Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 7
SÍÐAN SÍÐAST
SÚR ÚT f LÖGREGLUNA
í Melboume í Ástralíu er töluvert af
styttum í skemmtigörðum og er það í
sjálfu sér ekkert nýtt. En dálítið nýtt
skeði þar fyrir skömmu. Fimm nektar-
dansmeyjar efndu til mótmæla í lysti-
garði þar nýlega og höfðu þær á móti
„fyrirlitningu Ástralíubúa" á starfi
þeirra. Til að undirstrika mótmæli
þeirra komu stúlkurnar fimm til mót-
mælanna eins og þær komu úr móð-
urkviði og við það tækifæri sagði sú,
ARKÍTEKTÚR BEINT
GEGN FRANCO
í fyrrahaust var haldið arkítektaþing
á Ibiza í Karíbahafi. Þar voru meðal
annarra nokkrir róttækir arkítektar frá
Barcelona á Spáni og byggðu þeir upp
heila borg úr plasti. Nafn var borg-
inni gefið og var það „Instant City“.
Húsin voru mismunandi lagaðar plast-
kúlur, skærlitar, og allar samtengdar.
sem hvað greinilegust er hér á mynd-
inni: — Borgin borgar þúsundir doll-
ara fyrir nokkrar styttur sem kallaðar
eru listaverk en á meðan megum við,
sem sitjum fyrir þegar þessar styttur
eru gerðar, súpa dauðann úr skel.
Þess má geta, að danskt blað, sem
minntist á þessi mótmæli, nefndi að
Jens Theander myndi sennilega kalla
brjóst stúlkunnar „store som ryg-
sække“!
Með þessu skemmtilega verki voru
arkítektarnir í raun og veru að mót-
mæla stjórnarfarinu á Spáni. Vildu
þeir sýna fram á, að leiðtoga (Fran-
cos) gerist ekki þörf og að einstakl-
ingsfrelsi væri ekki í hávegum haft en
„Instant City“ var merki um það.
Fylgdi þessari sögu, að sppænsku
arkítektarnir hefðu kunnað vel því
norræna siðferði sem ríkti á Ibiza, en
eyjan sú hefur verið kölluð nýlenda
ríku hippanna.
LIFANDI
RUGGUHESTURINN
Heldur óhugnanlegt mál kom til um-
ræðu í brezkum blöðum ekki alls fyr-
ir löngu. Það var í Halifax, að hestur
fannst og í sjálfu sér er það ekki í frá-
sögur færandi. En hestur þessi var
sjúkur og það á mjög óvenjulegan hátt.
Hófarnir á honum voru orðnir af-
myndaðir eins og sést á meðfylgjandi
myndum og gerðu það að verkum, að
Walter (en svo hét hesturinn) gat ekki
staðið, heldur valt um koll og á með-
an hann stóð í örfáar sekúndur, var
hann eins og rugguhestur. Ekkert var
hægt að gera fyrir veslings skepnuna
nema að gefa honum sprautu sem
svæfði hann fyrir fullt og allt.
Ástæðan fyrir því, að ekkert var
hægt að gera fyrir Walter var sú, að
of sársaukafullt hefði verið fyrir hann
að láta klippa á sér ,,neglurnar“ en
slíkt verður að gera alltaf jafnóðum.
Eftir að búið var að aflífa hestinn, kom
í ljós við rannsókn, að hann hafði verið
í þessu ástandi lengi.