Vikan

Útgáva

Vikan - 01.02.1973, Síða 10

Vikan - 01.02.1973, Síða 10
Mér er Maó (til vinstri) að spjalla við bónda nokkurn. Myndin er frá árinu 1927, þegar hinn verðandi formaður var um þrítugt. GANGAN LANGA nýtízku hergagna höfðu átt þýzkir herráðgjafar, sem þýzka stjórnin hafði góðfúslega lánað Sjang. Sókninni var beint gegn fylk- inu Kíangsí í Kína suðaustan- verðu, en þar var þá stærsta samfellda svæðið, sem komm- únistar höfðu á valdi sínu, svo og aðalbækistöðvar þeirra og stærsti hluti herstyrks þeirra. um hundrað þúsund manns. Lið þetta var miklu verr vopnum búið en her Sjangs, meira að segja fór því fjarri að allir her- mennirnir hefðu byssur og urðu þá í staðinn að bjargast við frumstæð áhöld eins og klubbur og spjót. En á hinn bóginn var lið þetta hjarta- prútt með afbrigðum og magn- að af hugsj ónalegum baráttu- móði. Maó Tse-túng var æðsti mað- ur „þjóðlegrar ráðstjórnar“, sem kommúnistar höfðu í des- ember 1931 sett á laggirnar í Júitsjin í Kíangsí, en hann var þá ekki enn orðinn formaður kommúnistaflokks Kína. Um þessar mundir höfðu Japanir í raun réttri þegar haf- ið árásarstyrjöld gegn Kína, en stjórn Sjangs skeytti lengi vel miklu minna um sína erlendu óvini en þá innlendu. Hins veg- ar sagði stjórn kommúnista Japönum stríð á hendur þegar í apríl 1932. Japanir höfðu þá hremmt Mansjúríu og ráðizt á Sjanghaí. Þá sömu daga og Sjang var í þann veginn að greiða komm- únistum í Kíangsí það högg, að hann vonaði að þeir þyrftu ekki fleiri, kom til Júitsjin maður, sem á næstunni hafði mikil áhrif á gang mála hjá kommúnistum og þar með á framvindu Kínasögu og raunar veraldarsögunnar í heild. Sá var þýzkur að þjóðerni og Otto Braun að nafni, þá þegar gam- alreyndur kommúnisti. Hann hafði starfað á vegum þýzka kommúnistaflokksins á þriðja áratugnum, flúið síðan undan yfirvöldum föðurlands síns til Moskvu og lært þar hernaðar- vísindi. Braun var þegar hér var komið sögu rúmlega þrí- tugur að aldri, fæddur alda- mótaárið og ættaður úr Efra- Bæjaralandi. Það var Komin- tern, alþjóðasamband kommún- ista, sem gert hafði hann út til Kína. Hann fór fyrst til Man- sjúríu og tók þátt í baráttu andspyrnuhreyfingarinnar þar gegn Japönum. Þaðan fór hann til Sjanghaí og setti sig í sam- band við neðanjarðarhreyfingu kommúnista þar. Otto Braun býr nú í Austur- Berlín og er vel metinn borg- ari austur-þýzka alþýðulýð- veldisins; starfar þar sem þýð- andi og bókaútgefandi. Hann segir svo frá, að í Sjanghaí hafi hann forðazt allt samband við Kínverja, nema leynilegt, en annars falsað vegabréf, sem kynnti hann sem virðingar- verðan bisnissmann, svo að hann átti greiðan aðgang að klúbbunum í alþjóðahverfinu í Sjanghaí. Meðal þeirra, sem Braun hafði samband við í Sjanghaí var dr. Richard Sor- ge, sem síðar varð heimsfræg- ur fyrir njósnir sínar fyrir Sovétríkin í Japan. Japanir átt- uðu sig um síðir á hver hann var í raun og veru og drápu hann, en eftir stríðið var hann í Sovétríkjunum útnefndur „sovéthetja". Einhver hefur fengið þann titil fyrir minna, því að Sorge hafði upplýst Stalín um, að hann þyrfti ekki að óttast innrás af hálfu Jap- ana í Austur-Síberíu. Það leiddi til þess að Sovétmenn sáu sér fært að kalla vestur á bóginn her þann, sem hafður hafði verið á verði gegn Japönum, og hann kom á vettvang ná- kvæmlega nógu snemma til að hrinda árás Þjóðverja á Moskvu. Einn Vesturlandamanna þeirra, sem Otto Braun kynnt- ist um þessar mundir í Kína, var bandaríski blaðamaðurinn Edgar Snow, sem þegar á þess- um árum var farinn að fylgj- ast með þróun mála hjá kín- verskum kommúnistum. Kín- verskir flokksbræður Brauns kölluðu hann upp á sina tungu Lí Te-tungsíi, en það þýðir Dygðumprýddur Félagi Lí. Sér til hægri verka kölluðu þeir hann í daelegu tali bara Lí Te. Ferðin frá Sjanghaí til Júit- sjin varð síður en svo nein lystireisa fyrir Otto Braun, en hvað leggur sannui- byltingar- maður ekki á sig, þegar frelsi mannkynsins er annars vegar. Fvrsta áfangann fór hann með brezku strandferðaskipi til Svatá, sem nú heitir Sjantá og er hafnarborg um þrjú hundr- uð kílómetra austan við Hong- kong. Á eina evrópska hótel- inu, sem fvrirfannst í þeim stað, hitti Braun annan agent trá Komintern, sem líkt og hann fóru huldu höfði. Kín- verskir kommúnistar, sem bjuggu utan yfirráðasvæði sinna manna, þurftu ekki síður að fara varlega, því að um þessar mundir lét Sjang Kaí- sék drepa alla úr þeim hópi sem hann náði til. Frá Svatá héldu þeir Otto Braun og hinn Kominternlið- inn inn í land, fótgangandi. Lögregla Sjangs stöðvaði þá oft, en vegabréfin þeirra voru nógu laglega gerð til að blekkja það fólk. Stundum þótti fylgd- armönnum Brauns þó vissara að fela hann alveg. Þannig létu þeir hann eitt sinn á þriðja sól- arhring liggja í skoti undir þiljum á djúnka, og var þar svo þröngt um hann að hann gat ekki hreyft legg eða lið. Djúnkinn fór upp eftir fljóti nokkru, og oft urðu tafir á ferð hans. Heyrði Braun nokkrum sinnum harðorðar skipanir og fyrirgang á þiljunum yfir sér, er hermenn og lögregla Sjangs rannsakaði skipið. Varð hann þeirri stund fegnastur, er þeirri vatnaferð lauk. Þá tóku við Braun kommúnískir skærulið- ar, sem fylgdu honum síðasta áfangann til yfirráðasvæðis , sinna manna. Ferðuðust þeir aðeins um nætur, en sváfu um daga í skógúm sem voru orðn- ir næsta hitabeltislegir þetta sunnarlega. Var þar mikið um mýbit, sem hrjáði Braun sár- lega, svo að hann naut lítt svefns. Á nætumar gat hann að vísu hálfdottað á baki múl- dýrsins, sem kínversku félag- arnir höfðu honum til reiðar, en sjálfir fóru þeir fótgang- andi. Eftir nokkurra daga ferða- lag á þennan hátt komst Otto Braun til yfirráðasvæðis komm- únista. Þar var þá ástandið orðið hið versta. Sjang Kaí-sék hafði bannað öll viðskipti við svæð- ið, og matvælaskortur var orð- inn þar mikill. Þá höfðu þjóð- ernissinnar Sjangs tekið upp nýjar hernaðaraðferðir, sem reyndust harla áhrifaríkar. Meginatriðið í þeim var að slá um yfirráðasvæði kommúnista hring af rammgerðum virkj- um. Upphafsmaður þessarar baráttuaðferðar var raunar ekki Sjang Kaí-sék sjálfur, heldur þýzkur ráðgjafi hans, von Seeckt hershöfðingi. Fyr- irætlun þeirra Sjangs og von Framhald á bls. 44. 10 VIKAN 5.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.