Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 3

Vikan - 01.02.1973, Qupperneq 3
5. tbl. - 1. febrúar 1973 - 35. árgangur Áhugi á lífi eftir dauð- ann er mikill hér á landi, og nú virðist líka vera að vakna áhugi á lífi á stjörnunum. Vikan brá sér fyrir nokkru á miðils- fund hjá nýalssinnum. Við segjum frá honum og spjöllum við Kjartan Kjartansson á bls. 23. Hvað segja foreldrarnir um kyn- ferðismál? Nú eru menn sem óðast að endurskoða afstöðu sína til kynferðismála. Þess vegna er brýn þörf á hlutlausum fræðslu- ritum um þessi mál. Vikan kynnir eitt slíkt, bókina „Sextán ára" eftir Lizzie Bundgaard, sem er nýkomin út á íslenzku. Sjá bls. 16. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Gangan langa 8 Með hundasleða til nyrztu byggða Eskimóa 14 Hvað segja foreldrarnir um kynferðismál, kafli úr nýútkominni bók eftir Lizzie Bundgaard 16 Ríkustu menn heimsins tjalda því sem til er fyrir ástina 18 VIOTÖL Er líf á stjörnunum? Sagt frá miðilsfundi hjá nýalssinnum og rætt við Kjartan Kjartansson, formann félags þeirra 23 SÖGUR Hvítar nellikur, smásaga eftir Quinin Patrick 12 Eilíf æska, framhaldssaga, 7. hluti 20 Skuggagil, framhaldssaga, 10. hluti 34 Hvítar nellikur „Hið fyrsta, sem við sá- um þegar við komum inn í setustofuna, voru hvítar nellikur dreifðar um allt gólfið. Ég laut niður og sá þá, að sum þeirra voru með rauðum blettum . . ." Sjá smá- söguna Hvítar nellikur eftir Q. Patrick á bls. 12. KÆRI LESANDI! „Lengst af mannkynssögunnar hefur saga Austur-Asíu vcrið að- greind frá sögu annarra heims- hluta, þar á meðal Evrópu, og stóð svo að mestu fram á nítj- ándu öld. En síðan hafa þessi lönd ekki síður en önnur verið í sviðsljósi heimsviðburðanna, og aldrei fremur en nú. Undir stjórn kommúnista hefur Kína rifið sig upp úr þeirri niðurlægingu, sem það var sokkið i vegna eigin stöðnunar og ágengni Evrópu- stórveldanna, Bandarikjanna og Japans, sem gert liöfðu landið að hálfgildings nýlendu. Og fyrst bylting kommúnista tókst og breyting hins ævaforna kínverska samfélags í kommúnískt þjóðfé- lag er síðan orðin staðreynd, sem ekki er fyrirsjáanlegt að horfið verði frá, þá verða þeir atburðir, sem voru undanfarar umræddr- ar byltingar stórmerkilegir frá sjónarlióli heimssögunnar í heild ** Einn þessara atburða var Gangan langa, en ofangreind málsgrein er einmitt upphafið á grein um hana, sem birtist í þessu blaði. Liklega hafa nútíma Kín- verjar engan atburð í meiri há- vegum, þótt leitað sé um alla Kínasöguna. Sjá bls. S. ÝMISLEGT_____________________________ Matreiðslubók Vikunnar, litprentaðar upp- skriftir til að safna í möppu 29 3m — músik með meiru. í þessum þætti er m. a. birt heilsíðulitmynd af Náttúru 26 FASTIR ÞÆTTIR__________________________ Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 Vísnaþáttur Vikunnar 11 Stjörnuspá 50 Myndasögur 43, 46, 49 Krossgáta 48 FORSÍÐAN Forsíðan vísar á þrjú efnisatriði þessa blaðs: Grein um ferð með hundasleða til nyrztu byggða Eskimóa, greinina „Ríkustu menn heimsins tjalda því sem til er fyrir ástina" og loks þáttinn 3m — músik með meiru. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigrfður Ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Síðumúla 12. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 75,00. Áskriftarverð er 750 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1450 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Askriftar- verðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem- ber, febrúar, maí og ágúst. 5. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.