Vikan - 27.07.1972, Síða 38
Húsgögn eins og þér viljið haf a þau. \
Sófasettiö Hertoginn er alveg i sérflokki hvað verð og gæði snertir. Aðeins 59.240.
Norsk einkaleyfisframleiðsla
IHlDS«3ACNA»l3<SlO UIF
Auðbrekku 63, Kópavogi, slmi 41694
op niAomumikil bygging. Hún
vii ...ot nýleg. Veggir hennar voru
þykkastir neðst, en mjókkuðu að
ofan lfkt og byggingar Forn-
Egypta. A veggjunum voru litlir
gluggar hátt uppi. Auða svæðið
var ferhyrnt i lögun. Við annan
enda þess var hvitt hús, tvær
hæðir, og hingað og þangað voru
nýtizku smáhýsi, og i hverju
horni garðanna umhverfis þau
voru háir veggir til skjóls, sem
fengu mig til að detta sólbað i
hug. Þetta lfktist sólbaðsskýlum.
Við ókum upp að hvita húsinu
og stigum út úr bflnum.
' Dr. Penzance mætti okkur á
dyraþrepinu. Og mér fannst hann
enn tilkomumeiri nú en kvöldið
áður. Axlir hans voru risa-
vaxnar. Sama mátti segja um
höfuðið. Það var ekki erfitt að
imynda sér, að þessi dimmu,
órannsakanlegu augu byggju yfir
dáleiðslukrafti, en ég held, að
rödd hans hafi verið tilkomumest.
Hún var djúp, dimm, en hljóm-
mikil og seiðandi i senn, næstum
bliðleg .. bliðleg og róandi, er
hann útskýrði fyrir okkur eðli
safnaðarins ... „Bræðralags
Horusar”.
„Söfnuðurinn hefur nú dreifzt
út um hvippinn og hvappinn, þvi
vetur er að byrja. Nú er ráðs-
maðurinn og kona hans, herra og
frú Talmain, þau einu, sem eftir
eru auk min.”
„Og hugmynd yðar er sú, að
lækna fólk með sólskininu og dá-
litilli dáleiðslu. Er það ekki?”
spurði Dunbar.
„Notkun sólskinsins og loftsins
i heilsuvernd nútimans er öllum
of kunn til þess að þörf sé að lýsa
þvi frekar,” sagði doktorinn bros-
andi. ,,A beinan eða óbeinan hátt
leysir orkan, sem fæst frá sólinni,
af hendi mestan hluta þeirrar
vinnu, sem framkvæmd er á
þessari jörð, og þetta hafa menn
vitað lengi .... allt frá dögum
Forn-Egypta um 4000 árum fyrir
Krists burð.”
„Einmitt. Ég hélt samt, að sól-
guðinn hjá þeim hafi heitið Re eða
Ra,”
,,t Suður-Egyptalandi var hann
kallaður Horus, ... imynd hauks-
ins.”
,,0g dáleiðslan ...” hóf Dunbar
máls.
„Ég vil heldur kalla það sál-
rænar leiðbeiningar og visbend-
ingar.”
„Hvað getið þér, sem háfjalla-
sólarlampi og sálfræðingur getur
ekki gert?”
„Ég get' miðlað duldum sann-
indum, .... dulfræðilegri speki,
sem er hvergi rituð, en hefur
varðveitzt öld fram af öld.”
Hann talaði lengi og lipurlega.
Hann sagði, að það væri hlægilegt
að gera' ráð fyrir þvi, að öll
leyndarmál Forn-Egypta hafi
verið rituð á bókfell eða höggvin á
steintöflur. Hann tók að vitna i
orö manna, sem ég hafði aldrei
heyrt um, og hann talaði af þekk-
38 VIKAN 30. TBL.