Vikan


Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 49
Hermenn í vestur-þýzka hernum hafa ekki Aðstoðarforinginn Andreas Schonhardt er dálítið raunalegur yfir hár- missinum, en svolítil huggun er þó að fá hárið heim með sér og geta síður en aSrir mikið dálæti á síðu s,rokið f>ví viS °svia hári og hafa verið stoltir af lokkunum. En þá kom hljóð úr horni... Þessir bera sig hetjulega eftir aðgerðir hárskerans, en hvort þeir verða betri eða verri hermenn á eftir, verður ósvarað. Og nú á friðartímum var friðurinn skyndilega úti: Þetta kvað við meðal hermanna í vestur-þýzka hernum og ástæðan var hernaðarlega mikilvæg skipun: Hún gekk út yfir hárið. Hár- lubbi þeirra var orðin svo fyr- irferðarmikill að hann komst ekki fyrir undir stálhjálmun- um og það var aðeins hægt að halda hárinu frá augunum með hárnetum, sem komust í tizku meðal hermannanna, til mik- illar ánægju fyrir framleiðend- ur. En þegar hermönnum var skipað að skera hár sitt, héldu hermennirnir ráðstefnu í her- búðunum, meðan hárskerar nudduðu saman lófunum af ánægju og í von um góða ver- tíð. Hinir einkennisklæddu borgarar vildu halda því fram að þeir einir hefðu ráðstöfunar rétt yfir hári sínu. ekki ríkið! „Þetta er svínarí". — „Kær- astan mín lítur ekki við mér“! „Konan mín skilur við mig“! —■ Þannig hljómuðu athuga- semdir þeirra. En ekki þýðir að deila við dómarann og lokk- arnir féllu. Margir fengu tár í augun, þegar þeir litu í spegil eftir að hárskerinn hafði farið óblíðum höndum um höfuð þeirra. Sumir tóku þessu hetju- lega. Til þess að enginn mis- skilningur kæmi upp milli her- mannanna og heitmeyja þeirra og eiginkvenna, var gefin út opinber yfirlýsing um að sam- kvæmt tilskipun frá yfirstjórn hersins, 14. maí 1972, réðu her- mennirnir ekki yfir sídd hárs- ins. Margar skopsögur urðu til út af þessum atburðum og marg- ar myndir teknar, bæði fyrir og eftir „rúningu". Sumir gengu svo langt að láta krúnu- raka sig í mótmælaskyni. Flestir tóku þessu samt með góðu og skemmtu sér vel yfir því að „German Hair-Force“ væri nú aftur orðið „German Air-Force“ ... 30. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.