Vikan


Vikan - 27.07.1972, Page 8

Vikan - 27.07.1972, Page 8
GÓÐ FRAMLEIÐSLA ER MERGURINN MALSINS TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON Rætt við Jón Arnþórsson, sölustjóra hjá ISnaðardeild SIS. Það reynir mismunandi a samkeppnishæfni vara okkar í Austur- og Vestur-Evrópu. I Vestur-Evrópu förum við með okkar vörur á sýningar, vitum hvað þeir bjóða þar og bjóðum okkar vörur í samkeppni við þá. Hinsvegar vitum við ekki svo gerla um samkeppnina við okkar vörur í Rússlandi. Hitt má merkja að þær líka þar vel, því magnið hefur vaxið ár frá ári. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mesti Akkillesar- hæll íslenzks þjóðarbúskapar er hversu einhliða atvinnu- rekstur okkar hefur verið með tilliti til útflutnings. Sjávarút- vegurinn hefur verið svo til einn um að sjá fyrir útflutn- ingsvörum, með þeim afleiðing- um að algerlega hefur verið undir hans gengi komið hvort hægt er að lifa mannsæmandi lífi á landi hér. Af öðrum at- vinnuvegum er það iðnaðurinn, sem líklega hefði mesta mögu- leika á erlendum markaði, og hefur velunnurum hans fund- izt að með tilliti til þess hafi honum löngum verið fulllítill gaumur gefinn af hálfu stjórn- arvalda. Við snerum okkur til Jóns Arnþórssonar, sölustjóra hjá Iðnaðardeild SÍS, sem hef- ur flestum meiri reynslu af sölumennsku og markaðsleit fyrir íslenzkan iðnað erlendis. — Hver voru þín fyrstu kynni af kaupsýslu erlendis, Jón? — Fljótlega að menntaskóla- námi loknu réðst ég til starfa hjá fyrirtækinu Edda Interna- tional Corporation í New York og starfaði þar um tveggja ára skeið við heildverzlun, en kom síðan heim 1956. Edda þessi var sameignarfyrirtæki íslendinga og norsks manns, sem var bú- settur í New York. Það stund- aði umboðs- og sölustörf, ann- ars vegar fyrir stórfyrirtækið TITAN í Danmörku, og hins vegar innkaup frá Bandaríkj- unum fyrir íslenzk fyrirtæki. Nú, heimkominn réðist ég til Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, og þá fyrst til að gegna sölustjórastarfi í Iðnaðardeild Sambandsins. — í hverju fólst það starf, fyrst og fremst? í því að kynna og selja þær vörur, sem verksmiðjur Sambandsins framleiddu, en þær voru einkum frá Ullar- verksmiðjunni Gefjun, Skó- verksmiðjunni Iðunni, Fata- verksmiðjunni Heklu og Skinnaverksmiðjunni Iðunni, allar staðsettar á Akureyri. Ennfremur vörur frá verk- smiðju sem Sambandið rak á Húsavík, Fífu. Og síðar frá verksmiðjunni Vör í Borgar- mm Jón Arnþórsson á skrifstofu sinni í Ármúla 3. Á veggnum er málverk eftir Kára Eiriksson, en þeir Jón eru bræðrasynir. nesi, sem framleiddi regnfatn- að. Síðar, 1960, réðist ég til for- stjóraskrifstofu Sambandsins, þar sem ég annaðist starfs- mannaráðningar og launabók- hald. — Svo varstu hjá Encyklo- pedia Britannica. — Já, þangað réðist ég 1965. Á vegum þess fyrirtækis var ég til ársins 1967, dvaldi þá í Finnlandi og stýrði starfsemi þess í Finnlandi og Svíþjóð. Þegar ég kom heim aftur, varð ég deildarstjóri í Bíla- og raf- tækjadeild Véladeildar Sam- bandsins og gegndi því starfi til áramótanna 1968—69, að ég tók við núverandi starfi, sem er sölustjórn á útflutningi iðn- aðarvara Sambandsins, að mestu leyti frá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri. — Hvernig kunnirðu við þig hjá alfræðiorðabókinni? — Það starf var að mörgu leyti mikil tilbreyting frá því sem ég átti að venjast hér heima, því að þar var salan öll byggð á því að ná sambandi við einstaklinga, að mörgu leyti með svipuðum hætti og salan á alfræðiorðabókinni hafði gengið fyrir sig hér heima nokkrum árum áður. Þetta var að mörgu leyti ákaf- lega sérkennileg lífsreynsla. Fyrirtækinu var stýrt frá Genf, en þar voru staðsettar aðal- skrifstofur þess í Evrópu. í 8 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.