Vikan - 27.07.1972, Síða 11
Hér er allt jafn íslenzkt — náttúran, lambaskinnin hvítu og væntanlega einnig það sem þau hylja að nokkrum parti.
síðustu ára. Útflutningur Sam-
bandsins á ullar- og loðskinna-
vörum varð til dæmis síðast-
liðið ár fjórum og hálfum sinn-
um meiri en 1968. Þá var út-
flutningsverðmætið 61.8 millj-
ónir króna en varð síðastliðið
ár 269.9 milljónir króna.
— Þú ert orðinn næsta víð-
förull í sölumannsstarfinu?
— Já, bæði í starfi mínu fyr-
ir iðnað Sambandsins og eins
fyrir annað fyrirtæki, sem heit-
ir íslenzkur markaður og er á
Keflavíkurflugvelli. Skömmu
áður en sú verzlun var opnuð
í Keflavík, fórum við Pétur
Pétursson, forstjóri Álafoss, í
mikla reisu til að heimsækja
verzlanir á alþjóðlegum flug-
völlum í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Okkur taldist svo til að
á þessum þremur sólarhring-
um, sém ferðin stóð yfir, hefð-
um við farið um þriðjung hnatt-
arins hvað vegalengd áhrærði.
Við heimsóttum þarna ein sjö
lönd og skoðuðum það sem bezt
var boðið á hverjum stað.
— Hverja hefur þér líkað
bezt að eiga kaup við?
— Ég veit nú varla hvað ég
á að segja, í slíkum leik er
sennilega enginn annars bróð-
ir. En um Austurríkismenn er
það að segja að mér finnst þeir
ákaflega vinalegt fólk og gott
að eiga við. En þar er ég nú
kannski undir áhrifum frá kon-
unni minni, sem er eins og þú
veizt dóttir Fritz heitins Weiss-
happel, sem var fæddur Aust-
urríkismaður.
Ég geri ráð fyrir að ýmis-
legt óvænt og ævintýralegt hafi
fyrir þig borið í öllum þessum
ferðum.
— Ég veit ekki hvað ég á að
fara að segja þér, en eitt atvik
er mér minnisstætt frá Miin-
chen í fyrravor. Við vorum að
ljúka við að setja upp sýningu
á stóru sýningarsvæði, þegar
salarveggurinn, tólf metrar á
lengd og einir tveir og fimmtíu
á hæð, féll um koll eins og
hann lagði sig. Mesta mildi var
að enginn slasaðist. Mér varð
þá hugsað til þess að kannski
yrði fall fararheill, og þótt við
yrðum í seinasta lagi að ganga
frá aftur, varð þetta bezta sölu-
sýningin okkar. Annað er mér
sérstaklega minnisstætt, þótt af
öðrum ástæðum sé. Það var á
sýningu vorið 1970 í Grenoble
í Frakklandi, að við fengum
franska sýningarstúlku til að
kynna vörurnar. Þetta var há
og glæsileg stúlka, sem bauð af
sér góðan þokka, enda var hún
mynduð mikið í ýmsum fatn-
aði frá íslandi, og sumar
þeirra mynda að minnsta kosti
birtust í blöðum þar. Heim-
komnir sendum við henni
nokkrar myndir sem hún þakk-
aði fyrir, en bað um nokkrar í
viðbót, sem við sendum einn-
ig. En nú leið nokkur tími en
loksins kom bréf, en þá frá
föður stúlkunnar með tilkynn-
ingu um að hún hefði farizt í
bruna nokkrum vikum áður.
Þessi bruni varð heimsfrétt,
vegna þess að þarna fórust
ungmenni svo hundruðum
skipti á dansleik í húsi, sem
fuðraði upp á stundinni, og
björgun vonlaus þar sem eig-
andinn' hafði neglt fyrir nær
allar útgöngudyr til að tryggja
að enginn kæmist inn ókeypis.
En svo við víkjum aftur að
vörusýningunum, þá eru þær
hver annarri líkar, hvar í landi
sem er. Þú ert á sýningarsvæð-
inu frá níu að morgni til sjö á
kvöldi, og gjarnan eru þessar
sýningar kringum helgar, svo
að fólk eigi auðveldara með að
komast á þær. Á íslandi er sagt
að fallegt sé í Borgarfirðinum
þegar vel veiðist, og ég verð að
játa að sýningar eru mér ljúf-
ar og miður ljúfar, mikið eftir
því hvernig selst á þeim.
— Svo við víkjum aftur að
markaðsmálunum. Nú hafið þið
selt mest til Rússlands. En segj-
um nú sVo að markaðurinn í
Vestur-Evrópu ykist í stórum
stíl, yrðuð þið þá ekki að breyta
framleiðslunni verulega með
tilliti til annars smekks, sem
þar er ríkjandi?
— Rús'sarnir hafa fyrst og
fremst keypt hjá okkur ullar-
teppi og heilar peysur. Yfir-
leitt í liturp. Ýmsar þjóðir aðr-
ar hafa haft meiri áhuga á
sauðalitum. Og svo hafa aðrar
vörur, sem kannski lúta frem-
ur dægurfluguduttlungum tízk-
unnar, stundum selzt vel á
Vesturlöndum. En þar er al-
drei um mikið magn að ræða.
Það er aldrei hægt að reikna
með mikilli sölu til langframa
á einni vöru þegar tízkuvind-
urinn á í hlut; hann blæs sem
kunnugt er pilsinu stundum
upp á mið læri og teygir það
síðan á næsta andartaki niður
á hæla.
Heldurðu að iðnaðurinn
hérlendis eigi möguleika á að
verða undirstöðuatvinnuvegur
hvað útflutning snertir, hlið-
stætt sjávarútveginum?
Ég þekki bezt til í fata-
iðnaðinum og tala fyrst og
fremst út frá því. Það er eng-
in spurning að við getum auk-
ið þann iðnað verulega. Það
hefur Álafoss til dæmis sannað
nýlega með mikilli sölu á tízku-
vörum til Bandaríkjanna. Hitt
er það, að ullin er takmörkuð
í landinu og gærurnar vita-
skuld líka, svo að möguleik-
arnir eru bundnari en til dæm-
is hvað fiskinum viðvíkur. En
ég hef mikinn átrúnað á is-
lenzkum iðnaði og mér hefur
alltaf fundizt hann standa sig
og vaxa með hverri raun.
— Telur þú að iðnaðurinn
hafi notið hliðstæðrar fyrir-
greiðslu af hálfu hins opinbera
og aðrar greinar þjóðarbúskap-
arins?
— Nei. Lánamál iðnaðarins
hafa alltaf verið hornreka, og
hagsmunamál iðnaðarins hafa
verið fyrir borð borin í saman-
burði við aðra undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar. Það var
ekki fyrr en nú nýlega að sam-
þykkt voru á alþingi lög, sem
koma til með að bæta úr því
svo um muni. Ég tel að þar sé
um að ræða gerbreytingu til
batnaðar, breytingu sem hefði
átt að vera búið að koma í
kring fyrir löngu. dþ.
30. TBL. VIKAN 11