Vikan


Vikan - 27.07.1972, Síða 12

Vikan - 27.07.1972, Síða 12
Nú er afi Franco ánægður: MARÍA NÁÐI í PRINS Áttunda mars siðastliöinn gengu þau i hjónaband viö mikla viöhöfn Don Alfonso de Boubon y Dam Pierre, ambassador Spánar i Sviþjóö, og tvitug dótturdóttur Francos einræöisherra, Maria del Carmen Martinez Bordin. Þaö þýöir aö Franco er kominn skrefi nær þvi leynilega tak- marki, sem hann hefur stefnt aö I þrjátiu ár: aö blanda blóö sitt aöals- og kon ungablóöi. Jafn- framt vill hann veröa sá, sem endurreisir konungdæmiö á Spáni - meö eigin skilyröum. Don Alfonso er kynborinn prins og frændi Juans Carlosar, sem kallar tii spænsku krúnunnar. Franco heföi ekki haft neitt á móti Juan Carlosi sem tengdasyni. En þaö átti ekki svo aö fara . . . Draumur Francos um aö koma á fót konungsætt átti upptök sin i sambandi viö einkabarn hans, Carmencitu, sem fékk meö af- brigðum slæmt uppeldi I höllinni Prado I Madrid. Móðir hennar lét allt eftir henni og faöir hennar, þessi þögli og önugi maöur sem leit á sjálfan sig sem útvaliö verkfæri Guös til aö leiöa Spán á réttan veg, tilbaö hana. Þegar Carmencita varö gjafvaxta vildi Franco aö sjálf- sögöu fá tignan mann fyrir tengdason, helst konungborinn. Hann þreifaöi varlega fyrir sér hjá greifanum af Barcelona, fööur Juans Carlosar. Greifinn tók þeim umleitunum meö miklu yfirlæti og lét sem hann yröi þeirra ekki var. Þetta mundi Franco greifanum og hefndi sin siðar meö þvl aö leggja blátt bann viö trúlofun Juans Carlosar og Mariu- Gabriellu af Savoyen. Franco bar þvi viö aö heföarmær þessi „væri oft úti um nætur I félagi viö dáöa nautabana. Ungu hjónin, Alfonso prins (þeir Juan Carlos eru bræörasynir) og Maria dótturdóttir Francos i skíöaferö. Franco litaöist auövitaö um viðar. En hvorki spænskir prinsar eöa aörir virtust taka uppástungur hans alvarlega. Þá sneri Franco sér til aðalsins. En þar var honum lika svaraö meö kurteislegum neitunum, blönkum andlitum og sleipum un- danfærslum. Allt I einu var svo aö sjá aö öll aöalborin spænsk ungmenni væru trúlofuö hvert ööru. Þá byrjaöi Franco aö þreifa fyrir sér hjá voldugustu iðnjöfrunum. 1 veiöiferö einni kynntist E1 Caudillo ungum manni, sem likt og hann sjálfur var duglegur aö hneigja sig, hrósa og smjaðra. Þar aö auki var hann heppinn veiöimaöur. Ungi maöurinn hét Cristobal Martinez, var markgreifi af Villaverde og las læknisfræöi viö háskólann I Madrid. Franco gretti sig. Martinez var svo algengt nafn og alþýölegt. Spánverjar heita þvl svo tugþúsundum skiptir. Og markgreifatitillinn var átakanlega nýr af nálinni. Eins og hertogaynja ein oröaði það: „Þaö er stafaö Villaverde, en framboriö Martinez, hvort sem hann vill eða ekki.” Franco komst einnig aö þvi aö ungi maöurinn var slöur en svo loöinn um lófana. Sem sagt ekkert girnilegur ráöahagur. En nú er Franco hershöföingi maöur, sem ekki hikar viö aö koma hlutunum á hreyfingu. Hann hitti unga manninn aftur. Martinez þessi var kannski ekkert yfirtaks gáfnaljós og ekki heldur siöfágaður úr hófi. En hann var glaöur og áhyggjulaus og reyn- dist hafa heilbrigöan áhuga á peningum og frama, þaö er aö segja ef hægt yröi aö afla þessa án mikillar fyrirhafnar. Máliöláljóstfyrir. Carmencita veröur markgreifafrú og mark- greifanum stýri ég inn á rétta braut, hugsaði Franco. Og Carmencita varö fljót aö hrífast af markgreifanum. Hann var myndarlegur á velli, meö yfir- skegg eins og Clark Gable og klæddur eins og best varö á kosiö. 12 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.