Vikan

Útgáva

Vikan - 01.02.1973, Síða 17

Vikan - 01.02.1973, Síða 17
fullvissað sig um, að bókin kæmi engri vitleysu inn hjá Birgittu, og að ekkert væri af myndum eða torskildum köflum, sem gætu hrætt óreynt stúlkubarn. En þvi miður voru viðbrögð móður Birgittu eins og viðbrögð þúsunda mæðra,, og það þýðir ekkert að skammast og segja, að þær séu gamaldags. Það verður að reyna að útskýra fyrir þeim, að unglinguih sé eins eðlilegt að lesá bækur um kynlif og bækur um t.d. vélfræði, tónlist og snyrtingu, og að það þýðir ekki, að þau ætli sér að fara að sofa hjá einhverjum. Þvert á móti. En það er oft afar erfitt. og stun'dum nánast ógerlegt að fá foreldra til að tala rólega og eðli- lega um þessi efni. Fordómarnir eru fastir i stórum hluta eldri kynslóðarinnar, og flest fullorðið fólk er feimnara en það vill viðurkenna. Þvi finnst dálitið dónalegt að tala opinskátt um kynferðismál og sýna myndir af atlotum elskenda, eldra fólk er alið þannig upp. # Fræðsla er aldre* skaðleg Móðir Birgittu er aðeins 38 ára, og hún hefur notað pilluna i mörg ár, vegna þess að hún vill ekki eignast fleiri börn. Sjálfri finnst henni hún alls ekki tepruleg. En henni verða á sömu mistök og mörgum öðrum mæðrum: Hún litur enn á dóttur sina sem barn, sem „ekki hefur áhuga á þess háttar”. Hún heldur, að krakkar fari ekki að hugsa um kynferðismál, fyrr en þeir eru 17 til 18 ára. Þá eru þeir orðnir nógu gamlir að hennar áliti. Þetta stafar sjálfsagt af þvi, að móðir Birgittu var sjálf 18 ára, þegar hún svaf hjá unnusta sinum i fyrsta skipti. Og hún er alveg búin að „gleyma” ástar- ævintýrum og draumum æsku- áranna. Þá var trúlofunarhringurinn tákn þess, að unga fólkið mætti soia saman, eí það bara „passaði sig” og hafði ekki of hátt um það. Ef illa fór, var alltaf hægt að flýta fyrir brúð- kaupinu. Seinna giftist móðir Birgittu og eignaðist þrjú börn, og nú segir hún: ,ór þvi að okkur tókst að komast fram úr þessu, getur unga fólkið núna það lika. Og það er ekki nauð- synlegt að hvetja það til að sofa saman frá 14 ára aldri með þvi að fóðra það á bókum um kynlif.... .” Þetta hljómar ekki skynsamlega, og maður getur vel orðið reiður af að hevra svona lagað. Fræðsla er aldrei skaðleg, og þaö ber aö íræöa iolk áður en vandamálin verða að- kallandi. Við verðum að láta okkur skiljast, að það er eins mikilvægt að læra um viðbrögð fólks kynferðislega og hvaða vendamál geta komið upp i sam- skiptum kynjanna, eins og það erað læra aö bua til mat og leika á gitar. Framhuld á bls. 31 , 5. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.