tala viö gamlan út-
sel. Hann sagöi honum nýjar
fréttir af heimsstyrjöldinni, og
Joan var aö hlusta á reykvlska
ævintýrið um hafsúluna, sem þrlr
dvergálfar sögöu henni samtlmis.
Svo hrifnir voru þeir af fegurö
hennar og laginu, sem hún hafði
skilaö þeim aftur. Um kvöldiö
var dansaö, og Joan læröi Vefju
Rauöa Þangsins, dansinn, sem
rauöa þangiö dansar viö strönd-
ina, þegar háflæöi er. Dverg-
álfarnir léku á fiölur, sem voru
smlöaöar úr gömlum trjárótum,
en strengirnir voru úr kanínu-
görnum, og þeir áttu trumbur,
sem geröar voru úr skeljum og
kaninuskinni. Þeir fara hljóö-
lega, þegar þeir eru á veiöum, og
þess vegna eru kaninurnar
hræddar viö þögnina, en þær voru
ekki hræddar viö Pomfretfólkiö,
þvl aö fótatak þess heyröist,
þegar þaö gekk. Hljóöfæraleikur
dvergálfanna var hvellur og
gjallandi, þó að lögin væru I senn
ljúf og mögnuö kynngi, eins og
lyngöliö. Og þeir kusu heldur
grammófóninn, sem Joan haföi
komiö meö, og dönsuöu og hopp-
uöu æðislega eins og vepjur i
aprtlmánuöi. Og þeir drukku
meira öl og hlógu, og þegar sólin
kom upp, dönsuöu þeir sndar-
dansinn og snerust hver um
annan skjótar en auga á festi.
Þetta var þriöji morgunn
Pomfretfjölskyldunnar á eyjunni.
Margt var þar aö sjá og heyra.
Gamall krabbi háföi sagt bráö-
skemmtilegar skrýtlur, og kvöld-
flóöiö haföi sagt heillandi ævin-
týri af hafgúum. Jafnvel sand-
urinn átti slna sögu, en hún var
svo gömul, að dvergálfarnir
skildu hana ekki, hvaö þá aðrir,
þvl aö hún byrjaöi I myrkri og
endaði I grænu rökkri undir is-
hjálmi. Og vegna þess að
Pomfretfólkiö var svo upptekiö,
varö þaö ekki vart viö bil-
stjórann, þegar hann kom til eyj-
arinnar, og dvergálfarnir minnt-
ust ekki á komu hans. Þeir höföu
farið meö brekánin, svæflana,
grammófóninn og plöturnar niður
I hellinn og sópaö öllu burt, sem
gæti vitnaö um Jónsmessunætur-
dansinn —nema málmtittinum úr
sokkabandi Joan’s, sem þeir
virtust ekki hafa tekiö eftir.
Gamli útselurinn færöi þeim
daglega fréttir af þvl, sem geröist
I landi, og jafnvel frú Pomfret
hló, þegar hún frétti, hvllíku um-
róti þau hefðu' valdiö. Dverg-
álfarnir komust fljótlega aö þvl,
aö engin' þörf var á aö hvetja
gestina til aö fela sig, þegar leitaö
yröi næst, þvl enginn af Pomfret-
fjölskyldunni kæröi sig um aö láta
finna sig. Disney sagðist aldrei
hafa kynnzt sjónum fyrr en nú (og
hafðr þó veriö á sjó alla ævi), og
Norah söng islenzk vögguljóð
allan daginn. Pomfret gamli
þambaöi öliö sitt, og kinnar hans
glóöu eins og rúblnar I grænu
rökkri hellisins, og Joan — Joan
var drottning dvergálfanna,
fósturbarn hins gamla, nöldur-
sama fjörusands og vinur allra
þeirra fiska, sem syntu út eöa inn
um hellismunnann. Og á kvöldin
var dansaö eftir hljóöfalli laga,
sem leikin voru á fiðlur, skornar
úr trjárótum, og slegin á skelja
bumbur. En oftast var þó dansað
eftir laginu, sem menn halda, aö
Grieg hafi samiö. Þá var nú
dansaö, minn ljúfi! ....
Ungi maöurinn rétti upp hand-
leggina og krækti fingrunum
saman fyrir ofan höfuöið. Þvl
næst brá hann vinstri rist aftur
fyrir hægri kálfa, tyllti sér á tá og
snarsneri sér á tám hægri fótar.
— Dansað, sagöi ég! Er nokkuð
til I þessum heimi, sem jafnast á
viö dans? Og hann stökk upp I
loftiö og sló saman hælunum og
söng hljómfagurt lag meö hátt-
bundinni hrynjandi,
Herra Pinto hóstaöi kröftug-
lega — honum var aö veröa kalt —
og sagöi:
— Þetta er ákaflega undarleg
saga. En, fyrirgefiö forvitnina,
getiö þér sagt mér, hvaöa ástæöu
þérhafið til aö ætla, aö þetta hafi
raunverulega komið fyrir
Pomfret og fjölskyldu hans?
— Astæðu! sagði ungi maöurinn
og staröi á hann. Háriö á honum
blakti I golunni eins og svartur
fáni, og hann hló háum, hljóm-
miklum hlátri.
— Þá ástæöu, sagöi hann — aö
ég er Otto Samways! Og hann
stakk sér kollhnis á þilfarinu,
mjög fimlega, og stóö hlæjandi á
fætur.
— Ég var sendur til að kaupa
dálltiö, sem okkur vanhagaöi um,
sagöi hann — og þegar ég er búinn
aö kaupa þaö, fer ég til Eyn-
hallow aftur, til ab dansa Sjó-
mannarælinn, Sildarpolkann og
Tunglskinsva)sinn viö Joan.
Og hann byrjaði aftur að syngja
hiö hljómfagra lag og stakk sér
kollhnls, af aödáanlegri fimi og
snarleik, eftir endilöngu þil-
farinu.
— Hvaö áttuö þér aö kaupa?
hrópaöi herra Pinto, um leiö og
hann foröaöi sér undir þiljur.
— Grammófónnálar! öskraöi
ungi maöurinn og hló tröllahlátri.
30 VIKAN 30. TBL.