Vikan


Vikan - 27.07.1972, Qupperneq 6

Vikan - 27.07.1972, Qupperneq 6
MIG DREYMDI í FULLRIALVÖRU HVÍTUR HESTUR OG MÚS MEÐ SLAUFU LJÖSMÓÐIR OG SKRIFSTOFUSTJÓRI Kæra Vika! Þakka þér fyrir blaðið, ég kaupi það alltaf og les spjald- anna á milli og hef mjög gaman af. Nú ætla ég að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma og vonast ég eftir ráðningu á þeim. Sá fyrri er svona (mig dreymdi þá báða sömu nóttina): Mér fannst ég vera heima í íbúðinni minni að skemmta mér ásamt frænku minni og hálfbróður. Mér fannst ég labba með þeim úti um nótt. Þá sá ég menn koma á hestum niður götuna. Voru þeir í kringum 10 talsins og fór maður- inn minn síðastur á hvítum hesti. Hinir hestarnir voru dökkir. Fannst mér maðurinn minn vera drukkinn og liggja fram á makka hestsins, en mér fannst hann liggja á púða eða einhverju slíku. f draumnum fannst mér ég vita hver ætti hestinn, það var piltur, sem er trúlofaður vinkonu minni og heitir hann Þorkell. Svo fannst mér við taka hann af baki og fara með hann heim. Þegar við vorum búin að koma honum inn og ofan í rúm, þá tók ég eftir hjartalaga hálsmeni, sem hann var með um hálsinn. Mér fannst ég opna hálsmenið og var í því mynd af stúlku. Ég tók hana úr og fór að skoða hana. Stúlk- an var dökkhærð, svartklædd í ljósum sokkum með svört- um doppum. Allt í einu tók ég eftir því, að myndin var tvö- föld. Aftan á var mynd af karlmanni, sem ég þekkti ekki og heldur ekki stúlkuna. Mér fannst maðurinn minn þekkja þau en hann vildi ekki segja mér hver þau væru. Svo fannst mér byrja annar draumur: Ég var að vinna í frystihúsi ásamt fleira fólki. Þeirra á meðal var móðir mín, systir mín og hjón sem ég þekki. Mér fannst við vera í kaffi. Mamma hvolfdi bollanum sínum og í hann kom mynd, sem var svo lifandi og eðlileg, að mér fannst hún vera' á hreyfingu í bollanum. Myndin var af fjórum hvítum hestum. Á bak þeim var lögð plata og á henni var ein líkkista. Mér fannst maðurinn minn vera í kistunni. Á eftir gengu karlmenn en á undan var mús, klædd í kjól með slaufu um hálsinn. í kringum líkkistuna var þétt raðað vínflöskum. Með fyrirfram þakklæti. H. G. Fyrri draumurinn er í mjög nánu sambandi við þann síð- ari og eftir því sem við komumst næst, þá boða þeir þér í heild, að umsvif á heimilinu munu aukast innan tíðar, en eins og oft vill verða, þá verða ýmsir til að fetta fingur út í það. Velgengnin verður sem sé ykkar megin, en gæta verð- ið þið þess að láta ekkert baktal á ykkur fá. SVAR TIL JA í VESTMANNAEYJUM Þér er alveg óhætt að anda rólegar, draumarnir eru ekki fyrir dauða neins, sem þér er nákominn. Aftur á móti getur verið að einhver kunningi þinn verði veikur eða lendi í smávægilegu óhappi, sem þó verður engum að aldurtila. Og eins langar okkur að segja þér, að varasamt er að taka drauma svo aivarlega sem þú hefur gert, eitt smávægilegt atriði getur gjörbreytt allri merkingu draums, sem við fyrstu hugsun virkar óhuggulegur, og svo var það með þessa. Þegar íslenzkar rauðsokkur hófu kvenréttinda- baráttu með nýju sniði, stóð ekki á gagnrýni, for- dómum og hæðnisglósum, jafnt frá konum sem körlum. Flestir litu í fyrstu á þessa nýju hreyfingu sem erlenda eftiröpun, sem ef til vill mundi lífga svolílið upp á þjóðlífið; það mætti hafa gaman af hramboltinu i rauðsokkunum, en þær mundu frá- leitt liafa nokkur varanleg álirif. Annað liefur liins vegar komið á daginn. Rauð- sokkurnar hafa engan hilhug látið á sér finna; þær hafa haldið haráttu sinni áfram ótrauðar og þegar opnað augu manna fyrir misrétti kynjanna á mörg- um sviðum. í umræðuþætti, sem sjónvarpið hélt skömmu áð- ur en það fór í sumarfríið silt og f jallaði um launa kjör karla og kvenna, kom margt fróðlegt í ljós. Sláandi voru þær upplýsingar Rannveigar Jóns- dóttur, að áhyrgð ljósmæðra væri samkvæmt starfs- mati miklu minna metin í stigum en áhyrgð skrif- stofustjóra. Slíkar yfirlýsingar hljóta að vekja menn til umhugsunar. Ljósmóðir ber ábyrgð á lífi tveggja einstaklinga. Yarla er hægt að hugsa sér öllu áhyrgðarmeiri og mikilvægari störf en hún ynnir af höndum, enda hefur lienni verið valið eitt feg- ursta starfsheiti tungunnar. Þrátt fyrir það metur nefnd sérfræðinga störf liennar langtum minna en skrifstofustjóra, sem sýslar með dauð skjöl og pappira dag út og inn! Sitthvað fleira var athyglisvert í þessum þætti. Við lesum daglega í hlöðunum auglýsingar, þar sem óskað er eftir stúlkum til ákveðinna starfa eða karl- mönnum til ákveðinna starfa. Menn eru orðnir svo vanir því að lesa slílcar auglýsingar, að þeim finnsl ekkert athugavert við þær. En í rauninni er þarna um hreina kyngreiningu að ræða. Auðvilað er ekk- ert réttlæti i öðru en að öll störf séu auglýst laus og ba‘ði konum og körlum gefinn kostur á að sækja um þau og fá þau, ef tilsettum skilyrðum er full- nægt. Fyrir nokkru var sagt hér í Vikunni frá umræðu- hópum kvenna, sem mjög hafa rutt sér til rúms i Bandaríkjunum að undanförnu. Sumir yppta öxl- um og kalla þetta kjaftaklúbba, en þeir sem glögg- skyggnari eru, henda á, að hér geli sterkt þjóðfé- lagsafl verið í uppsiglingu. Konur hafa lítið látið stjórnmál lil sín taka hér á landi sem annars staðar. En með tilkomu rauðsokk- anna, sem ekki aðeins vekja á sér athygli á al- mannafæri með kröfugöngum og margs kyns hrambolti, heldur vinna ötullega að rannsóknum, upplýsingaöflun og fræðslu, — er þá ekki líklegt að þær vakni til vitundar um þann órétt, sem þær eru heittar í þjóðfélaginu? G. Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.