Vikan - 27.07.1972, Page 9
Íslandsdeildin, sem IðnaSardeild SÍS og Álafoss stóðu að, á vörusýningunni í Grenoble vorið 1970. Stúlkan í Ijósu kápunni, sem sést á mynd-
inni til vinstri, sýndi íslenzk föt á sýningunni, en fórst í bruna skömmu síðar, svo sem frá segir í viðtalinu.
Finnlandi opnaði ég skrifstof-
ur bæði í Turku, eða Ábo eins
og borgin heitir á sænskunni,
og í Tammerfors. Seinni hluta
þessa tímabils var ég búsettur
með fjölskyldu minni í Stokk-
hólmi og stýrði starfsemi fyr-
irtækisins þar á sama hátt
' ásamt með Finnlandi.
í þessu starfi er ekki annað
hægt að segja en ég hafi kynnzt
J mörgum manninum, því að hjá
okkur vann margt fólk og
mannaskipti voru tíð. f þetta
starf réðist fólk af ýmsu þjóð-
erni, meðfram vegna þess að
öll sala fór fram á ensku, og
þar sem þetta ritverk er á
enskri tungu, var ekki hægt að
selja það öðrum en þeim, sem
vald höfðu á málinu. Þetta
leiddi til þess að til okkar sóttu
æði margir háskólastúdentar og
fólk af ýmsum þjóðum, sem
ekki átti gott með að fá vinnu
annars staðar af því að það
hafði ekki fullkomið vald á
tungu hlutaðeigandi þjóða.
—- Og gekk salan vel?
- Já, þótt fyrirtækið ætti
varla öðrum eins viðgangi að
fagna í þessum löndum og á
íslandi.
— Eru Finnar þá yfirleitt
talandi og lesandi á ensku?
Nei, nú er það ekki. Og
ég er ekki frá því að tungu-
málanám liggi heldur illa fyr-
ir Finnum almennt. Bæði er að
tungumál þeirra er óskylt flest-
um öðrum Evróputungum og
svo búa þeir við þessa sérstöku
aðstöðu að hafa tvö ríkismál,
finnskan aðalmálið og sænsk-
an fyrsta mál þar á eftir. Ensk-
an er hins vegar fyrsta mál á
eftir móðurmáli hjá flestum
öðrum þjóðum. Þetta hefur
áreiðanlega þau áhrif að ensk-
an er ekki eins útbreidd í Finn-
landi og ætla mætti.
- Hvernig líkaði þér við
Finna?
Að mörgu leyti vel. Mér
finnst þeir að vísu á margan
hátt mjög ólíkir hinum Norð-
urlandaþjóðunum, Dönum,
Norðmönnum og Svíum. En
mér fannst sem margt væri
líkt með Finnum og íslending-
um, og fannst að mörgu leyti
Finnum svipa meira til okk-
ar en skandinavísku þjóðunum.
Var ekki að mörgu leyti-
lærdómsríkt að vinna hjá en-
cyklópedíunni, kynnast sölu-
tækni þeirra?
— Ég lærði þar vitaskuld
ýmislegt í sambandi við sölu-
aðferðir, en þær aðferðir koma
nú líklega að takmörkuðu gagni
í öðrum viðskiptum. En salan
hjá þeim er afskaplega þraut-
þjálfað fyrirbæri og mikið
stúderað hvernig eigi að snúa
náunganum til þeirra trúar að
hann geti með engu móti lifað
án þessa sérstaka ritverks —
sem að vísu er stórmerkt.
— Svo við víkjum þá að út-
flutningi á Islenzkum iðnvarn-
ingi. Er Sambandið ekki stærsti
aðilinn þar?
— Jú, Sambandið er stærsti
aðili í útflutningi á fullunnum
ullar- og skinnavörum frá ís-
landi. Af heildarútflutningi ís-
lendinga á þessum vörum varð
útflutningur Sambandsins sem
hér segir: 1968 61.8 milljónir
króna af 74.1 eða 83.4%, 1969
118.8 milljónir króna af 187.3
eða 63.4%, 1970 213.5 milljónir
króna af 330.0 eða 64.7% og
1971 269.9 milljónir króna af
416.0 milljónum króna eða
30. TBL. VIKAN 9